Fréttablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 4
PANDA VERÐ FRÁ 1.999.000 KR. PANDA 4X4 CROSS VERÐ FRÁ 2.990.000 KR. PANDA 4x4 VERÐ FRÁ 2.890.000 KR. ÍTALARNIR ERU MÆTTIR TIL LEIKS. PANDA MEÐ EÐA ÁN FJÓRHJÓLDRIFS! KOMDU OG REYNSLUAKTU NÝJUM FIAT. VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR, RJÚKANDI HEITT KAFFI Á KÖNNUNNI ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI ÞVERHOLT 6 · 270 MOSFELLSBÆR · SÍMI: 534 4433 · WWW.ISBAND.IS Vinnumarkaður Bændur fá til sín hundruð sjálfboðaliða á hverju ári frá útlöndum sem ganga í hin ýmsu verk fyrir bændur. Alþýðusam- bandið hefur skorið upp herör gegn sjálfboðavinnu í landbúnaði í sam- einingu með Starfsgreinasamband- inu og Samtökum atvinnulífsins. Að mati ASÍ er um klárt lögbrot að ræða. Formaður Bændasamtakanna tekur í sama streng. Á síðunni Workaway má nú finna um 180 auglýsingar þar sem Íslend- ingar óska eftir sjálfboðaliðum til vinnu. Langflestar auglýsingar koma úr landbúnaði þar sem hjálpa á til við bústörf, kaffihús í ferðaþjónustu, sauðburð og allt mögulegt sem snýr að störfum í landbúnaði. Á annarri vefsíðu, Helpx, eru 76 auglýsingar frá Íslandi. Þar er óskað eftir sjálfboðaliðum við ísfram- leiðslu í Holtseli í Eyjafirði, sem er ísframleiðsla í samkeppnisrekstri. „Bændur eru að okkar mati stór- tækir í því að fá til sín sjálfboðaliða að utan,“ segir Dröfn Haraldsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ. „En um störf í landbúnaði gilda kjarasamningar og því í trássi við lög og kjarasamn- inga að ráða ólaunað vinnuafl í þessi störf.“ Fréttablaðið hefur áður greint frá starfsemi Umhverfisstofnunar og umfangi sjálfboðaliða í þeirra starf- semi en þeir sinna rúmlega 1.700 vinnudögum fyrir stofnunina. Dröfn segir mikilvægt að bændur hætti þessum undirboðum því að um lögbrot sé að ræð. „Við höfum með ýmsum leiðum reynt að sporna við þessari þróun. Síðasta vor sendu bæði Alþýðusambandið og Starfsgreinasambandið út bréf til flestallra þeirra sem þá voru með auglýsingu á þessum vefjum. Fáir sinntu því nokkuð og auglýsingum fjölgaði. Við höfum einnig farið þess á leit við Bændasamtökin að þau skrifuðu undir svipaða yfirlýsingu og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir með okkur en því var hafnað,“ segir Dröfn. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, er sammála Alþýðusambandinu og hvetur bændur til að greiða laun eftir kjara- samningum. „Það er alveg skýrt af okkar hálfu. Við erum með samning við Starfsgreinasambandið fyrir hönd bænda. Menn skulu fara eftir þeim samningum og við hvetjum alla bændur til að gera það,“ segir Sindri. „Ef menn eru að ráða starfs- fólk þá eiga þeir að vera tilbúnir að greiða því í samræmi við kjara- samninga.“ sveinn@frettabladid.is Brjóta lög með sjálfboðaliðum „Eins og að taka krakka í sveit“ Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi í Holtseli, sem starfrækir mjólkurbú og ísgerð á bænum, er einn þeirra sem óska eftir starfs- kröftum að utan. Að hans mati sé þetta ekkert ósvipað því og þegar krakkar fóru í sveit hér áður fyrr. „Okkar sjónarmið er það að við erum að gera þessum krökkum kleift að koma og kynnast okkar lífi eins og það er í raunveruleik- anum. Í þessu tilfelli skiptir það ekki máli fyrir reksturinn hvort fólkið er hérna eða ekki,“ segir Guðmundur Jón. „Það hefur verið til siðs í íslenskum landbúnaði í áratugi að taka krakka í sveit. Ég læt krakkana til dæmis ekki í nein verk sem ég myndi ekki vinna.