Fréttablaðið - 01.02.2017, Side 36
„Ég hef horft á Super Bowl í mörg
ár og maður hefur ekki séð teljandi
mun á umfangi leiksins en þetta
hefur tvöfaldast að stærð frá árinu
2010,“ segir Björn Berg Gunnars-
son, fræðslustjóri VÍB, um nýjan
pistil sinn sem birtist á vef Íslands-
banka og fjallar um fjármálahlið
51. Ofurskálarinnar eða Super Bowl.
„Kostnaðurinn við hverja aug-
lýsingu, tónleikarnir í hálfleik og
eyðsla almennings í kringum leik-
ina hefur allt stækkað mikið að
umfangi síðustu ár,“ segir Björn
Berg.
Auglýsa fyrir 44 milljarða
New England Patriots og Atlanta
Falcons mætast í úrslitaleiknum í
Houston í Texas á sunnudag. Í pistli
Björns er bent á að Ofurskálin er
„árshátíð auglýsenda“ og að þriðj-
ungur áhorfenda kjósi frekar að fara
á klósettið á meðan á leik stendur
en í auglýsingahléi. Fjórðungur segir
auglýsingarnar mikilvægari hluta
viðburðarins en leikinn sjálfan.
„Heildartekjur bandarískra fjöl-
miðla vegna auglýsinga í tilefni
dagsins eru áætlaðar um 44 millj-
arðar króna, eða um fjórum sinnum
meira en allar auglýsingar á Íslandi,
í öllum miðlum, á heilu ári. Þann-
ig hefur kostnaður við 30 sekúndna
auglýsingu ríflega tvöfaldast frá
árinu 2010 og kostar í dag um 600
milljónir króna,“ skrifar Björn.
„Alvöru veisla“
Í pistlinum er einnig bent á þá stað-
reynd að tónlistarkonan Lady Gaga,
sem tekur nokkur lög í hálfleik, fær
ekki greitt fyrir vinnu sína. Það þyki
nóg að vera fyrir augunum á 100
milljónum áhorfenda um allan
heim enda hafi NFL-deildin reynt
að fá tónlistarfólk til að borga fyrir
„þennan mikla heiður“. Það hafi
aftur á móti ekki gengið.
„Þó Gaga fái ekki greitt kosta tón-
leikarnir sitt, en reiknað er með að
heildarkostnaðurinn gæti farið yfir
milljarð króna í ár. Herlegheitin
verða sögð í boði Pepsi, sem greiðir
fyrir þau um 800 milljónir,“ segir í
pistlinum og þar er bent á að eyðsla
áhorfenda í leikinn hafi einnig auk-
ist mikið.
„Frá 2010 hafa útgjöld ein-
staklinga vegna Ofurskálarinnar
tæplega tvöfaldast og ekki þarf að
koma á óvart að langmestu er eytt
í veitingar. Áætlað er að 650 millj-
ónir hænsna þurfi til að skaffa þá
vængi sem þarf í maga Bandaríkja-
manna meðan á leiknum stendur
og þeir skoli þeim niður með yfir
milljarði lítra af bjór. Þeir innbyrða
fleiri kaloríur en um jólin. Þetta er
alvöru veisla.“ haraldur@frettabladid.is
Fjórfalt meiri tekjur
vegna Ofurskálarinnar
NFL-deildin stendur á sunnudag fyrir „árshátíð auglýsenda“ eða Super Bowl 51.
Fræðslustjóri VÍB segir auglýsingatekjur bandarískra fjölmiðla vegna úrslita-
leiksins nema 44 milljörðum króna og slátra þarf 650 milljónum hænsna.
Lið Atlanta Falcons mætir New England Patriots í úrslitaleik NFL-deildarinnar á sunnudag. FréttAbLAðið/EPA
Guðríður Svana Bjarnadóttir var
nýverið ráðin rekstrarstjóri Mar-
orku. Hún er 38 ára gömul, lög-
fræðingur að mennt, með bak-
grunn í fjármálum og viðskiptum,
og lauk framhaldsnámi í alþjóð-
legum skattarétti og viðskiptum frá
New York University School af Law.
Áður var hún yfirlögfræðingur hjá
Advania, starfsmaður hjá slitastjórn
Kaupþings, ráðgjafi hjá KPMG New
York og yfirlögfræðingur hjá skatt-
rannsóknarstjóra.
Hvað kom þér mest á óvart í fyrra?
