Fréttablaðið - 01.02.2017, Page 23

Fréttablaðið - 01.02.2017, Page 23
fólk kynningarblað Það er svo gaman að fá að upplifa lögin okkar í þessum nýja búningi. Gnúsi Yones 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r „Það er svo gaman að fá að upplifa lögin okkar í þessum nýja búningi. Við vissum í raun ekki við hverju við áttum að búast en erum afskaplega ánægð með útkomuna,“ segir Gnúsi Yones, sem hér sést á æfingu ásamt Sölku Sól og Steinunni Jónsdóttur úr Amabadama. MYND/EYÞÓR Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur áður komið fram á sambærilegum tón- leikum við mjög góðar undirtektir. MYND/AUÐUNN NÍELSSON Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og reggíhljómsveitin Amabadama koma fram saman á einstökum tón­ leikum í Hamraborg í Hofi á Ak­ ureyri næsta laugardag. Þetta er í fyrsta skiptið sem sinfóníuhljóm­ sveit og reggísveit leiða saman hesta sína með þessum hætti hér á landi og vafalaust þótt víðar væri leitað. Það var Þorvaldur Bjarni Þor­ valdsson, tónlistarstjóri Menn­ ingar félags Akureyrar, sem átti hugmyndina að þessari samvinnu að sögn Gnúsa Yones, eins af söngvurum Amabadama og dub­ meistara sveitarinnar, og voru meðlimir Amabadama ekki lengi að samþykkja hana. „Þorvaldur hafði samband við okkur síðasta haust og bar þessa skemmtilegu hugmynd undir okkur og við sögðum held ég bara strax já. Þetta er náttúrulega alveg mögnuð pæling og við erum mjög þakklát fyrir að fá þetta tæki­ færi svona upp í hendurnar.“ Skemmtileg áSkorun Gnúsi segir tónlist þessara ólíku sveita smellpassa saman þótt mörg­ um þyki það vafalaust sérkenni­ legt. „Það er svo gaman að fá að upplifa lögin okkar í þessum nýja búningi. Við vissum í raun ekki við hverju við áttum að búast en erum afskaplega ánægð með útkomuna. Þorvaldur Bjarni og Greta Salóme útsettu tónlistina og þau ná alveg fullkomlega að láta allt smella saman og bæta einhverju við lögin án þess þó að breyta fílingnum. Þetta er algjörlega ennþá í okkar anda en samt eitthvað algjörlega nýtt, a.m.k. fyrir okkur.“ Sinfón­ íuhljómsveit Norðurlands hefur áður átt í sambærilegu samstarfi með góðum árangri og m.a. haldið tónleika með Árstíðum, Todmobile, Dimmu, Eivöru Pálsdóttur, Gretu Salóme og Dúndurfréttum. Gnúsi segir samstarfið vissu­ lega hafa verið skemmtilega áskor­ un. Amabadama hefur bæði spilað sem tíu manna band auk þess sem þau hafa einnig prófað sig áfram að undanförnu með meira elekt­ rósándi. Þar fer einmitt Gnúsi í hlutverk dub­meistara og er með hluta af undirspilinu á stafrænum hljóðrásum sem hann stjórnar. „Við ákváðum í samtali við Þorvald að vinna með það á þessum tónleik­ um og verðum við því bara þrjú, ég, Salka og Steinunn, ásamt sin­ fóníuhljómsveitinni og kammer­ kór. Helsta áskorunin var kannski að útsetja tónlistina fyrir sinfóní­ una og kórinn. Þorvaldur og Greta sáu algjörlega um það verkefni og við erum í skýjunum með útkom­ una. Lögin eru einhvern veginn öll vel heppnuð og fara í raun langt fram úr væntingum okkar.“ ný plata á árinu Á dagskrá tónleikanna verða lög af fyrstu plötu sveitarinnar, Heyrðu mig nú, sem kom út árið 2014 auk nýrra laga af væntanlegri plötu sveitarinnar sem kemur út síðar á árinu. „Við ætlum bara að njóta þessa stórkostlega tækifæris og hafa gaman af og við vonum auð­ vitað að sem flestir komi og njóti með okkur.“ Það er engin lognmolla kringum bandið á næstunni. Þau hafa unnið að tónlist fyrir farsann Úti að aka sem verður frumsýndur í Borgar­ leikhúsinu í mars og gáfu nýlega út lag í tengslum við það verkefni. „Lagið heitir Ganga á eftir þér og er svona „næsí“ ástarlag. Svo erum við bara að fara að taka upp nýja plötu sem kemur út í vor og hlökk­ um mikið til þeirrar vinnu. Síðan fer sumarið væntanlega í að fylgja henni eitthvað eftir.“ Tónleikarnir verða haldnir í Hofi á Akureyri laugardaginn 4. febrúar kl. 20 og einnig í Hörpu þann 25. febrúar. SmellpaSSa Saman Ólíkir straumar mætast í menningarhúsinu Hofi á Akureyri næsta laugardag þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og reggísveitin góðkunna Amabadama halda tónleika saman. Starri Freyr Jónsson starri@365.is S k e i f a n 3 j | S í m i 5 5 3 8 2 8 2 | w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s Útsala í tilefni kínverskra áramóta Vasar · Diskar · Lampar · Pottar · Tesett · Myndir · o.m.fl. 30-60% afsláttur Kínverskar gjafavörur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.