Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 10
10 Litli-Bergþór Húsin í Laugarási og íbúar þeirra Páll M. Skúlason Markmið mitt var að ekki yrði lengra gengið í birtingu á samantekt um húsin í Laugarási og íbúa þeirra á þessum vettvangi, en til aldamóta. Þetta er því síðasti skammturinn sem birtist í þessum flokki á síðum blaðsins. Sú umfjöllun sem hér hefur birst frá árinu 2014 mun einnig birtast, uppfærð og með ríkulegra myndefni, á vefnum laugaras.is í fyllingu tímans. Þar verður ennfremur að finna upplýsingar um þau hús sem byggð hafa verið frá aldamótum. GERÐI 1986 Jens Pétur Jóhannsson og Matthildur Róbertsdóttur stofnuðu Gerði 1986, en þau bjuggu aldrei þar. Þar byggðu þau aðstöðuhús og gróðurhús og stunduðu einhverja ræktun, en hugsun þeirra var aðallega að byggja upp aðstöðu vegna reksturs sem Jens hafði með höndum. Ellisif Malmo Bjarnadóttir (f. 02.01.1969), sem áður bjó á Helgastöðum, keypti Gerði síðan árið 2005 og hefur búið þar síðan og stundað garðyrkju meðfram öðrum störfum. Börn Ellisifjar og Lofts Magnússonar (f. 08.09.1969) eru: Guðni Eydór (f.09.03.1991), Þórhildur Sif (f. 09.12.1994) og Karen Lilja (f. 26.08.1996). KIRKJUHOLT 1987 Kirkjuholt er iðnaðar- og þjónustubýli sem var stofnað á landi sem áður tilheyrði Hveratúni og er í Kirkjuholti, norðan Kvistholts. Benedikt Skúlason frá Hveratúni (f. 11.04.1956) og Kristín Sigurðardóttir frá Vatnsleysu (f. 1.12.1958) fluttu í hús sitt 1990 eftir að hafa búið í Helgahúsi frá 1980. Benedikt var umsjónarmaður Hitaveitu Laugaráss frá 1980 og einnig hafði hann umsjón með eignum heilsugæslustöðvarinnar og Laugaráslæknishéraðs. Hann hóf síðan störf sem veitustjóri Bláskógaveitu árið 2002. Benedikt og Kristín keyptu fjósið og hlöðuna sem áður fylgdu Laugarási 3 (Helgahúsi) árið 1994. Börn Kristínar og Benedikts: Bergþóra Kristín (f. 01.12.1981) býr í Reykjavík, Valgerður Björk (f. 27.06.1985 ) býr í Reykjavík og Sigurður Skúli (f. 22.09.1991) býr á Hellu. Gerði. Ellisif. Kirkjuholt Fjölskyldan í Kirkjuholti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.