Hlynur - 15.10.1983, Qupperneq 56
Núverandi stjóm. Fremri röð f. v.: Dóra Jónsdóttir, Sigurbjörg
Gisladóttir og Anna Pálsdóttir. Aftari röð f. v.: Magnús Jóns-
son og Gunnar Sigurgeirsson.
Starfsmannafélag
Kf. Árnesinga,
Selfossi.
Stofnað 5. 12. 1973.
Fyrsti formaður: Halldór Hafsteinsson
Núverandi stjórn: Formaður Þór Magnússon,
hjólbarðaverkstæði, varaform. Sesselja
Bjarnadóttir, Vöruhúsi, gjaldkeri Ingibjörg
Gunnarsdóttir, skrifstofu, meðstj. Hjalti Sig-
urðsson.
Félagar eru 30. Ekki eru allir starfsmenn
félagar.
Helstu vinnustaðir eru: Skrifstofa, Vöruhús og
verslanir á Selfossi, smiðjur, brauðgerð,
lyfjabúð, þvottahús, útibú í Hveragerði,
Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri og Laug-
arvatni.
Félagið hefur aðstöðu til funda í fundarsal
kaupfélagsins.
Haldið er þorrablót árlega og vetrarfagnaður,
spilakvöld eru af og til.
Starfsmannafélag
Kf. Suðurnesja,
Keflavík.
Stofnað 22. 10. 1945.
Fyrsti formaður: Sölvi Ólafsson.
Núverandi stjórn: Formaður Magnús Jónsson,
Sandgerði, gjaldkeri Anna Pálsdóttir, Keflavík,
ritari Dóra Jónsdóttir, Grindavík, meðstjórn-
endur: Gunnar Sigurgeirsson, Grindavík og
Sigurbjörg Gísladóttir, Keflavík.
Fulltrúi í stjórn kaupfélagsins er Skjöldur
Þorláksson með málfrelsi og tillögurétti.
Öryggistrúnaðarmaður er Sigurður Björgvins-
son.
Félagar eru 109. Allir starfsmenn eru félagar.
Helstu vinnustaðir eru: Skrifstofa, stórmarkað-
urinn Samkaup, aðrar verslanir í Keflavík,
kjötvinnsla, útibú í Sandgerði, Ytri-Njarðvík og
Grindavík.
Félagið hefur aðstöðu til fundahalda í
veitingastofu í Samkaup.
Haldin er árshátíð.
Félagið hefur tekið þátt í firmakeppni í innan-
og utanhúss knattspyrnu í Keflavík.
Félagið á tvö orlofshús í Þrastarskógi, eldra
húsið er 33m2 og var tekið í notkun um
1960, hitt er 40m2 að stærð og var tekið í
notkun 1979.
56
HL YNUR