„Það kom mér gríðarlega á óvart að
Donald Trump skyldi vera kjörinn í
embætti forseta Bandaríkjanna og
að Bretar skyldu ákveða að ganga
úr Evrópusambandinu. Það kom
mér hins vegar ekki síður á óvart að
íslenska þjóðin skyldi fá tækifæri
til að sjá íslenska landsliðið spila í
8-liða úrslitum á EM í Frakklandi.“
Hvaða app notarðu mest? „Mest
notaða appið í símanum mínum er
líklegast Lunchbox Monkey, sem
er mjög vinsælt hjá yngstu kyn-
slóðinni. Fyrir utan hið hefðbundna
app fyrir tölvupóstinn nota ég mest
Skype for Business og Facebook
Messenger. Það app sem ég er samt
hvað ánægðust með þessa dagana er
nýja Arion banka-appið.“
Hvaða land heimsóttir þú síðast
og hvers vegna? „Síðasta heimsókn
erlendis var til Þýskalands vegna
vinnu en Marorka er með skrifstofu
í Hamborg. Ég hafði ekki komið til
Hamborgar áður, en þar sem ég
dvaldist þar í nokkra daga hafði ég
smá tíma til að skoða borgina. Mér
fannst Hamborg rosalega heillandi
og skemmtileg borg og ég hlakka til
að fara þangað aftur.“
Hvernig heldur þú þér í formi? „Ég
stunda líkamsrækt þrisvar til fjórum
sinnum í viku og svo fer ég reglulega
í jóga eða pilates. Þar fyrir utan á ég
tvo litla drengi sem halda mér á
hreyfingu og 30 kg enskan bolabít
sem heimtar sinn göngutúr á hverju
kvöldi (þótt ótrúlegt megi virðast).“
Ertu í þínu draumastarfi? „Ég er
nýbyrjuð að vinna hjá Marorku í
mjög spennandi starfi sem býður
upp á bæði krefjandi og skemmtileg
verkefni. Marorka framleiðir búnað
í skip sem miðar að því að hámarka
nýtingu orku og aðra frammistöðu
skipsins, þannig stuðla vörur félags-
ins að verndun umhverfisins. Það
er ómetanlegt að fá tækifæri til að
vinna hjá fyrirtæki með slíkan til-
gang.“
Fannst frábært að
heimsækja Hamborg
Svipmynd
Guðríður Svana bjarnadóttir
Það kom mér
gríðarlega á óvart að
Donald Trump skyldi vera
kjörinn í embætti forseta
Bandaríkjanna
Guðríður Svana
Bjarnadóttir
Herlegheitin verða
sögð í boði Pepsi,
sem greiðir fyrir þau um 800
milljónir.
Björn Berg
Gunnarsson,
fræðslustjóri VÍB
Það eru gríðarleg
tækifæri í samvinnu
innan Coca-Cola European
Partners samsteypunnar í
öllum þáttum fyrirtækisins,
ekki síst í
mannauðs-
málum.
Sonja M. Scott er
nýr mannauðsstóri
– Tengir þig við framtíðina!
Sjónvarpsdreifikerfi
fyrir hótel, gistiheimili og skip.
Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660
oreind@oreind.is • www.oreind.is
Róbert Wessman, forstjóri lyfjafyrir-
tækisins Alvogen, segist sjá fram á
að „hlutdeild líftæknilyfja haldi
áfram að aukast og með uppbygg-
ingu Alvotech á Íslandi teljum við
okkur vel í stakk búin til að vera
leiðandi í því breytingaferli sem
samheitalyfjageirinn fer í gegnum
um þessar mundir.“
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Alvogen í tilefni þess að árlegur
fundur fyrirtækisins var haldinn á
Möltu í janúar þar sem saman voru
komnir 120 alþjóðlegir stjórnendur
lyfjafyrirtækisins. Alvogen hóf starf-
semi á Möltu 2014 en þar starfa nú
um 70 manns á vegum fyrirtækisins.
Róbert segir að árið 2016 hafi
verið „viðburðaríkt hjá Alvogen
og náð hámarki með markaðssetn-
ingu samheitalyfjaútgáfu Tamiflu
í desember. Við væntum þess að
árið 2017 verði ár vaxtar og áfram-
haldandi breytinga á mörkuðum
fyrirtækisins. Ársfundur með okkar
stjórnendum er mikilvægur liður í
því að stilla saman strengi og tryggja
eftirfylgni við áherslur okkar og
markmið fyrir komandi ár.“
Systurfyrirtækin Alvogen og
Alvotech eru með starfsemi sína
á Íslandi í nýjum höfuðstöðvum í
Vatnsmýrinni. Þar starfa nú um 180
vísindamenn.
„Hlutdeild líftæknilyfja mun aukast“
róbert Wessman, forstjóri Alvogen, á stjórnendafundi félagsins á Möltu í janúar.
Sonja ráðin til Coca Cola
Sonja M. Scott hefur verið ráðin
mannauðsstjóri hjá Coca-Cola Euro-
pean Partners Ísland ehf. (Coca-Cola
á Íslandi) og hóf hún störf í byrjun árs.
Samkvæmt tilkynningu fyrirtæk-
isins hefur Sonja nýlokið Executive
MBA-gráðu frá Stetson University í
Bandaríkjum. Þar að auki hefur jún
lokið MA í mannauðsstjórnun og BA
í ensku frá Háskóla Íslands. Starfaði
hún um níu ára skeið hjá Vodafone og
þar af síðast sem starfsmannastjóri.
„Það eru gríðarleg tækifæri í sam-
vinnu innan Coca-Cola European
Partners samsteypunnar í öllum
þáttum fyrirtækisins, ekki síst í
mannauðsmálum,“ segir Sonja. - hg
Guðríður Svana er 38 ára
gömul og tók nýverið við
starfi rekstrarstjóra Marorku
1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r8 Markaðurinn