Litli Bergþór - Jul 2018, Page 11
Litli-Bergþór 11
BRENNIGERÐI 1991
Brennigerði stendur þar sem mætast Vestur-
byggðar vegur og Klettagata. Húsið byggðu þau
Hólmfríður Ingólfsdóttir og Baldvin Árnason
og þau bjuggu þar til ársins 2005, en þá fluttu þau
í húsið sem
þau byggðu í
Holtagötu 15a.
Það voru þau
Hreinn Loftsson
f. 12.01.1956)
og Ingibjörg
Kjartansdóttir (f. 05.08.1958) sem keyptu Brennigerði af
Hólmfríði og Baldvin og nýta það sem frístundahús.
STORÐ 1991
Vernharður Gunnarsson
(f. 26.04.1951) og Björg Árnadóttir
(f. 28.11.1951) stofnuðu Storð sem
er norðan Ferjuvegar þar sem hann
mætir Skálholtsvegi, árið 1986. 1991
fluttu þau í frístundahús sem þau
höfðu byggt. Í framhaldinu byggðu þau
gróðurhús og skemmu. Á Storð stunda
þau ræktun, aðallega á trjáplöntun fyrir
Gróðrarstöðina Storð, sem þau reka í
Kópavogi. Einnig leggja þau stund á
býflugnarækt.
VESTURBYGGÐ 4
(Yleiningarhúsið) 1994
Þetta hús var byggt vegna fyrirætlana
um að byggja upp íbúðaklasa
fyrir aldraða á svæðinu þar sem
barnaheimili RKÍ stóð áður. Það var
arkitektastofan Batteríið sem teiknaði
þennan fyrirhugaða klasa og húsið í
Vesturbyggð var byggt sem sýningarhús
fyrir áhugasama.
Ekki varð af þeirri
uppbyggingu sem þarna var fyrirhuguð og eru ástæður þess látnar liggja milli
hluta hér. Eftir stóð húsið, en það ber þess merki að það var hannað sem einn
hluti af klasanum sem átti að vera innangengt um. Þegar ljóst var orðið að ekkert
yrði af þessu verkefni var húsið selt. Kaupandinn var Þuríður Hermannsdóttir
(f. 05.05.1941 d. 19.01.2010). Árið 2006 keyptu þau Helgi Hálfdánarson (f.
08.03.1949) og Þuríður Ottesen (f. 01.05.57) húsið af Þuríði, en þau bjuggu ekki í
húsinu. Helgi eignaðist húsið að fullu árið 2011. Húsið var leigt út og í því bjuggu
Editha Kirsch um tíma og síðar Unnur Malín Sigurðardóttir og Arnar Sigurbjartsson,
þar til Helgi flutti í húsið. Hann seldi það síðan í mars 2017 og flutti í Hveragerði. Kaupendur voru
þau Fanney Gerða Gunnarsdóttir (f. 30.07.1960) og Hallgrímur G. Sverrisson (f. 24.02.1959). Það
er ekki föst búseta í húsinu.
Brennigerði.
Hólmfríður og Baldvin.
Storð.
Yleiningarhúsið.
Þuríður.