Hlynur - 15.10.1983, Blaðsíða 84
Sjón er sögu ríkari er óhætt að segja um
grasgarðinn eða Botanical Garden í
Kandy á Sri Lanka.
2. ÞATTUR
Ferð Geiru
Óladóttur
og Ingibjargar
Vagnsdóttur
Nú segir frá
batikinni á
Sri Lanka,
fátæku paradísinni
og fljótinu
84
Með Aurie, Þóri og Shiran á Sri-
Lanka
í Sri Lanka þekktu þær íslenskan
mann, Þóri Hinriksson, sem er
kvæntur þarlendri konu og búa þau
í Colombo. Ekki reyndust þau
heíma þegar til átti að taka. Á flug-
vellinum hittu þær innfædda menn
sem buðust til að vísa þeim á af-
bragðs hótel og óku þeim þangað.
En væri það afbragðs hótel þá
höfðu þær lítinn áhuga fyrir að sjá
þau lakari.
Þær fóru þá aftur að vitja um
kunningja sína og þá var húsmóðir-
in komin heim. Þar var þeim tekið
tveim höndum og þau hjónin vildu
allt fyrir þær gera og hann Shiran,
litli sæti sonurinn þeirra, hafði gam-
an af þessum hvítu stelpum úr
norðrinu.
Þau fóru öll til Kandy, sem er
uppí háfjöllunum. Þar lentu þær í
trúarathöfn i Búddahofinu „Temple
of the Tooth.“ Þar voru barðar
bumbur og leikið á flautur þegar inn
var komið og síðan fóru allir uppá
næstu hæð en bumbuslátturinn hélt
áfram niðri. Þar uppi fór fólk inn í
það heilaga, þar sem ekki mátti
taka myndir, og færðu guðunum
gjafir, blóm og reykelsi sem nauð-
rakaðir munkar klæddir skærappel-
sínugulum kuflum veittu við töku.
Sri Lanka búar eru frægir fyrir
batik vinnu og þær sannfærðust um
að batikin þeirra væri ekkert slor.
Þar hittu þær Fernando batikfram-
leiðanda og skoðuðu verkstæðið og
vinnubrögðin.
Fátæka paradísin
Sri Lanka er paradís á jörðu, nátt-
úrufegurðin er meiri en orð fá lýst
og gróðurinn vefur sig um allt, loftið
er hlýtt og ferskt.
Sri Lanka er óhugnanleg, fá-
tæktin og eymdin er meiri en orð fái
lýst. Þar, eins og víðar má segja að
flagð sé undir fögru skinni. Flagð fá-
tæktar.
Karlarnir sem báru töskurnar á
flugvellinum voru í lélegum skyrtum
og vöfðu einhverjum tuskum um sig
miðja. Þar eru engin þau þægindi
sem við þekkjum, engar vélar en
þar eru þjónar í staðinn. Það borgar
sig ekki að hafa vélar, vinnuaflið
kostar ekkert. Það þykir gott að
hafa $ 20 á mánuði.
Hjá þeim Þórði lagði ráðskonan á
borð hvítan dúk og vandað leirtau
en heima sátu fimm ung börn sem
aldrei fengu fylli sína. Samt borgaði
Þórir henni vel yfir meðallaun, en
það má víst ekki heldur borga of
mikið, þá fer allt kerfið úr skorðum.
Þær fóru í göngu um borgina og
komu í hverfi þar sem fótalausir
beiningamenn báðu sér ölmusu og
HLYNUR