Litli Bergþór - jul. 2018, Side 14

Litli Bergþór - jul. 2018, Side 14
14 Litli-Bergþór Svaðilför Gunnars Höfundur: Dagur Úlfarsson Gunnar er ungur sveitastrákur, 13 ára gamall og hefur haft dálítil áhrif á næstu bæi vegna mikilla karlmennsku sinnar. En það er einn draumur sem Gunnar hugsar mikið um og það er fyrsta fjallferðin hans sem á að verða á næsta ári. Gunnar er nefnilega mikill hestamaður og ríður mestu truntum á bænum eins og foringi. Hann hefur líka oft heyrt frábærar sögur frá Leifi pabba sínum um fjallferðirnar sem hann elskaði. Einn daginn var Leifur að slátra lambi fyrir fjallið þegar góðvinur hans, Pétur á næsta bæ, kom ríðandi og vildi spjalla. Hann kom inn fyrir og fékk sér kaffi. Svo sagði Pétur með lágum rómi: „Ingimar er fótbrotinn.“ Það varð hljótt í húsinu í örfáar sekúndur þar til Leifur segir: „Hvað gerðist eiginlega og hver fer þá á fjall fyrir hann?“ „Hann datt af baki en við höfum ákveðna hugmynd um hver gæti farið í staðinn,“ sagði Pétur. „Nú, hver eiginlega?“ spyr Leifur spenntur. „Tja, okkur datt í hug að Gunnar gæti farið?“ „Hann er 13 ára og á eftir að væla út af kulda í tjöldunum og drepast úr hungri, hann hefur bara ekki þetta þol sem við hinir höfum“ segir Leifur dálítið pirraður. „Hver þá, spyr ég bara við höfum ekki um mikið að velja“. „Það hlýtur einhver að geta komið í staðinn“. Næsta dag fór Leifur á fund með fullt af fjallmönnum og ræddu málin um Ingimar og sá eini sem þeim datt í hug sem gæti komið í staðinn var Gunnar. Á endanum gaf Leifur sig og ákveðið var að Gunnar færi á fjall. Fyrsta fjalldaginn var reynt að komast sem lengst inn úr en ekkert markvert gerðist nema að einn og einn datt af baki en það var allt og sumt. Um 8 leytið fundu þeir góðan gististað og fóru allir og heftu hestana í góðar torfur. Að því loknu byrjuðu þeir að tjalda. Þegar tjöldin voru komin upp var farið inn í og étið. Og svo var sungið langt fram á kvöld og svo farið að sofa. Næsta dag voru tjöldin tekin niður og sett á trússhestana og byrjað að smala. Þann dag gerðist ósköp fátt nema að menn urðu svangir, blautir og kaldir þegar tjöldin voru sett upp en það var venjulegt á þessum tíma. Þetta kvöld var miklu minna sungið en kvöldið áður. Dagurinn eftir var sá erfiðasti og lengsti dagurinn af öllum því þá voru 6 menn með rekstri, 7 menn að smala á dálítið stóru svæði og 9 menn fara á hættulegasta stað afréttarins og Gunnar fer með þeim. Það sem þeir eiga að gera er að 5 menn sundríða yfir straummikla jökulá á meðan 3 menn verða eftir á hinum bakkanum og bíða eftir fénu og taka móti því þegar það kemur yfir. Gunnar var eftir en Leifur fór yfir. Svo var synt, menn fóru með einn hest en skildu hina eftir. En svo gerðist svolítið svaðalegt því Smásögur frá nemendum Bláskógaskóla í Reykholti Nemendur í 9. og 10. bekk Bláskógaskóla í Reykholti fengu það verkefni að skrifa smásögu í íslensku fyrr í haust. Þau unnu þessar sögur eftir leið sem kölluð er: Skrifað í skrefum og nýtist hún mjög vel og ekki síst fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref fram á ritvöllinn. Fyrst er unnið með hugmynd eða atburð sem getur átt sér stað, næst er spáð í hvernig persóna getur lent í slíkum aðstæðum. Þá er unnið með hvaða sjónarhorn höfundurinn hefur og hvort lýsingar eiga að vera beinar eða óbeinar og svo má lengi telja. Það er skemmst frá því að segja að allir nemendur skrifuðu læsilegar og skemmtilegar sögur og komu sjálfum sér og kennaranum á óvart með miklum framförum í ferlinu. Aðalheiður Helgadóttir, grunnskólakennari Bláskógaskóla

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.