Fréttablaðið - 01.02.2017, Side 1

Fréttablaðið - 01.02.2017, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 7 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Fréttablaðið í dag sKOðun Ellen Calmon skrifar um stimpla og mannréttindi. 12 spOrt Viðar Örn Kjartans- son er búinn að skora tíu mörk í Ísrael. 16 lÍfið Sagan á bak við lagið hennar Svölu Björgvins. 52 MarK- aður Konum í stjórnun fjölgar ekki. plús 2 sérblöð l fólK l  MarKað- urinn *Samkvæmt prentmiðla- könnun Gallup apríl-júní 2015 frÍtt VAXTARÆKT FYRIR LENGRA KOMNA VERTU MEISTARI OG MASSAÐU SPARNAÐINN heilbrigðisMál Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að gripið verði til opinberra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi. Niðurstöður úr gagnabanka embættisins sýna að smituðum hefur fjölgað jafnt og þétt á undan- förnum árum – einkum á það við um sárasótt og lekanda. Þórólfur hefur lagt til að sam- vinna velferðarráðuneytisins og sóttvarnalæknis við heilbrigðiskerf- ið, skólakerfið og ýmis grasrótar- samtök, eins og HIV-Ísland og Sam- tökin 78, verði aukin í þessu skyni. Eins að skipaður verði starfshópur til að gera tillögur um aðgerðir. Þórólfur segir margt koma til greina sem viðbrögð við stöðunni, og þau verði að beinast að þeim hópum þar sem aukningin kemur helst fram – hjá samkynhneigðum karlmönnum. „Það er ákveðin fræðsla sem þarf líka að fara af stað fyrir ungmenni. Hún er í gangi í skólum landsins, en það þarf að skerpa á því starfi. Þetta er þróun sem við sjáum í nálægum löndum, sem er nákvæmlega eins og hér,“ segir Þórólfur og bætir við að það sé greinilegt að kynslóðirnar sem ekki muna óttann vegna HIV- faraldursins hegði sér samkvæmt því. Eins þurfi að tryggja hreinar Stjórnvöld verða að grípa inn í Útbreiðsla kynsjúkdóma á Íslandi undanfarin ár krefst aðkomu stjórnvalda, að mati sóttvarnalæknis. Hann vill aukna samvinnu heilbrigðisyfirvalda, skólakerfis, HIV-Íslands og Samtakanna 78 í málaflokknum. Gylfi Þór Sigurðsson átti góðan leik með Swansea í gær. Skoraði hann sigurmarkið í 2-1 sigri liðsins gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Swansea heldur því sautjánda sætinu og er tveimur stigum frá fallsæti. Gylfi er búinn að skora sjö mörk á tímabilinu. Þá hefur hann einnig lagt upp sjö mörk og því komið við sögu í helmingi marka Swansea. Nordicphotos/Getty hvers vegna greindust tvö þúsund manns með klamydíu í fyrra? Meira á síðu 8 nálar fyrir sprautufíkla og fjölga hraðgreiningarprófum og endur- skipuleggja hvernig hægt er að nálgast fólk sem er smitað. Það sé athyglisvert að einstakling- ar eru að greinast með alnæmi, sem er lokastig HIV-sjúkdómsins. „Það bendir til þess að margir einstakl- ingar geti verið lengi með sýkingu af völdum HIV án þess að hennar verði vart og er það áhyggjuefni. Við verðum að bregðast við þessu,“ segir Þórólfur en bætir við að allt kosti þetta peninga, mannafla og mikla vinnu. „Ég er að kalla eftir því að það verði farið ofan í alla þætti málsins.“ svavar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.