Fréttablaðið - 01.02.2017, Side 48

Fréttablaðið - 01.02.2017, Side 48
TónlisT HHHHH Verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Hauk Tómasson, Úlf Hansson og Thomas Ades í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einleikari: Þórunn Ósk Marinós- dóttir víóluleikari. Stjórnandi: Petri Sakari. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 26. janúar Sinfóníutónleikarnir á Myrkum músíkdögum byrjuðu vel. Flutt var tónsmíð að nafni Dolorosa eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir strengi. Hún mun hafa verið samin í minningu Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar, sem lést langt fyrir aldur fram. Tónmálið var einfalt, hnitmið- aðar laglínur, hefðbundnir hljómar, mikið um sama liggjandi bassatón- inn. Andrúmsloftið var tregafullt og einmanalegt, byrjunin minnti á tón- listina sem heyrist snemma í kvik- myndinni Aliens, þegar geimfar sést líða inn úr myrkrinu, búið að vera á sveimi í fjölmörg ár. Slíkur var annar- leikinn í músíkinni. Því miður var næsta atriði á efnis- skránni engan veginn nógu gott, Cycles eftir Kristínu Þóru Haralds- dóttur. Þar gerðist fátt, tónlistin var einn samfelldur niður sem var frá- hrindandi, grár og dimmur. Það var engin greinanleg framvinda, enginn hápunktur, ekki ein spennandi hug- mynd. Að vísu var einhver gáfuleg útskýring í tónleikaskránni, en hún varpaði ekki neinu ljósi á óskapnað- inn sem heyrðist. Echo Chamber eftir Hauk Tómas- son var næst. Sagt var í skránni að um væri að ræða tónræna túlkun á því þegar „… hugmyndir eru magn- aðar með dreifingu og endurtekn- ingu inni í „lokuðu“ kerfi, þar sem ólíkar eða andstæðar hugmyndir eru bannaðar.“ Í takt við þetta var mikið um að sama hugmyndin berg- málaði á milli ólíkra hljóðfærahópa. Það varð fljótlega einsleitt. Heildar- áferðin var auk þess býsna ofhlaðin. Lítið heyrðist t.d. í einleikaranum, Þórunni Ósk Marinósdóttur víólu- leikara, fyrir þráhyggjukenndum hamaganginum í hljómsveitinni. Eiginlega var ekki fyrr en undir lokin að hægt væri að kalla spilamennsku hennar einleik. Eftir hlé var fyrst Arborescence eftir Úlf Hansson. Það var svipuðu marki brennt og músíkin á undan, tónavefurinn var svo þéttofinn og þykkur allan tímann að hann varð tilbreytingarlaus og þreytandi. Polar- is eftir Thomas Ades kom varla betur út, tónlistin sjálf var að vísu tignarleg og margbrotin, en flutningurinn var óásættanlegur. Blásararnir voru ekki alltaf með sitt á hreinu, talsvert var um rangar nótur og sumt virtist hreinlega úr takti. Útkoman var fúl, en um leið viðeigandi endir á fremur misheppnaðri dagskrá. Jónas Sen niðursTaða: Ómerkilegir tónleikar þar sem fátt var um innblástur. Digurt en innihaldslaust Flutt var tónsmíð að nafni Dolorosa eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir strengi. Hún mun hafa verið samin í minningu Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar. FréttAblAðið/GVA leikhús Gísli á uppsölum HHHHH Þjóðleikhúsið í samstarfi við kóm- edíuleikhúsið leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson Handrit: Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson leikari: Elfar Logi Hannesson Dramatúrg: Símon Birgisson tónlist: Svavar Knútur lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson Þjóðleikhúsið hýsir nú Kómedíu- leikhúsið í Kúlunni en sýningin Gísli á Uppsölum var frumsýnd 13. janúar síðastliðinn. Þjóðin fékk fyrst að kynnast Gísla í frægum Stikluþætti Ómars Ragnarssonar á fyrri hluta níunda áratugarins en fyrir hafði einbúinn auðvitað verið þekktur sveitungum sínum. Sýn- ingin er að hluta byggð á þessum þætti en einnig bókinni Eintal sem er samtíningur af textum sem Gísli skrifaði í gegnum tíðina. Elfar Logi Hannesson hefur verið driffjöðrin á bak við bæði Kómedíuleikhúsið og einleikja- hátíðina