Fréttablaðið - 01.02.2017, Side 40

Fréttablaðið - 01.02.2017, Side 40
@stjornarmadur Stjórnar- maðurinn Miðvikudagur 1. febrúar 2017fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is Markaðurinn En fyrir eitt má hrósa Við skipta ráði. Það er hversu hreint og ómengað það setur fram sitt mark aðsvæð ing ar-, græðgis-trú- boð. Það að leggja til einka væð ingu sjálfrar Hóla dóm kirkju gætu ein hverjir sjálf sagt kallað kjark að, aðrir yfir gengi lega firrt eða galið. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. 28.1.2017 Guðjón Ármann Guðjónsson, sem lét nýlega af störfum sem forstöðu- maður hlutabréfa hjá Stefni, stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins, mun taka við sem forstjóri Hópbíla, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hópbílar er umsvifamikið fyrirtæki í rekstri hóp- bifreiða en framtaks- sjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti í árslok 2016 allt hlutafé í félögunum Hagvögnum og Hópbílum. Hagvagnar reka strætisvagna á höfuðborgar- svæðinu með langtímasamn- ingum við Strætó bs. Annar af seljendum var Gísli J. Frið- jónsson sem var jafnframt forstjóri fyrirtækisins. Velta félaganna 2015 nam um 3,2 millj- örðum. - hae Úr hlutabréfum í rútubransann 365.is Sími 1817 MIÐVIKUDAGA KL. 19:25Um áramót stóðu hreinar skuldir ríkissjóðs í rúmum 750 millj- örðum króna samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneytinu. Heildar- skuldastaðan var hins vegar um 1.100 milljarðar króna. Á fyrstu níu mánuðum síðasta árs námu vaxtagreiðslur ríkissjóðs tæpum 200 milljörðum, en mest munaði þar um uppgreiðslu á tilteknum lánum sem féllu á tímabilinu. Reglulegur fjármagnskostnaður er því væntanlega talsvert lægri. Ísland er lítið skuldsett land í sjálfu sér en hreinar skuldir ríkis- sjóðs nema rétt ríflega 30% af vergri landsframleiðslu sem telst hóflegt í alþjóðlegu samhengi. Engu að síður er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig hag- ræða mætti í ríkisrekstrinum og mæta þannig æ háværari og sann- gjörnum kröfum um aukin fram- lög til heilbrigðismála og annarra innviða sem þurfa að þola aukinn átroðning með sívaxandi ferða- mannastraumi. Í því samhengi er athyglisvert að þær sömu raddir og krefjast aukinna framlaga til heilbrigðis- mála og annarrar grunnþjónustu mega alls ekki heyra minnst á sölu ríkiseigna og beita gjarnan fyrir sig skammaryrðinu „einka- væðing“. Það er aftur á móti ekki hið sama að aðhyllast hreina einkavæðingu annars vegar eða skynsamlega aðkomu einkaaðila að ríkisrekstri hins vegar. Þannig hefur norski olíurisinn Statoil verið skráður á markað að hluta um áratugaskeið. Félag- ið er 70% í eigu norska ríkisins og afgangurinn í eigu fjárfesta á markaði. Ekki hefur annað heyrst en að þessi blanda hafi reynst vel. Einkafjárfestarnir veita aðhald og koma með sérþekkingu að borð- inu, auk þess sem almenningur á greiðan aðgang að félaginu sem fjárfestingarkosti gegnum hluta- bréfamarkaðinn. Ríkið veitir svo kjölfestu. Ríkið á margar seljanlegar eignir. Má þar nefna hluti í bönkunum, Landsvirkjun og Isavia. Einhverj- ar þessara eigna mætti vafalaust selja að fullu. Aðrar eignir, eins og t.d. Landsvirkjun, mætti selja að hluta eftir norsku leiðinni. Þannig mætti kannski sætta sjónarmið og finna hinn gullna meðalveg. Greiða skuldir ríkis- sjóðs niður að allt að því fullu, og nota þann vaxtakostnað sem sparast til að styrkja grunn- stoðirnar. Það telst varla mikil hægrimennska að vilja styrkja velferðarkerfið. Eða hvað? Blönduð einkavæðing

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.