Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.02.2017, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 01.02.2017, Qupperneq 20
Keahótela nema samtals 701 milljón króna og bókfært eigið fé félagsins var um 273 milljónir í árslok 2015. Fimm hótel í Reykjavík Ekki er búið að ganga frá ársreikningi fyrir síðasta rekstrarár en samkvæmt upplýsingum Markaðarins jókst EBITDA-hagnaður Keahótela umtals- vert á árinu 2016 og var samtals um einn milljarður. Sú aukning stafar einkum af því að hótelherbergjum sem heyra undir rekstur samstæð- unnar fjölgaði mikið á tímabilinu vegna opnunar tveggja nýrra hótela í árslok 2015. Að sögn þeirra sem hafa setið fjárfestingakynningu á félaginu þá má gróflega áætla að heildarvirði þess gæti verið um sex milljarðar. Auk framtakssjóðsins Horns II eru aðrir hluthafar Keahótela Trölla- hvönn ehf., sem á 32 prósenta hlut í hótelfélaginu, og Páll L. Sigur jónsson, framkvæmdastjóri Keahótela, en hann á átta prósenta hlut í gegnum félagið Selen ehf. Þeir hluthafar hafa einnig ákveðið að selja bréf sín í félaginu. Eigendur Tröllahvannar eru Andri Gunnarsson, Kristján M. Grétarsson, Fannar Ólafsson og Þórður Hermann Kolbeinsson. Þeir fjórmenningar standa jafnframt að baki félaginu Hvanna ehf. sem seldi 60 prósenta hlut í Keahótelum til Horns II framtakssjóðs í maí 2014. Hluthafar í sjóðnum Horn II, sem var komið á fót í apríl 2013, eru 30 talsins og samanstanda af lífeyris- sjóðum, fjármálafyrirtækjum og fag- fjárfestum. Líftími sjóðsins er áætl- aður fyrir árslok 2018 en auk þess að hafa fjárfest í Keahótelum hefur Horn II keypt eignarhluti í Bláa lón- inu, Fáfni Offshore og Invent Farma. Horn II seldi sumarið 2016 hlut sinn í lyfjafyrirtækinu Invent Farma. Keahótel reka sem fyrr segir átta hótel, fimm í Reykjavík og þrjú á Norðurlandi, en síðustu tvö ár hefur félagið opnað tvö ný hótel í Reykja- vík – hótelin Skugga og Storm. Önnur hótel sem félagið starfrækir eru Reykjavík Lights, Apótek og Borg sem er að finna í Reykjavík. Á Akureyri eru hótelin tvö – Hótel Norðurland og Hótel Kea – auk þess sem Keahótel reka hótelið Gíg í Mývatnssveit. Hluthafar eignarhalds-félagsins Keahótela, sem rekur samtals átta hótel víðsvegar um landið, meðal annars Hótel Borg og Apótek Hótel í Reykjavík, hafa sett félagið í söluferli. Á meðal þeirra sem áforma að selja hlut sinn í hótel- keðjunni er Horn II, framtakssjóður í rekstri Landsbréfa, en aðeins eru tæplega þrjú ár liðin síðan sjóðurinn festi kaup á 60 prósenta hlut í Kea- hótelum. Það er fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem er ráðgjafi seljenda við söluferlið en það hófst um miðjan síðasta mánuð. Hermann Már Þórisson, forstöðu- maður sérhæfðra fjárfestinga hjá Landsbréfum og annar framkvæmda- stjóra Horns II, staðfestir í samtali við Markaðinn að framtakssjóðurinn, ásamt meðfjárfestum í Keahótelum, ætli að selja allt hlutafé hótelkeðj- unnar. Hann segir að sú ákvörðun að selja á þessum tímapunkti hafi verið tekin í ljósi áhuga sem ýmsir inn- lendir og erlendir fjárfestar hafi sýnt á Keahótelum að undanförnu. Ekki er hægt að segja nákvæmlega fyrir um hversu langan tíma söluferlið muni taka en stefnt er að því að ljúka sölu á félaginu á þessu ári. Rekstur Keahótela hefur gengið afar vel á undanförnum árum. Hagn- aður félagsins á árinu 2015 nam 263 milljónum króna og næstum tvö- faldaðist frá fyrra ári. Þá var velta hótelkeðjunnar tæplega 1,7 millj- arðar króna og jókst um liðlega 500 milljónir króna frá árinu 2014. EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – var um 372 milljónir á árinu 