Act Alone á Suðureyri í mörg ár. Það eru engar ýkjur að hópurinn kallar sig leikhús lands- byggðarinnar en þessi sýning, sem og aðrar sýningar hópsins, hafa ferðast landið um kring. Gísli á Uppsölum hverfist um þrjú lykilatriði í lífi Gísla: eineltið sem hann varð fyrir í æsku, bón- orðsneitun heimasætunnar Fljóðu og samband hans við móður sína. Helsti galli handritsins er að aldrei er nema klórað í yfirborðið, ástæð- unum sem Gísli telur fyrir einveru sinni eru gefnar skýrar sálfræði- legar ástæður og þær eru ekkert skoðaðar nánar. Elfar Logi vinnur ágætlega úr því efni sem hann hefur í hlutverki Gísla en grípur áhorfendur fastast þegar nákvæm- lega ekkert er sagt á meðan Gísli baks ast við að sinna sínum daglegu verkum. Stundum er reyndar erfitt að að skilja sýninguna frá þeim til- finningum sem hinn raunverulegi Gísli vekur enda algjörlega ein- stakur. Sýningin er í styttra lagi og því erfitt fyrir Elfar Loga að koma til skila þeim endalausu dimmu vetrarkvöldum þar sem Gísli dvaldist einn í kuldanum á Upp- sölum, einn og nánast algjörlega yfirgefinn af heiminum. Persóna hans myndi sóma sér vel í verkum Samuels Beckett þar sem tungu- málið virðist aldrei nægja til að koma depurðinni og endurtekn- ingum tilverunnar til skila. Skiljanlegt er að öll umgjörð sé hin einfaldasta, gerð til að vera meðfærileg enda er hér um farand- leikhús að ræða. Um leikstjórnina sér Þröstur Leó Gunnarsson en eft- irtektarvert er að sjá hvernig hann meðhöndlar tímann og stað Gísla í tilvistinni. Atriðið þar sem Stiklu- þátturinn er hreinlega klipptur inn í sýninguna stendur þar upp úr. Gísli greyið hefur ekki viðbragð til að svara þeim fjölmörgu spurn- ingum sem Ómar eys yfir hann og úr verður hin kostulegasta sena. Þarna gerir Þröstur Leó vel en þess væri óskandi að fleiri atriði af þessu tagi væri að finna. Tó n l i st a r m a ð u r i n n Svava r Knútur sér um tónlistina en hún er blanda af einföldu gítarspili og orgelleik. Angurværu orgeltón- arnir virðast vera klipptir beint út úr þætti Ómars og falla sérlega vel inn í framvinduna, harmþrungnir tónar og hikandi. Aftur á móti má spyrja hvort gítarspilinu sé hrein- lega ofaukið enda orgelið sérlega áhrifaríkt. Þegar öllu er á botninn hvolft eru aðstandendur Gísla á Upp- sölum ekki að finna upp hjólið en sýningin er samt þeim til ágætis. Handritið er frekar eins konar til- brigði við ævisögu Gísla frekar en djúp rannsókn á hugarástandi hans og lífi. Sigríður Jónsdóttir niðursTaða: Hnitmiðaður ein- leikur sem hefði mátt kafa dýpra. Eymd og ástir einyrkjans Fasteignafélagið Borg ehf. til sölu Nánari upplýsingar um sölu á eignar­ hlutum Lands bank ans og Byggða stofn unar í Fast eigna félag inu Borg ehf. má nálgast með því að senda fyrir spurnir á eignarhlutir@landsbankinn.is eða petur@byggdastofnun.is. Söluferli á eignum Landsbankans fer fram í samræmi við stefnu um sölu eigna í eigu bankans og nær til sölu fullnustueigna, hvort sem slíkar eignir eru í eigu Lands­ bank ans eða dóttur félaga. Nánari upplýsingar um stefnu Lands bank­ ans um sölu eigna er að finna á vef bankans landsbankinn.is/eignirtilsolu. Landsbankinn og Byggðastofnun auglýsa hluti í Fasteignafélaginu Borg ehf. til sölu. Borgarflöt 1a, Sauðárkróki í útleigu til prentsmiðjunnar Nýprent ehf. Höfðabraut 34, Hvammstanga í útleigu til ullariðnaðarfyrirtækisins Kidka ehf. og Perlunnar þvottahúss. Fasteignafélagið Borg ehf. er fasteigna­ félag um rekstur tveggja fasteigna á Hvammstanga og Sauðárkróki. » Eignarhlutur Landsbankans: 52,9% » Eignarhlutur Byggðastofnunar: 29,8% Elfar logi í gerfi Gísla í dalnum hans, Selárdal. 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M i ð V i k u D a G u r24 M e n n i n G ∙ f r É T T a b l a ð i ð menning

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.