Hlynur - 15.10.1983, Side 68

Hlynur - 15.10.1983, Side 68
bryggja. í verksmiðjunni vinna um 40 manns en samt hefur fækkað í A-Barðastrandarsýslu og í sumum fjörð- um er byggðin alveg eydd. Það fer ekki á milli mála að á svona stað er aðeins rúm fyrir eina verslun, enda hefðu sennilega fjármálamenn lítinn áhuga fyrir að koma á fót slíku fyrirtæki vestur þar. Á sumrin er mikil ferðamannaverslun. Á haustin starf- ar sláturhús og þar er líka lítið frystihús en talsvert af kjöti verður að senda til Reykjavíkur jafnóðum. Erfið hlýtur lífsbaráttan að vera í þessari sveit þar sem brött fjöllin umlykja dalina, en það væri eftirsjá í, ef svo fallegt hérað færi í eyði, enda varla hægt að reikna með því. Þetta er hann Halldór Jónsson sem allir þekkja sem Halla í kaupfélaginu. Áshildur Vilhjálmsdóttir er hér að vigta eitthvað. Gísella Halldórsdóttir við vinnu sína á skrifstofunni. Friðbjörn er að ræða hlutina við einn viðskiptamanninn. Miðað við pappirsflóðið á borðinu er þetta ekkert smámál. Við skutumst inní útibú Samvinnubankans þar sem Halldór Dalkvist Gunnarsson ræður ríkjum. Þetta útibú þjónar Geira- dals- Reykhóla- og Gufudalshreppum þar sem búa um 350 manns. Halldór sagðist reyna eftir bestu getu að létta undir með mönnum en öll stærri lán þyrftu að koma annarsstaðar frá. Þetta er fyrsta árið sem útibúið starfar sjálfstætt en Þa® var áður umboðsskrifstofa frá Patreksfirði. 68 HLYNUR

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.