Hlynur - 15.10.1983, Side 31
Með gamanmál og
gó&a stöng
Stutt spjall við Steingrím Sigurðsson
járnsmið hjá verksmiðjum Sambandsins á Akureyri
Þar sem menn koma saman þykir
ekki lakara að hafa Steingrím
Sigurðsson með í hópnum. Hann
hefur löngum flutt gamanmál á
samkomum starfsmannafélags
verksmiðjanna og létt andann í
kaffitímanum. En það er ekki að-
eins kveðskapur og gamanmál,
sem liggja honum létt á tungu.
Steingrímur hefur líka fengist við
að mála, svo er hann mikill
áhugamaður um laxveiðar.
Hefur þú unnið lengi hjá verk-
smiðjunum?
I 28 og hálft ár. Ég er búinn að
vera við járnsmíðar í 50 ár, lærði í
stálsmiðju í Reykjavík. Síðan varð
ég verkstjóri í Vélsmiðjunni Odda
árið 1938. Árið 1942 stofnaði ég
Atla, véla- og plötusmiðju sem ég
seldi árið 1947 og flutti mig um set
út á Hjalteyri. Hér hjá verksmiðjun-
um hef ég svo verið síðan árið
1953. Að vísu er ég búinn að vera
við viðgerðir hér miklu lengur, eða
um 45 ár, því ég byrjaði strax að
vinna verk hérna.
Hefur ekki ýmislegt breyst síðan
þá?
Framfarir hafa verið miklar. Það
má telja á fingrum sér þær vélar,
sem eru hér í Gefjun frá árinu 1953.
Þegar ég kom hingað voru vefstól-
arnir góðir, en samt endurbyggðum
við þá einu sinni eftir það. Svo kom
að því að við hentum á einu bretti
27 vefstólum og fengum 9 í staðinn.
Þessir 9 afköstuðu helmingi meira
en hinir 27. Spuna- og kembivélar
haf allar verið endurnýjaðar, og af-
köstin eru margföld á við það, sem
áður var. Breytingarnar eru svo
miklar og framfarir svo stórstígar,
að maður áttar sig eiginlega ekki á
því.
En það þarf ekkl að spyrja að því
að þér hefur líkað vel hér?
Já, hér hefur alltaf verið gott fólk
og fyrsta flokks stjórnendur, allt frá
Jónasi og Arnþóri. Arnþór var alltaf
með í öllu og tilbúinn í glens og
^örg járnstöngin hefur orðið að góðum grip í höndum Steingrims.
HLYNUR
3 I