Skírnir - 01.10.2009, Blaðsíða 155
SKÍRNIR
FRÁ KVENNAMÁLI TIL EILÍFÐARMÁLS
409
heimilinu, verið meðhöndluð af karlmönnum sem leikfang frekar
en manneskja. Á þessum tíma var gjarnan komið fram við borg-
aralegar stúlkur og konur eins og leikföng frekar en jafningja bræðra
sinna og eiginmanna. Þremur áratugum eftir heimsfrumsýningu
verksins lýsti danskur kvenréttindamaður ástandinu svo í umfjöll-
un sinni um Brúbuheimili:
Áður var konan, þrátt fyrir allar opinberar tilbeiðsluhátíðir, ekki álitin
jafningi mannsins, ambáttarbragurinn loddi við hana; í raun var hún aðeins
til karlsins vegna, og því var ógift kona nánast ónýt eða ónýtt afgangsvera
sem hafði engu raunverulegu hlutverki að gegna í samfélaginu. Af þessum
sökum þráðu konur að sjálfsögðu mest af öllu að gifta sig; og því mótuðu
þær sig, meðvitað eða ómeðvitað, eftir smekk karlmanna. Maðurinn
óskaði sér veikburða, hræðslugjarnrar konu sem væri fáfróð um umheim-
inn, samfélagið, vegna þess að honum fannst skjallandi að vera sá sterki,
hugaði og reyndi; þannig varð konan (eða lét eins og hún yrði) veikburða,
hræðslugjörn og fávís um samfélagið, á meðan hún innan dyra heimilisins
var þolinmóð, fróm og tillitssöm gagnvart eiginmanni sínum, eða
viðkvæm, glettin og fallega bernsk gagnvart ástmanni sínum [...].92
Stúlkur borgarastéttarinnar voru ekki aldar upp fyrir háskólanám
eða vinnumarkaðinn heldur veisluhöld: „dansleikirnir eru einmitt
eina sviðið þar sem að aumingja dömurnar hafa einhverju þýð-
ingu“.93 Þær léku á píanó, kunnu frönsku, lásu fagurbókmenntir,
saumuðu út og létu sér leiðast, „án raunverulegrar þekkingar eða
dýpri áhugamála, verkefnalaust líf, uppfullt af innantómri gleði.“94
Þær þurftu ekki að vinna, eiginmennirnir áttu að sjá fyrir þeim,
vernda þær, leiðbeina þeim og tilbiðja; „riddaramennskan setti
konuna upp á stall og tilbað hana líkt og væri hún æðri vera.
Engum datt þó í hug að hún ætti að hafa sömu borgaralegu réttindi
og maðurinn."95 Konurnar voru tómstundagaman til að dreifa
92 Thormod Jorgensen, „Svar til Herr L. Chr. Poulsen", Kvindevalgret 4/1909, s.
5.
93 Camilla Collett, „Strikketoisbetragtninger" (1873), Samlede Verker, 2. bindi, s.
299.
94 Camilla Collett, „Amtmandens dotre", s. 334.
95 Mathilde Schjott, Venindernes Samtale om Kvindens Underkuelse,
Kaupmannahöfn: Gyldendal 1871, s. 37-38.