Hlynur - 15.10.1983, Page 54

Hlynur - 15.10.1983, Page 54
Á myndinni er stjórn og varastjórn starfsmannafélagsins. Fremri röð f. v.: Halldóra Eymundsdóttir, Erla Sigurbjörnsdótt- ir, Anna Sigriður Karlsdóttir og Ásdís Ólafsdóttir. Aftari röð f. v.: Bára Ingvadóttir, Heimir Hávarðsson, Jóhann Sveinsson, Gunnar Hermannsson, Þorgrímur Jón Einarsson og Kári Ey- þórsson. Starfsmannafélag Kf. Austur-Skaftfellinga, Höfn. Stofnað 28. 11. 1962. Fyrsti formaður: Halldór Halldórsson. Núverandi stjórn: Formaður Þorgrímur Einarsson, verslun, gjaldkeri Heimir Hávarðsson, frystihúsi, ritari Erla Sigurbjörns- dóttir, verslun, meðstjórnendur: Bára Ingvadóttir, frystihúsi og Halldóra Eymunds- dóttir, kjötvinnslu. Fulltrúi í stjórn kaupfélagsins er Egill Jónasson með málfrelsi og tillögurétti. Öryggistrúnaðarmenn: Andrés Júlíusson, Guðni Hermannsson, Jóna Sigjónsdóttir og Sigfús Benediktsson. Félagsmenn eru 128. Ekki eru allir starfsmenn félagar. Helstu vinnustaðir eru: Skrifstofa og verslanir á Höfn, útibú á Fagurhólsmýri, Nesjum og Skaftafelli, mjólkursamlag, brauðgerð, sláturhús og hraðfrystihús. Aðstaða fyrir fundi er í fundarherbergi kaupfélagsins og í mötuneyti í Krossey. Haldin er árshátíð. Einnig ýmsir fundir, farin leikhúsferð til Reykjavíkur á veturna, spilakvöld o. fl. í lok júní á hverju sumri er dvalið eina helgi í tjöldum í Skaftafelli, og haldin fjölskylduhá- tíð. Félagið keppir með nokkur lið í róðri á sjó- mannadaginn. Námskeið hafa verið haldin í samvinnu við kaupfélagið nokkrum sinnum á ári. Félagið gefur út Starfsmannafréttir 3-4 sinnum á ári. Félagið á orlofsheimilið Arasel í landi Stafafells í Lóni, húsið er 110m2 að stærð. Stjórn Sf. Kf. Skaftfellinga f.v.: Viggó Rúnar Einarsson, Helga Halldórsdóttir og Jón E. Einarsson. Starfsmannafélag Kf. Skaftfellinga, Vík í Mýrdal. Stofnað 13. 3. 1974. Fyrsti formaður: Kjartan Kjartansson. Núverandi stjórn: Formaður Viggó Rúnar Einarsson, varahlutaverslun, gjaldkeri Helga Halldórsdóttir, skrifstofu, ritari Jón E. Einarsson, vörubílstjóri. Fulltrúi í stjórn kaupfélagsins er Þórður Sveinsson með málfrelsi og tillögurétti. Félagsmenn eru 40. Ekki eru allir starfsmenn félagar. Helstu vinnustaðir eru: Skrifstofa verslun og söli?skáli í Vík, útibú á Kirkjubæjarklaustri, trésmiðja og bifreiðaverkstæði í Vík. Félagið hefur til afnota samkomusal í húsnæði kaupfélagsins í Vík. Haldin er árshátíð, kvöldvökur af og til, vormót á hverju vori og á haustin er haldið kveðjuhóf fyrir sumarfólk. HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.