Fréttablaðið - 01.02.2017, Page 2
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands veitt í gær
Sölvi Rögnvaldsson, BS-nemi í hagnýttri stærðfræði við Háskóla Íslands, hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefnið Áhættureiknir
við meðhöndlun sjúklinga með mergæxli. Við þróun hans var notað umfangsmikið gagnasafn sem er einstakt á heimsvísu. Fréttablaðið/Vilhelm
Veður
Austlæg átt, 5-13 sunnanlands og
skúrir eða él með hita 0 til 5 stig. Hægari
breytileg átt, þurrt og vægt frost fyrir
norðan. sjá síðu 20
Gríptu lyfin á leiðinni heim
Apótek Garðarbæjar í alfaraleið
Litlatún 3, Garðarbæ | Sími 577 5010
Því miður hefur
Ferðaþjónustan
Reykjanesi ehf. haft með
höndum framkvæmdir og
jarðrask á svæðinu sem
hvorki hefur verið leyfi fyrir
eða samþykki landeigenda.
Úr bréfi eiganda Reykjarfjarðar.
200
milljónir króna er
upphæðin sem gervi greindin
Libratus vann í Texas
Hold’em póker
á móti í Pittsburgh.
ferðaþjónusta Jón Heiðar Guð
jónsson, eigandi Hótels Reykja
ness í Ísafjarðardjúpi, segist standa
frammi fyrir því að geta fyrirvara
laust misst neysluvatn vegna afstöðu
eiganda jarðarinnar Reykjar fjarðar.
Þetta kemur fram í bréfi þar sem Jón
Heiðar leitar ásjár Súðavíkurhrepps
og Ísafjarðarbæjar.
„Vegna þessa máls lítum við svo á
að okkar rekstur sé uppnámi og geti
fyrirvaralaust stöðvast. Stór hluti
bókana fyrir sumarið 2017 hefur
þegar átt sér stað og því óhugsandi
að lenda í rekstrarstöðvun,“ segir í
bréfi Jóns Heiðars til sveitarfélag
anna tveggja.
Jón Heiðar segist í samtali við
Fréttablaðið ekki vilja tjá sig um
málið og ekki hefur náðst tal af
Salvari Hákonarsyni, eiganda
Reykjarfjarðar. Hins vegar má lesa
að nokkru leyti um málavexti í
fyrrnefndu bréfi Jóns Heiðars og
tveimur bréfum Salvars til Ferða
þjónustunnar Reykjanesi.
Salvar segir í bréfi frá því í síðasta
mánuði að bann sem hann hafi sett í
maí 2015 við framkvæmdum á vatns
verndarsvæðinu hafi ekki verið virt.
Hann hafi því ákveðið að öllum
utanaðkomandi aðilum séu óheimil
vatnsafnot í landi Reykjarfjarðar og
taki sú ákvörðun strax gildi.
„Því miður hefur Ferðaþjónustan
Reykjanesi ehf. haft með höndum
framkvæmdir og jarðrask á svæðinu
sem hvorki hefur verið leyfi fyrir eða
samþykki landeigenda,“ segir í bréfi
Salvars sem kveður Ferðaþjónust
una þannig vera að nýta landgæði
annarra og um leið að valda „óbæt
anlegu tjóni á viðkvæmu svæði“.
Í erindi Jóns Heiðars til sveitar
félaganna tveggja segir hins vegar að
Hótelrekstur í uppnám
ef bóndi lokar á vatnið
Eigandi Hótels Reykjaness í Ísafjarðardjúpi segir reksturinn í uppnámi vegna
ákvörðunar eiganda jarðarinnar Reykjarfjarðar um að neita honum um neyslu-
vatn. Hóteleigandinn biður Súðavíkurhrepp og Ísafjarðarbæ að skerast í leikinn.
Hótel Reykjanes, sem tekur 120 gesti, er í Súðavíkurhreppi en stendur á landi í eigu
Ísafjarðarbæjar. Jarðhiti er á staðnum en neysluvatn kemur úr landi Reykjarfjarðar.
FRéttablaðið/PJetuR
engar framkvæmdir hafi verið við
vatnsbólið á svæðinu frá árunum
2003 og 2004 fyrir utan þrif á vatns
tanki.
Jón Heiðar segir að þegar Reykja
nesskóli hafi verið í byggingunni
sem nú hýsir hótelið hafi ríkið
kostað vatnslögnina, sennilega á
áttunda áratug síðustu aldar. Þegar
eignin hafi verið keypt af ríkinu árið
2002 hafi verið sagt frá samkomu
lagi við föður Salvars, þáverandi
bónda í Reykjarfirði, um gjaldfrjáls
afnot af neysluvatninu gegn því að
heimilisfólkið í Reykjarfirði fengi
endurgjaldslaus afnot af heitum
böðum og sundlaug í Reykjanesi.
gar@frettabladid.is
öryggismál Bæjarráð Garðabæjar
tekur jákvætt í erindi frá íbúum á
Álftanesi um uppsetningu öryggis
myndavéla við aðkomuleiðir í
bæinn og eftir atvikum á fleiri
stöðum.
Gunnari Einarssyni bæjarstjóra
var á fundi bæjarráðsins falið að
ræða málið við lögregluyfirvöld og
embætti forseta Íslands. Kanna á
möguleika á uppsetningu mynda
vélanna og bæjarstjórinn á síðan að
taka saman minnisblað um málið.
– gar
Garðabær vill
auka öryggi
bessastaðir á Álftanesi.
FRéttablaðið/VilHelm
tækni Gervigreindin Libratus vann
sigur á fjórum atvinnumönnum í
Texas Hold'em póker á móti í Pitts
burgh sem lauk í vikunni. Samtals
nemur upphæðin sem Libratus
vann sér inn rúmlega tvö hundruð
milljónum króna.
Libratus er verk prófessorsins
Tuomas Sandholm og doktors
nemans Noams Brown frá Carnegie
Mellonháskóla í Bandaríkjunum.
Gervigreindin er hins vegar ekki
bara hönnuð fyrir póker heldur til
þess að vinna úr ófullkomnum upp
lýsingum. Þannig greinir Digital
Trends frá því að hún gæti nýst við
viðskipti, uppboð og margt fleira.
Þar sem Libratus þarf ekki að sofa
hafði hún ákveðið forskot á atvinnu
mennina sem hún atti kappi við. Á
meðan þeir sváfu reiknaði Libratus
út framhaldið og byggði á atburðum
dagsins. – þea
Gervigreind
vinnur þá
bestu í póker
Póker er yfirleitt spilaður af fólki, ekki
tölvum. FRéttablaðið/eRniR
1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 m i ð V i k u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð