Litli Bergþór - Jul 2018, Page 3

Litli Bergþór - Jul 2018, Page 3
Litli-Bergþór 3 Formannspistill Voræfingar íþróttadeildar félagsins hófust þann 8. janúar. Í boði hefur verið fótbolti, körfubolti, glíma, íþróttaskóli og bland og fjör. Einnig var boðið upp á Zumba æfingar fyrir 6.-10. bekk í maí og í lok maímánaðar var „Guggusund“ fyrir 3-6 ára börn. Á síðasta aðalfundi var ákveðið að aðaldeild myndi gefa öllum börnum og unglingum á grunnskólaaldri, sem vildu, íþróttabúning merktan félaginu. Vel gekk að fá fyrirtæki til þess að styrkja þetta með okkur og um leið var boðið uppá að kaupa buxur og peysur með. Leikdeild sýndi leikritið Sálir Jónanna ganga aftur eftir Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og Unni Guttormsdóttur í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar. Leikritið er það þrítugasta sem leikdeildin setur upp. Fjórtán leikarar tóku þátt ásamt aðstoðarfólki. Mæting hefði mátt vera örlítið betri en slæmt veður setti oftar en einu sinni strik í reikninginn. Elfa Björk gaf ekki kost á sér áfram sem gjaldkeri Ungmennafélagsins á síðasta aðalfundi. Þökkum við henni fyrir alla þá vinnu sem hún hefur unnið fyrir félagið. Í hennar stað kom Svava Theodórsdóttir. Að lokum vil ég minna á fésbókarsíður félagsins, en þar er hægt að finna hinar ýmsu upplýsingar um starfið: íþróttadeild umf-bisk Litli-Bergþór. Blað ungmennafélags Biskupstungna og Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna Með kærri kveðju, Oddur Bjarni Bjarnason, formaður.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.