2015, að því er fram kemur í síðasta birta ársreikningi, og hækkaði um meira en 200 milljónir á milli ára. Eignir Ein stærsta hótelkeðja landsins til sölu Eigendur Keahótela, sem reka meðal annars Hótel Borg og Apótek Hótel, hafa ákveðið að selja hótelkeðjuna. Félagið starfrækir samtals átta hótel á landinu og heildarvirði þess gæti verið um 6 milljarðar. Á meðal þeirra sem áforma að selja er framtakssjóðurinn Horn II sem á 60 prósenta hlut sem hann keypti vorið 2014. Framkvæmdastjóri Horns segir erlenda aðila hafa sýnt Keahótelum áhuga. HAFÐU ÞAÐ NOTALEGT Í FRÉTTABLAÐINU Kannaðu dreifileiðir í síma 5125448 eða í tölvupóstfangi orn@365.is Heimild: *Skv. Blaðakönnun Gallup, okt.-des. 2016. Það er hvergi betri staður fyrir fjölpóst en inni í Fréttablaðinu því það tryggir að auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað. Um 55% íbúa á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttablaðið daglega.* Rúmlega 85.000 manns á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttablaðið daglega.* Hótel Borg er eitt af átta hótelum sem Keahótel reka. Samtals eru hótelin fimm talsins í Reykja- vík og þrjú á Norðurlandi, meðal annars Hótel Kea og Hótel Norður- land. FRettaBladid/gva Ekkert lát verður á miklum verð- hækkunum á húsnæðismarkaði á næstu árum samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Arion banka en hún gerir ráð fyrir 14 prósenta hækkun íbúðaverðs á þessu ári, 9,7 prósent 2018 og 7,5 prósent árið 2019. Það er því útlit fyrir að íbúða- markaðurinn hitni enn meira gangi spá bankans eftir en nú þegar glittir í gul ljós á sumum svæðum, meðal annars miðsvæðis í Reykjavík, þar sem verð hefur hækkað sérlega mikið að undanförnu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka um íbúðamarkaðinn sem var kynnt á fundi bankans í gær. Í niðurstöð- um skýrslunnar segir að miðað við spána séu líkur á því að húsnæðis- verð hækki talsvert umfram flestar undirliggjandi hagstærðir á borð við kaupmátt og ráðstöfunartekjur. „Til lengri tíma er því ástæða til að vara við ofhitnun á markaðnum.“ Húsnæðisverð hefur hækkað sífellt hraðar síðustu mánuði og nam árshækkunin á höfuðborgar- svæðinu í desember 15%. Í skýrsl- unni er bent á að önnur svæði hafi tekið við sér og þannig hefur hús- næðisverð utan höfuðborgarsvæð- isins hækkað um 20 prósent síðustu tólf mánuði. Sú hækkun er að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun húsnæðisverðs í nágrannasveitar- félögum höfuðborgarsvæðisins. Hagstætt efnahagsástand, fólks- fjölgun, kaupmáttaraukning og gott aðgengi að fjármögnun eru á meðal Vara við ofhitnun á húsnæðismarkaði Byggja þarf að lágmarki átta þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. FRéttaBlaðið/vilHelm 1.000 milljónir er áætlaður EBITDA-hagnaður Keahót- ela á árinu 2016. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is 14% er spá greiningardeildar Arion banka um hækkun á húsnæðisverði á árinu 2017 helstu ástæðna þess að húsnæðis- verð hefur hækkað mikið upp á síð- kastið – og mun líklega gera áfram. Verðhækkunin skýrist einnig af því að of lítið hefur verið byggt síðustu ár og áætlanir hafa ekki staðist. Í skýrslu greiningardeildarinnar segir að byggja þurfi að lágmarki átta þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun og er þá ekki tekið fyllilega tillit til uppsafnaðrar þarfar. Samkvæmt spá bankans er ólíklegt að sá fjöldi náist. hordur@frettabladid.is Hermann már Þórisson, annar framkvæmdastjóra Horns ii 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r4 mArKAðurInn

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.