Skírnir - 01.10.2009, Blaðsíða 63
SKÍRNIR
OG GÁ ÞAR AÐ ORÐI ...
317
Maður brosir kannski með sjálfum sér við tilhugsun um slíkar
aðstæður en veltir í sömu mund vöngum yfir hvort Þorsteini hafi
tekist að slá á klisjuna; hvort nú skipti t.d. máli að Sigfús er dáinn
eða hvort menningarlegar og pólitískar forsendur, sem héldu í
henni lífi, séu ekki lengur fyrir hendi. Og þá leitar á að kannski
mætti fylgja verki Þorsteins eftir með því að kanna sérstaklega til-
finningar í ljóðum Sigfúsar. Leggja mætti áherslu á stílgreiningu
— af því að hún er ekki meginatriði í Ljóbhúsum. En það þyrfti þá
að vera stílgreining í víðari merkingu en hún hefur oft verið tíðk-
uð, þ.e. greining sem setti samtal skáldsins og lesandans í öndvegi
— af því að Sigfús velur svo oft að nýta sjálfsögðustu einkenni
talaðs máls þegar hann ræðir við lesendur.
Spyrja mætti spurninga eins og: Hvaða áhrif hefur það á til-
finningar lesenda að aukafallsliðnum „Talandi þögn“12 — með
andstæðum sínum, og áherslum í ljóðlínunni sem valda því að
þögnin orkar sem högg — er skipað fremst í setningu við upphaf
XVII ljóðs Ljóða 1947-1951? Hverju skiptir það tilfinninguna
sem skáldið miðlar og hverju tilfinningagreind lesenda hvort ljóð-
mælandi talar í 1. p. et. og segir „ég“, t.d. „Eg bið ekki um sálarró
[—]“13, eða notar aukafallsfrumlag14 í ft. með hátíðlegu eignarfor-
nafni, t.d. „Svo mörgum brœðra vorra [...]“15
Ekki væri heldur úr vegi að liggja yfir andstæðum, hliðstæðum
og endurtekningum sem ég tek undir með Þorsteini (217 t.d) að
einkenna ljóð Sigfúsar í ríkum mæli. Þá mætti meðal annars
athuga hvernig það orkar ef lesendur þykjast sjá vísanir mitt í end-
urtekningunum, vísanir sem valda því að upp rísa andstæður:
Hvaða ey hefur risið úr hafi?
Hvaða eyjar hafa risið úr hafi?
Sæbrattar eyjar
[-]16
12 Sigfús Daðason, Ljóð 1947-1951, Reykjavík 1951: Heimskringla, bls. 36.
13 Sigfús Daðason, Ljóð 1947-1951, bls. 14, (leturbr. mín).
14 Vegna stöðu orðanna í ljóðlínunni kýs ég að tala um aukafallsfrumlag en greina
mætti á annan veg.
15 Sigfús Daðason, „Að komast burt“, Fá ein Ijóð, Reykjavík 1977: Helgafell, bls.
13 (leturbr. mín).
16 Sigfús Daðason, Hendur og orð, Reykjavík 1959: Heimskringla, bls. 48.