Fréttablaðið - 01.02.2017, Síða 18

Fréttablaðið - 01.02.2017, Síða 18
markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 • Dalbraut 1 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns PREN TU N .IS Fyrirtækið GMR Endurvinnslan ehf. á Grundartanga var tekið til gjald- þrotaskipta í Héraðsdómi Vestur- lands í gær. Um 17 starfsmönnum fyrirtækisins hafði þá verið sagt upp störfum en það endurvann stál sem fellur til hér á landi. Daði Jóhannesson, framkvæmda- stjóri GMR, vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður náði tali af honum og vísaði á skiptastjóra fyrirtækisins. Fréttablaðið ræddi við Daða síðastliðinn fimmtudag og kom þá fram að óvissa ríkti enn um reksturinn. Verksmiðja  GMR var þá ekki lengur rafmagnslaus en RARIK hafði nokkrum vikum áður lokað á fyrirtækið vegna vangold- inna reikninga. Umhverfisstofnun hafði ítrekað gert athugasemdir við starfsemi málmendurvinnslunnar og skráð á yfir þriðja tug frávika frá starfsleyfi. Fyrirtækið sætti auknu eftirliti vegna ítrekaðra vanefnda við að koma mengunarvörnum í viðunandi horf. Framkvæmdastjórinn sagði eigendur fyrirtækisins  í leit  að nýjum fjárfestum, bæði hér heima og erlendis, en vildi ekki svara því  hversu mikil fjárþörfin væri. Daginn eftir að fréttin birtist var síðan öllu starfsfólki fyrirtækisins sagt upp störfum. „Þetta fyrirtæki var stofnað fyrir fjórum árum og það er búinn að vera erfiður og langur uppbygg- ingarfasi. Erfiðari og lengri en menn ætluðu sér og það er margt sem spilar þar inn í. Heimsmarkaðsverð á stáli er þar langstærsti þátturinn,“ sagði Daði í samtali við Frétta- blaðið. – hg Málmbræðslan GMR var í gær úrskurðuð gjaldþrota GMR hóf framleiðslu á Grundartanga árið 2013. FRéttablaðið/GVa bjarni Ármansson fjárfestir á nú fjórðungshlut í S4S sem á Skechers í Kringlunni. FRéttablaðið/ERniR Fjárfestingarfélagið Sjávarsýn í eigu Bjarna Ármannssonar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Glitnis, keypti í október 26 prósenta hlut í heild- versluninni S4S ehf. sem rekur skó- verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Eignarhluturinn var áður í eigu Ingunnar Gyðu Wernersdóttur fjár- festis en S4S á Steinar Waage, Ecco, Kaupfélagið, Skór.is, Toppskóinn og íþróttavöruverslunina Air.is í Smára- lind. Bjarni settist í stjórn heildversl- unarinnar í byrjun nóvember og tók þá sæti Bjarna Hafþórs Helga- sonar, fyrrverandi fjárfestingarstjóra KEA og eiginmanns Ingunnar. Helga Sverrisdóttir, eiginkona Bjarna, fór á sama tíma inn í varastjórn félagsins í stað Ingunnar. Pétur Þór Halldórsson, stærsti eig- andi S4S, á 50 prósenta hlut í félag- inu samkvæmt nýjasta ársreikningi þess. Aðrir hluthafar eru Hermann Helgason, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, og Georg Kristjánsson en þeir eiga sín tólf prósentin hvor. S4S var rekið með 111 milljóna króna hagnaði árið 2015 en eignir þess námu þá 735 milljónum króna. Eigið fé félagsins var jákvætt um 342 milljónir og eiginfjárhlutfallið var 47 prósent. Sjávarsýn á meðal annars úti- vistarvöruverslunina Ellingsen, fyrirtækið Ísmar í Síðumúla og 11,5 prósenta hlut í olíuþjónustu- fyrirtækinu Fáfni Offshore. Í byrjun desember í fyrra samþykktu Seðla- banki Íslands og samkeppnisyfir- völd á Spáni kaup Solo Seafood, í eigu Sjávarsýnar og þriggja íslenskra útgerðarfyrirtækja, á Icelandic Iber- ica, fyrrverandi dótturfélagi Icelan- dic Group á Spáni. Sjávarsýn átti í árslok 2015 eignir upp á 3,3 milljarða króna miðað við nýjasta ársreikning fjárfestingarfélagsins. Ekki náðist í Bjarna Ármannsson við vinnslu fréttarinnar. haraldur@frettabladid.is Bjarni Ármanns keypti sig inn í skórisann S4S Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti 26 prósenta hlut í heildversluninni S4S af Ingunni Gyðu Wernersdóttur. Rekur skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skór.is, Kaupfélagið, Toppskórinn og Air.is í Smáralind. Gjaldeyriskaup Seðlabanka Íslands á fyrstu fjórum vikum nýs árs nema aðeins um fimm milljörðum króna. Það er um nítján prósent af heildarveltu á gjaldeyrismarkaði. Til samanburðar keypti Seðlabankinn hins vegar gjaldeyri fyrir um átján milljarða í desember og var hlutur bankans þá í veltunni um 45 pró- sent. Á sama tíma og bankinn hefur haldið aftur af sér í gjaldeyriskaup- um samhliða minna innflæði gjald- eyris á markað, sem stafar meðal annars af verkfalli sjómanna, þá hefur gengi krónunnar lækkað um fimm prósent gagnvart evru það sem af er ári. Seðlabanki Íslands keypti erlendan gjaldeyri fyrir sam- tals 386 milljarða króna 2016 og jukust kaup bankans um 42% á milli ára. Þrátt fyrir þessi miklu gjaldeyr- isinngrip hækkaði gengi krónunnar um 18,4 prósent á síðasta ári. - hae Aðeins keypt gjaldeyri fyrir 5 milljarða 1 . f e b r Ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.