Hlynur - 15.10.1983, Side 26

Hlynur - 15.10.1983, Side 26
Skroppið heim að Skriðu- landi Skömmu áður en ekið er inn Gils- fjörðinn sem næstum sker Vestfirð- ina frá afgangnum af landinu er far- ið um Saurbæinn. Og það þýðir ekki að það sé neinn skítastaður. Nafnið merkir sveit hinna ríku. Og þegar horft er yfir þessa fallegu sveit finnst flestum að það hljóti að vera réttnefni. Grónara og búsæld- arlegra land sést varla. Utar við fjörðinn stendur Fóðuriðjan á græn- um völlum. Þar er framleitt úr ís- lensku grasi. í þessari sveit er rekið Kaupfélag Saurbæinga þar sem heitir að Skriðulandi. Þar starfa að staðaldri 7-8 manns. Svæði kaupfélagsins er Saurbærinn, Klofningshreppur á Fellsströnd og nokkrir bæir i Flvammssveit. Verslun er stunduð frá um 70 bæjum en félagsmenn eru um 100 talsins. Mjólkin er seld í mjólkursamlagið í Búðardal en sláturhús er í Skriðulandi en þar vantar tilfinnanlega frystihús, en í sláturtíðinni er kjötið flutt jafnóðum til Reykjavíkur en sumt í Búðardal. Kaupfélagsstjórinn Úlfar Reynis- son lét vel yfir afkomunni og benti á, að árið 1982 var velta lagers 9,81 en var fyrir sjö árum 5,09. Þar hefur því orðið umtalsverð aukning. Úlfar sagði að sláturhúsið væri burðarás kaupfélagsins. Hins vegar væri erfitt að hafa nóg vöruúrval þó í kaupfélaginu fengist sitt lítið af hverju. Metravöru og meiri háttar fatnað er samt ógerlegt að hafa. Vörur er mestanpart sóttar til Reykjavíkur og eru vörubílar í stöðugum ferðum þangað. Það kostar mikla útsjónarsemi og starf að reka kaupfélag á lands- byggðinni. En með samhentu starfsliði er hægt að leysa öll vand- amál. Starfsfólk Kf. Saurbæinga utan viS verslunina. F. v.: Gunnar Kristinsson, Dóra Her- bertsdóttir, Guðrún Jónannesdóttir, Ingunn Jónsdóttir og Úlfar Reynisson. Hús Kf. Saurbæinga. Kaupfélagsstjórinn Úlfar Reynisson á skrifstofu sinni. 26 HLYNUR

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.