Litli Bergþór - Jul 2018, Page 7
Litli-Bergþór 7
um langan veg þarf minni umbúðir. Spurning varðandi rafmagnsbílana:
er búið að reikna fórnarkostnað við rafhlöðurnar. Eru ekki notaðir í þær
sjaldgæfir málmar frá t.d. Afríku, sem unnir eru með barnaþrælkun? Af
fyrirtækjum, sem samkvæmt fréttum skeyta lítið um hag vinnuþræla sinna
eða umhverfi? Er búið að reikna út kostnað við að farga ónýtum rafhlöðum?
Eða endurvinna? er búið að hugsa það til enda?
Við höfum þraukað hér á kjöti og fiski og smá mjölvöru í gegnum aldirnar
og sem betur fer eigum við kost á fjölbreyttari fæðu nú. En verum samt
meðvituð um hvaðan maturinn okkar kemur. Hvað þarf hann að ferðast langt
til að komast til okkar?, hvaða efni eru notuð til að halda honum fallegum og
sölulegum á ferðalaginu til okkar? Hvaða kjör býr fólkið við sem vinnur við
framleiðsluna? -Hugleiðum það. Reiknum kolefnissporið inn í kostnaðinn.
Stórmarkaðarnir eru stútfullir af innfluttum mat, sósum og dósum. Jafnvel
grænmetið sem selt er í sumum búðum í þessu grænmetisræktunarhéraði,
Uppsveitunum, er innflutt. Reiknum kolefnissporin af flutningnum inn í
verðið. Með allan þann ferðamannafjölda sem er í landinu, eiga íslenskir
bændur að hafa alla möguleika á að auka framleiðslu sína og selja hana. Ég
blæs á kjötfjallið sem sláturleyfishafar nota til að lækka verð til bænda. Gerum
það söluvænt og seljum það!
Geirþrúður Sighvatsdóttir.
Er höfundurinn að
meina þetta?
Baunir! Grænmeti!
Hrísgrjón! Korn!
Heilsugæslustöðin í Laugarási - upplýsingar
- Opnunartími heilsugæslunnar í Laugarási er frá kl 8:00 til 16:00
- Sími heilsugæslunnar er 432 2770 frá kl 8:00 til 16:00.
- Aðalnúmer HSu á Selfossi er 432 2000
- Sími Neyðarlínu 112
- Símatímar lækna eru tveir þ.e kl 9:00-9:30 og 13.00-13.30.
- Panta þarf tíma og símatíma í síma heilsugæslunnar, 432 2770.
- Blóðprufur eru teknar á morgnana frá kl: 8:15 til kl: 11:00 mánud.-fimmtud.
- Lyfjaendurnýjun er hjá læknariturum í síma 432 2020 milli klukkan 8:00 og 9:00 á morgnana
Heilsuvera.is – hvað er það?
Heilsuvera.is er öruggt vefsvæði þar sem notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og
nálgast eigin sjúkragögn. Vefsvæðið er hægt að nota í heimilistölvum, spjaldtölvum og snjallsímum.
Allir hafa aðgang að lyfseðlalista, lyfjaúttektum, bólusetningaupplýsingum og upplýsingum um skráðan
heimilislækni eða heilsugæslu. Foreldrar/forráðamenn hafa aðgang að sjúkraskrárgögnum barna sinna að
15 ára aldri.
Þeir sem skráðir eru á þeim heilsugæslustöðvum, sem eru byrjaðar að nota Veru, geta auki þess pantað
tíma hjá lækni og endurnýjað ákveðin lyf í gegnum Heilsuveru.is.
(ATH. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki til að komast inn á heilsuveru. Til þess þarf snjallsíma eða
kort og kortalesara við tölvuna).
Með kveðju, starfsfólk Heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási.