Skírnir - 01.10.2009, Blaðsíða 274
528
HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON
SKÍRNIR
og þannig náð að endurvarpa hluta af hrokanum sem á honum
dynur í formi nærgöngular heimtufrekju um umbúðalausa upp-
lýsingu. Hann verður að vera svalur og virka kærulaus þegar að
honum er veist, jafnvel þótt hann eigi það á hættu að vera ásakaður
um bernsku og kjánaskap. Sá sem les beint í yfirlýsingar lista-
manna gerir sig sekan um skilningsleysi og doða gagnvart mann-
legum tjáskiptum, því sá sem spyr nærgöngulla spurninga er ekki
alltaf saklaus af því að vilja koma höggi á viðmælanda sinn. Mann-
leg samskipti eru ekki uppmálað græskuleysi. Það sannast best á
fréttamönnum ljósvakamiðlanna sem sumir hverjir eru snillingar í
að koma mönnum úr jafnvægi með spurningafléttum sínum. Það
er því vert að skoða hugmynd Ragnars Kjartanssonar að mara-
þonmáluninni í Feneyjum þar sem hugmynd hans var sú að mála
minnst eina mynd á dag af Páli Björnssyni á sundskýlu einni fata.
Sebastían Antonellos
Fyrirsætan lepur bjór í löngum bunum og reykir eins og hann
hefur lungu til, þar sem hann stendur hálfnakinn við brunn í
rökkvuðu sýningarýminu í höllinni Michiel dal Brusá, þjóðarskál-
anum okkar sem snýr út að Canal Grande, eða Stórasíki sem er
aðallífæð Feneyja. Takmark listamannnsins er að mála 180 mál-
verk af Páli í hinum ýmsu stellingum áður en Tvíæringurinn er úti,
22. nóvember á þessu ári. Ragnar Kjartansson hefur látið að því
liggja að The End, eða Endirinn, en svo heitir sýningin í íslands-
skálanum, megi skoða sem grafskrift karlmennskunnar og þeirra
gilda sem karlmaðurinn stendur fyrir. Hetjuskapinn má nú sjóða
niður í hómóerótískt dútl meðan beðið er eftir Godot.
Það þarf ekki að leita langt að fyrirmyndinni því að Daubinn í
Feneyjum, hin þekkta nóvella Nóbelshöfundarins þýska, Thomasar
Mann (1875-1955), sem út kom 1912, fjallar um Gustav von Asch-
enbach, mikilsmetinn rithöfund og ekkil á sextugsaldri, sem finn-
ur endanlega fegurðina í Tadzio, pólskum unglingi á ströndinni á
Lido, en lætur síðan lífið í kólerufaraldri sem herjar á Feneyjar. í
kvikmynd sinni, byggðri á sögu- Manns, lét ítalski leikstjórinn
Luchino Visconti, von Aschenbach vera tónskáld en ekki rithöf-