Skírnir - 01.10.2009, Blaðsíða 216
470
STEINAR BRAGI
SKÍRNIR
mikil, hann talaði hægt eins og hann væri ennþá að læra á þetta
volduga vopn — stundum minnti það mig á eldvörpu — og stund-
um var eins og hann mældi út úr sér hvert einasta orð. Með tím-
anum fannst mér eins og hann færi að tala svolítið hraðar, kannski
af því hann varð minna feiminn við mig. Eg hafði aldrei áður hitt
manneskju sem var feimnari en ég sjálf.
Fyrst töluðum við um þetta venjulega, veðrið til dæmis. Hann
sagðist vera hrifinn af rigningu og ég tók undir það.
„Svalandi rigningin," sagði hann.
„Allt verður svo þögult og einfalt,“ sagði ég.
Daginn eftir þegar sólin skein spurði ég hvort honum væri ekki
heitt í sólinni, allur svartklæddur — og í miðri hitabylgjunni, en
mér sýndist eins og hann fyndi ekki fyrir því. Andlitið var laust
við allan gljáa, hvítt og þurrt, og mér fannst eins og hann gæti allt
eins setið inni í ísskáp. Ég sá hann aldrei svitna. Hann sagði að sér
fyndist gott að vera heitt, saup á heitu, svörtu kaffinu sínu, og þá
varð ég að fara burt til að afgreiða annan kúnna.
Nokkrum dögum síðar missti ég út úr mér að ég væri stundum
að punkta hjá mér eða skrifa sögur. Ég hafði engum sagt þetta
áður. Hann sagðist öfunda mig af að geta þetta, sjálfur gæti hann
ekkert skrifað. Svo spurði hann mig hvað ég skrifaði um.
„Ég veit það ekki,“ sagði ég. „Mig langar að skrifa eitthvað sem
er satt. Og er bæði ljótt og fallegt, eins og lífið. Og getur kannski
hjálpað fólki.“ Hann byrjaði að kalla mig rithöfund en ég bannaði
honum það, sagði að ég gæti ekki orðið rithöfundur fyrr en ég
hefði að minnsta kosti klárað eina sögu og ég hefði aldrei á ævinni
klárað eina einustu og þannig var það: ég var ágæt í að búa til byrj-
anir á sögum, eitthvað sem mér sjálfri að minnsta kosti þótti veru-
lega spennandi, en svo vissi ég aldrei hvað kæmi næst. Ég sagði
honum þetta, að ég kynni ekki að skrifa enda, og hann tók undir
að þetta væri vandamál.
„Hefurðu skrifað ..." byrjaði hann, en svo var eins og hann
reyndi að muna hvað ætti að koma næst. „Éjóð ...?“ sagði hann
svo loksins.
„Hef ég skrifað ljóð?“ sagði ég. Hann kinkaði kolli. „Af hverju
spyrðu að því?“