Skírnir - 01.10.2009, Blaðsíða 68
322
BERGLJÓT KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
innar sem mismunandi „frávik frá venjulegri orðræðu“ (221) — en
getur jafnframt um gagnrýni á frávikshugmyndina — og tekur
fram að Sigfús leggi sýnilega „meiri stund á endurtekningar, hlið-
stæður og skemu ... — sem ráða gjarna miklu um hrynjandi og
heildarbyggingu ljóða hans — en á myndhverfingar [...]“ (221).
Skömmu seinna spyr Þorsteinn hvaða hlutverki þessi stílbrögð
gegni í ljóðum Sigfúsar og segir þá: „Bersýnilega því að auka á
innri spennu ljóðs, magna styrk hugsunar þess og geðhrifa" (222)
og nefnir dansinn í ljóðunum og tilfinninguna sem þau miðla til
marks um hvað hafi horfið í skuggann af áherslunni á að Sigfús
væri vitsmunaskáld.
Nýlega hafa verið leidd rök að því að eina sameinkenni ljóða,
frá upphafi til vorra daga, sé endurtekningin í öllum sínum fjöl-
breytileik.25 Maður gæti því, bara með smá grallaraskap, haldið því
fram að í hópi nútímaskálda væri Sigfús einna lýrískastur. En hitt
skiptir auðvitað meiru að hafi Ijóðlistin komið fyrr við sögu
mannsins en prósinn — en það telja sumir enn líklegt26 — eiga
hversdagslegustu einkenni talaðs máls, endurtekningarnar í hrynj-
andi og hljómi, í hugsun, orðum, setningagerð og þar fram eftir
götunum, sér rætur í ljóðlist. Og Sigfús, hann sem vildi ekki aðeins
tala af einlægni, heldur vera í einlægri samrœbu. við aðra, er ekki
rökrétt að hann hafi kosið að láta hversdagseinkennin leika sér á
tungu í sömu mund og hann gætti þess að mál sitt yrði ekki flatt:
Eg hef komið á fund yðar og þér komuð á minn fund
jafnvel þér sem höfðuð sopið dreggjarnar
já einkanlega þér
töluðuð við mig mér til hugarléttis
og kannski var yður líka nokkur léttir að því
en þó á ég mest að þakka.27?
25 Anna Christina Ribeiro, „Intending to Repeat: A Definition of Poetry", The
Journal of Aesthetics and Art Criticism 65: 2, 2007, bls. 189-201.
26 Sjá t.d. Per Aage Brandt, „Music and how we became human—a view from
cognitive semiotics: Exploring imaginative hypotheses", Communicative
Musicality: Exploring the Basis of Human Companionship, ritstj. Stephen
Malloch og Colwyn Trevarthen, New York 2009: Oxford University Press,
bls. 31-44.
27 Sigfús Daðason, Ljóð 1947-1951, bls. 43.