Fréttablaðið - 01.02.2017, Side 2

Fréttablaðið - 01.02.2017, Side 2
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands veitt í gær Sölvi Rögnvaldsson, BS-nemi í hagnýttri stærðfræði við Háskóla Íslands, hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefnið Áhættureiknir við meðhöndlun sjúklinga með mergæxli. Við þróun hans var notað umfangsmikið gagnasafn sem er einstakt á heimsvísu. Fréttablaðið/Vilhelm Veður Austlæg átt, 5-13 sunnanlands og skúrir eða él með hita 0 til 5 stig. Hægari breytileg átt, þurrt og vægt frost fyrir norðan. sjá síðu 20 Gríptu lyfin á leiðinni heim Apótek Garðarbæjar í alfaraleið Litlatún 3, Garðarbæ | Sími 577 5010 Því miður hefur Ferðaþjónustan Reykjanesi ehf. haft með höndum framkvæmdir og jarðrask á svæðinu sem hvorki hefur verið leyfi fyrir eða samþykki landeigenda. Úr bréfi eiganda Reykjarfjarðar. 200 milljónir króna er upphæðin sem gervi greindin Libratus vann í Texas Hold’em póker á móti í Pittsburgh. ferðaþjónusta Jón Heiðar Guð­ jónsson, eigandi Hótels Reykja­ ness í Ísafjarðardjúpi, segist standa frammi fyrir því að geta fyrirvara­ laust misst neysluvatn vegna afstöðu eiganda jarðarinnar Reykjar fjarðar. Þetta kemur fram í bréfi þar sem Jón Heiðar leitar ásjár Súðavíkurhrepps og Ísafjarðarbæjar. „Vegna þessa máls lítum við svo á að okkar rekstur sé uppnámi og geti fyrirvaralaust stöðvast. Stór hluti bókana fyrir sumarið 2017 hefur þegar átt sér stað og því óhugsandi að lenda í rekstrarstöðvun,“ segir í bréfi Jóns Heiðars til sveitarfélag­ anna tveggja. Jón Heiðar segist í samtali við Fréttablaðið ekki vilja tjá sig um málið og ekki hefur náðst tal af Salvari Hákonarsyni, eiganda Reykjarfjarðar. Hins vegar má lesa að nokkru leyti um málavexti í fyrrnefndu bréfi Jóns Heiðars og tveimur bréfum Salvars til Ferða­ þjónustunnar Reykjanesi. Salvar segir í bréfi frá því í síðasta mánuði að bann sem hann hafi sett í maí 2015 við framkvæmdum á vatns­ verndarsvæðinu hafi ekki verið virt. Hann hafi því ákveðið að öllum utanaðkomandi aðilum séu óheimil vatnsafnot í landi Reykjarfjarðar og taki sú ákvörðun strax gildi. „Því miður hefur Ferðaþjónustan Reykjanesi ehf. haft með höndum framkvæmdir og jarðrask á svæðinu sem hvorki hefur verið leyfi fyrir eða samþykki landeigenda,“ segir í bréfi Salvars sem kveður Ferðaþjónust­ una þannig vera að nýta landgæði annarra og um leið að valda „óbæt­ anlegu tjóni á viðkvæmu svæði“. Í erindi Jóns Heiðars til sveitar­ félaganna tveggja segir hins vegar að Hótelrekstur í uppnám ef bóndi lokar á vatnið Eigandi Hótels Reykjaness í Ísafjarðardjúpi segir reksturinn í uppnámi vegna ákvörðunar eiganda jarðarinnar Reykjarfjarðar um að neita honum um neyslu- vatn. Hóteleigandinn biður Súðavíkurhrepp og Ísafjarðarbæ að skerast í leikinn. Hótel Reykjanes, sem tekur 120 gesti, er í Súðavíkurhreppi en stendur á landi í eigu Ísafjarðarbæjar. Jarðhiti er á staðnum en neysluvatn kemur úr landi Reykjarfjarðar. FRéttablaðið/PJetuR engar framkvæmdir hafi verið við vatnsbólið á svæðinu frá árunum 2003 og 2004 fyrir utan þrif á vatns­ tanki. Jón Heiðar segir að þegar Reykja­ nesskóli hafi verið í byggingunni sem nú hýsir hótelið hafi ríkið kostað vatnslögnina, sennilega á áttunda áratug síðustu aldar. Þegar eignin hafi verið keypt af ríkinu árið 2002 hafi verið sagt frá samkomu­ lagi við föður Salvars, þáverandi bónda í Reykjarfirði, um gjaldfrjáls afnot af neysluvatninu gegn því að heimilisfólkið í Reykjarfirði fengi endurgjaldslaus afnot af heitum böðum og sundlaug í Reykjanesi. gar@frettabladid.is öryggismál Bæjarráð Garðabæjar tekur jákvætt í erindi frá íbúum á Álftanesi um uppsetningu öryggis­ myndavéla við aðkomuleiðir í bæinn og eftir atvikum á fleiri stöðum. Gunnari Einarssyni bæjarstjóra var á fundi bæjarráðsins falið að ræða málið við lögregluyfirvöld og embætti forseta Íslands. Kanna á möguleika á uppsetningu mynda­ vélanna og bæjarstjórinn á síðan að taka saman minnisblað um málið. – gar Garðabær vill auka öryggi bessastaðir á Álftanesi. FRéttablaðið/VilHelm tækni Gervigreindin Libratus vann sigur á fjórum atvinnumönnum í Texas Hold'em póker á móti í Pitts­ burgh sem lauk í vikunni. Samtals nemur upphæðin sem Libratus vann sér inn rúmlega tvö hundruð milljónum króna. Libratus er  verk prófessorsins Tuomas Sandholm og doktors­ nemans Noams Brown frá Carnegie Mellon­háskóla í Bandaríkjunum. Gervigreindin er hins vegar ekki bara hönnuð fyrir póker heldur til þess að vinna úr ófullkomnum upp­ lýsingum. Þannig greinir Digital Trends frá því að hún gæti nýst við viðskipti, uppboð og margt fleira. Þar sem Libratus þarf ekki að sofa hafði hún ákveðið forskot á atvinnu­ mennina sem hún atti kappi við. Á meðan þeir sváfu reiknaði Libratus út framhaldið og byggði á atburðum dagsins. – þea Gervigreind vinnur þá bestu í póker Póker er yfirleitt spilaður af fólki, ekki tölvum. FRéttablaðið/eRniR 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 m i ð V i k u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.