Hlynur - 15.10.1983, Page 23
15. gr.
Aðalstjórn L. í. S. skipa 11 menn auk varamanna.
Tilnefndir skulu menn í stjórn og kosið um þá skrif-
lega. Kosning skal bundin við uppástungur.
Kosningar fara þannig fram: Formaður L. í. S. er
kosinn sérstaklega. Kosnir eru 4 aðalmenn í stjórn
sem jafnframt skipa framkvæmdastjórn ásamt for-
manni og 4 menn til vara.
Þeir varamenn koma aðeins inn í stjórn, ef einhver
framkvæmdastjórnarmanna hættir störfum eða forfall-
ast til lengri tíma. Þó er heimilt að boða 1. varamann
á fundi framkvæmdastjórnar. Hinir 6 skulu síðan
kosnir sameiginlega og 6 til vara.
Stefnt skal að því að fulltrúar komi frá sem flestum
byggðarlögum.
Framkvæmdastjórn skiptir með sér verkum. For-
maður og varaformaður stjórnar eru jafnframt formað-
ur og varaformaður framkvæmdastjórnar. Endurskoð-
endur L. í. S. skuli kosnir 2 og 2 til vara.
Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í öllum kosning-
um.
IV. KAFLI
Starfssvið aðalstjórnar og framkvæmdastjórnar
16. gr.
Aðalstjórn L. í. S. ræður öllum málefnum milli þinga
og getur innan takmarka þeirra sem lögin setja, skuld-
bundið L. í. S. með ályktunum sínum og gerðum.
17. gr.
Nú rís ágreiningur milli félaga innbyrðis eða milli fé-
laga og framkvæmdastjórnar eða aðalstjórnar um
málefni, sem varða L. í. S., t. d. skilning á lögum eða
fyrirmælum, og sker þá aðalstjórn úr slíkum ágrein-
lngi, þannig að skuldbindandi er fyrir alla aðila, þar
með einnig hvaða ágreiningsmál falli undir þetta
ákvæði.
Aðalstjórn ákveður hvernig málsmeðferð skuli
hagað.
Urskurði aðalstjórnar má áfrýja til landsþings.
18. gr.
Eramkvæmdastjórn ræður starfsmann, sem rekur
skrifstofu L. í. S. Hann ræður starfsfólk og hefur á
hendi allan daglegan rekstur L. í. S. í samráði við
fi'amkvæmdastjórn.
19. gr.
Eramkvæmdastjórn tekur til meðferðar öll þau mál
sem ekki teljast daglegur rekstur eða afgreiðslustörf
skrifstofu L. í. S.
Aðalstjórn getur falið framkvæmdastjórn úrlausn
þeirra mála er koma fyrir á stjórnarfundum, þó eigi
oiál þeirra er um ræðir í 17. grein.
20. gr.
Aðalstjórn skal koma saman til fundar a. m. k. tvisvar
á ári og oftar ef þörf krefur.
Stjórnarfundur er löglegur, þegar meirihluti sækir
fund.
Ennfremur skal aðalstjórn kvödd til fundar, þegar
framkvæmdastjórn telur þess þörf vegna afgreiðslu
síórmála, og/eða 5 menn úr aðalstjórn krefjast þess.
21. gr.
Framkvæmdastjórn heldur fundi þegar formaður kallar
saman fund eða tveir úr framkvæmdastjórn óska
þess.
Fundur er lögmætur þegar meirihluti framkvæmda-
stjórnar er mættur.
Starfsmaður L. í. S. situr jafnan fundi framkvæmda-
stjórnar.
Þegar framkvæmdastjórn skuldbindur L. í. S. þarf
undirskriftir allra framkvæmdastjórnarmanna.
Framkvæmdastjórn getur falið starfsmanni allar
aðrar undirskriftir.
V. KAFLI
Fjármál
22. gr.
Fyrir lok janúar skal hvert félag senda skrifstofu
L. I. S. félagatölu eins og hún var um áramót.
Hvert félag greiðir aðildargjald til L. í. S. og miðast
það við félagatölu eins og hún er 1. janúar ár hvert.
Skal aðildargjald ákveðið á landsþingi. Gjalddagar
eru þrir: 1. mars, 1. júní og 1. september ár hvert.
23. gr.
Félag sem stofnað er á árinu greiðir aðildargjald eftir
félagatölu við inngöngu, hlutfallslega eftir því hvenær
á árinu það fær inngöngu í L. í. S.
24. gr.
L. í. S. greiðir ekki kaup félagslega kosinna þingfull-
trúa né ferðakostnað eða dvalarkostnað þeirra.
25. gr.
Framkvæmdastjórn skal hafa lokið reikningum L. í. S.
fyrir hvert almanaksár 1. mars ár hvert og skulu reikn-
ingarnir liggja frammi endurskoðaðir fyrir 1. apríl ár
hvert.
Reikningarnir skulu síðan lagðir fram til fullnaðaraf-
greiðslu á næsta landsþingi.
VI. KAFLI
Lagabreytingar
26. gr.
Lögum L. f. S. má aðeins breyta á landsþingi.
Tíl þess að lagabreyting hljóti samþykki, þarf 2/3
hluta atkvæða á þingfundum.
Tillögur um lagabreytingar skulu komnar til fram-
kvæmdastjórnar eigi síðar en 6 vikum fyrir landsþing.
VII. KAFLI
Önnur ákvæði
27. gr.
Brjóti eitthvert félag í L. í. S. lög þess eða samþykktir,
getur framkvæmdastjórn að fengnu samþykki aðal-
stjórnar, vikið félagi úr L. í. S. Þó skal næsta lands-
þing leggja fullnaðarúrskurð á það mál.
28. gr.
Óski félag úrsagnar úr L. í. S. skal senda rökstudda
greinargerð til framkvæmdastjórnar, en landsþing skal
þó hafa úrskurðarvald í málinu, enda sé félagið skuld-
laust við L. í. S.
Samþykkt á stofnþingi L. í. S. 2. sept. 1973. Endur-
skoðað í heild og samþykkt á landsþingi L. í. S. 3. -
4. sept. 1983.
23
HLYNUR