Skírnir - 01.10.2009, Blaðsíða 73
SKÍRNIR
OG GÁ ÞAR AÐ ORÐI ...
327
og til orðin „af þörf“ (249) — sem vekur að sínu leyti strákslega
spurningu um hvort mannfyrirlitning sé ,alvörulaus‘ eða bara ,allt
í plati‘ en það er önnur saga.
Mestu skiptir að Þorsteinn mælir gegn áhuga sem hann virðist
þó sjálfur deila. Hann vísar í ummæli Svarthöfða um þriðja
bjartsýnisljóðið og segir:
„Alveg vœri óborganlegt að vita um hverja hann er að yrkja,“ skrifar
Svarthöfði í tilefni af útkomu Fárra einna Ijóða, og virðist helst ætla að
þarna séu á ferðinni krassandi svívirðingar um einhverja tiltekna samlanda
skáldsins. En svarið við spurningunni hlýtur að vera, að mínum dómi:
Sigfús er þarna að yrkja um hlutskipti margra manna, og þar á meðal sjálfs
sín að einhverju leyti. Kvæðið er vitaskuld almenns eðlis, en í því er
ástríðuhiti, háð og heift sem virðist persónulegri en svo að verið sé að yrkja
um aðstæður sem skáldið sjálft eigi enga hlutdeild í. (256, leturbr. mín)
Ef marka má Ljóðhús hefur spurningin, sem Svarthöfði ber upp,
oftar en einu sinni brunnið á Þorsteini Þorsteinssyni. Ahugi hans
á kveikju eða tilurð ljóða og sú tilhneiging hans að tengja líf
skáldsins ljóðunum, kemur kannski ótvíræðast fram í greiningu
hans á ljóðinu „Myndsálum". Það útleggur hann meðal annars
sem „lykilljóð um tiltekna menn og ákveðna atburði í lífi Sigfús-
ar“ (354, leturbr. mín); telur atburðina vera frá því skeiði er Sigfúsi
var bolað burt frá Máli og menningu, en mennina m.a. Magnús
Kjartansson, Þröst Ólafsson og Þorleif Einarsson. Ég hef alltaf
verið ósammála þessari greiningu Þorsteins. Ástæðurnar eru eink-
um tvær; ég þykist vita að Sigfús hafi almennt verið lítt hrifinn af
lykilbókmenntum og mér finnst lykillestur þrengja „Myndsálir“
meðan nær væri að huga að margræðni ljóðsins, t.d. með hliðsjón
af leiðslueinkennum þess. En við bætist að Sigfús sagði sumum
vina sinna að skipti hans við Magnús Kjartansson væru kveikja að
ljóði í bókum hans — og það er ekki „Myndsálir“ heldur „Til
ofjarls míns, stælt úr spænsku“.34 Það ljóð hafa flestir sem ég
þekki túlkað sem ljóð til konu.
I skrifum Þorsteins um bjartsýnisljóðin veldur áhugi hans á lífi
skáldsins því að textinn fær ævisöguslagsíðu. Þorsteinn nýtir
34 Sigfús Daðason, Fá ein Ijóð, bls. 15.