“ Fjöldi auglýsinga er um aðstoð í sauðburði í vor. Fréttablaðið/SteFán Bændur eru hvað stór- tækasta atvinnustéttin til að ráða til sín sjálf- boðaliða. ASÍ og Starfs- greinasambandið hafa barist gegn þróuninni síðustu ár. Formaður Bændasamtakanna segir bændur verða að greiða samkvæmt kjarasamningum. Menn skulu fara eftir þeim samn- ingum og við hvetjum alla bændur til að gera það Sindri Sigurgeirs- son, formaður Bændasamtakanna alþingi Forsætisnefnd þingsins ákvað á fundi sínum í gær að lækka starfskostnað þingmanna sem nemur um 150 þúsund krónum á mánuði. Með því kemur forsætis- nefnd til móts við óánægjuraddir með hækkun launa þingmanna. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, og nefndarmaður í forsætis- nefnd, telur að frekari skref þurfi að taka. Ferðakostnaður þingmanna í kjör- dæmum var lækkaður úr tæpum 84 þúsund krónum í 30 þúsund krónur og starfskostnaður þingmanna var lækkaður um heilar fimmtíu þúsund krónur, er nú 40 þúsund krónur en var rúmar 90 þúsund krónur mán- aðarlega. Forsætisnefndin segir þetta jafnast á við 150 þúsund krónur að teknu tilliti til skatta. Hvorki er hróflað við húsnæðis- né dvalarkostnaði þingmanna Þessi ákvörðun forsætisnefndar hefur í för með sér að ákvörðun kjar- aráðs stendur óbreytt. „Þetta mun Starfskjör þingmanna rýrð um 150 þúsund Nú vinn ég að því að höfða mál til þess að fá úrskurði kjararáðs hnekkt þar sem ég tel kjara ráð ekki hafa farið eftir lögum Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, Fyrir breytingu Eftir breytingu Húsnæðis- og dvalarkostnaður 134.041 kr. 134.041 kr. Álag á húsnæðis- og dvalarkostnað 53.616 kr. 53.616 kr. Húsnæðis- og dvalarkostn. v/heimanaksturs 44.680 kr. 44.680 kr. Ferðakostnaður í kjördæmum 83.852 kr. 30.000 kr. Starfskostnaður 90.636 kr. 40.000 kr. ✿ þingfararkostnaður Frakkland François Fillon, for- setaframbjóðandi franskra Repúbl- ikana, segir fjölmiðla í herferð gegn sér og sakar þá um að reyna að eyði- leggja framboð sitt. Í síðustu viku greindi viku- blaðið Le Canard Enchaine frá því að kona Fillon´s, Penelope, hefði þegið hundruð þúsunda evra fyrir uppdiktuð störf. Fleiri miðlar hafa greint frá því í kjölfarið að upphæð- irnar gætu verið mun hærri. „Aldrei í sögu fimmta lýðveldis- ins hefur verið farið í slíka herferð atvinnurógburðar gegn frambjóð- anda,“ sagði Fillon í gær. Hann sagði konu sína ekki hafa neitt að fela. Le Monde greindi frá því á þriðju- dag að Penelope Fillon hefði þegið 830.000 evrur fyrir að aðstoða eiginmann sinn á meðan hann sat á þingi. Er sú upphæð 330.000 evrum hærri en upphæðin sem Le Canard Enchainé greindi frá. Börn þeirra fengu einnig greitt fyrir aðstoðar- störf. Heimilt er að ráða fjölskyldu- meðlimi sem aðstoðarmenn en Le Canard Enchainé segir að ekki líti út fyrir að Penelope Fillon hafi í raun unnið fyrir eiginmann sinn. Lögregla gerði áhlaup á skrif- stofur þingsins í gær. Greindu franskir fjölmiðlar frá því að hún væri að leita að skjölum sem sýndu fram á að Penelope Fillon hefði í raun og veru verið aðstoðarmaður François Fillon. – þea Fillon ósáttur við fjölmiðla François Fillon. nordicphotoS/aFp ekki hafa áhrif á laun ráðherra. Nú vinn ég að því að höfða mál til þess að fá úrskurði kjararáðs hnekkt. Ég tel kjararáð ekki hafa farið að lögum við úrskurð sinn. Því ber að halda sig innan almennra launahækkana sem var ekki gert að mínu mati,“ segir Jón Þór Ólafsson. – sa 1 . F E b r ú a r 2 0 1 7 m i ð V i k u d a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.