Skírnir - 01.10.2009, Blaðsíða 138
392
DAVÍÐ KRISTINSSON
SKÍRNIR
jafnréttis kynjanna þykir ekki lengur viðeigandi hefur karlmiðuð bók-
menntarýni reynt að farða þennan róttæka femínista í eigin mynd.31
Rogers nefnir ýmis dæmi um leiklistargagnrýnendur sem hafi á
undanförnum áratugum reynt að „skýra burt“ femínisma Brúbu-
heimilis. Þannig kannaðist Eric Bentley árið 1954 við það að leik-
verkið fjalli um „stöðu konunnar í heimi mannsins“ en áleit megin-
viðfang þess þó vera „harðstjórn manneskju í garð annarrar mann-
eskju; að þessu leyti hefði leikritið verið jafn gilt ef Torvald hefði
verið eiginkonan og Nóra eiginmaðurinn.“32 Nokkrum árum
síðar gagnrýnir Robert M. Adams „þvaður á borð við þá hug-
mynd að Afturgöngur [Ibsens] sé leikrit um kynsjúkdóm eða
Brúðuheimili leikrit um kvenréttindi. Lér konungur væri þá leik-
rit um húsnæðisvanda eldra fólks og Hamlet umræða um tilvist
vofa. [...] Brúðuheimili lýsir konu sem er innblásin af þeirri hug-
mynd að hún eigi að verða persóna, en leikritið krefst þess ekki
skilyrðislaust að konur eigi að verða fólk; í raun hefur viðfangs-
efnið ekkert með kynin að gera.“33 Um miðbik 7. áratugarins full-
yrti Robert Brustein að Ibsen hafi verið „algjörlega áhugalaus um
[kvennaspurninguna] nema sem líkingu um frelsi einstaklings-
ins.“34 Og árið 1971 fylgdi síðan ævisöguritari og þýðandi Ibsens,
Michael Meyer, í kjölfar Adams:
Brúðuheimili fjallar ekki um kvenréttindi frekar en Ríkarður annar eftir
Shakespeare um guðdómleg réttindi konunga, eða Afturgöngur um sára-
sótt, eða Þjóðníðingur um lýðheilsu. Viðfangsefni Brúðuheimilis er þörf
sérhvers einstaklings til að komast að því hvers konar persóna hann eða
hún sé í raun, og að kappkosta að verða sú persóna.35
Árið 1989 tíndi annar femínískur bókmenntafræðingur, Joan
Templeton, núverandi formaður Bandaríska Ibsen-félagsins, til
31 Katharine M. Rogers, „A Woman Appreciates Ibsen“, The Centennial Review
1/1974, s. 91-108, hér s. 107-8; endurpr. í Hayley R. Mitchell (ritstj.), Readings
on A DolTs House, San Diego: Greenhaven Press 1999.
32 Eric Bentley, In Search ofTheater, New York: Dobson 1954, s. 99.
33 R.M. Adams, „Henrik Ibsen. The Fifty-First Anniversary", The Hudson
Review 3/1957, s. 415-23, hér s. 416.
34 Robert Brustein, The Theatre of Revolt, New York: Little Brown 1964, s. 105.
35 Michael Meyer, Ibsen. A Biography, New York: Doubleday 1971, s. 457.