Litli Bergþór - jul 2018, Qupperneq 15

Litli Bergþór - jul 2018, Qupperneq 15
Litli-Bergþór 15 Leifur datt í ána, hesturinn hélt reyndar áfram og komst á bakkann. Sem betur fer strandaði Leifur á lítilli eyju sem var í miðri ánni og lá þar í roti. Þegar hinir komust yfir föttuðu þeir að það vantar Leif og þeir líta á hinn bakkann og sjá hann ekki en þeir sáu hestinn sem var kominn yfir og byrjaður að bíta gras. Loksins komu þeir auga á hann og einmitt þá kom ein mesta demba sem elstu menn muna. Þegar svoleiðis gerist bráðnar jökullinn og þá hækkar í ánni þannig að þeir þurftu að ná Leifi strax. Pétur fór út í ána og komst á eyjuna og náði til hans þar sem hann lá enn í roti. Pétur verður að velja milli bakkans sem Gunnar og tjöldin eru sem er lengra frá, eða hinu megin þar sem ekkert er en það er einhverjum metrum frá eyjunni. Pétur ætlaði að fara til Gunnars og svo sá hann flóðbylgju. Hann varð að drífa sig yfir þannig að hann skiptir um skoðun og fer hinumegin. Það munaði litlu en það hafðist. Þegar Pétur fór af baki fór hann úr úlpunni og vafði hana utan um Leif. Það eina sem þeir gátu gert núna er að veiða sér til matar. Pétur og hinir mennirnir fóru að leita að heldur veiku lambi til að slátra í matinn, en það eina sem þeir fundu var eldgömul rolla sem er að minsta kosti 8 vetra gömul, og þannig kjöt vill enginn éta. En annars urðu þeir að svelta í hel, þannig að þeir tóku kindina og skáru hana á háls og tóku innyflin út en geymdu gæruna fyrir Leif ef honum yrði kalt. Á þessum sama tíma voru Gunnar og tveir aðrir menn á tvítugsaldri að hefta hrossin, tjalda og finna eitthvað til að narta í, og undirbúa sig fyrir að sofa þessa nótt. Þegar rekstrarfólkið og smalarnir hittust aft- ur klukkan sirka 8 voru þeir orðnir verulega áhyggjufullir, en þeir ákváðu að þeir lentu bara í vandræðum með féð svo þeir létu það eiga sig og fóru að sofa. En á meðan var Leifur að vakna úr rotinu og man ekki neitt af því sem gerðist, en hinir sem voru með honum sögðu alla söguna og gáfu honum að éta, svo var farið að hátta. Næsta dag var orðið dálítið minna í ánni þannig að Leifur og félagar fóru yfir með nokkrar kindur, Gunnar hafði aldrei áður verið jafn glaður að sjá pabba sinn áður. Þegar þeir komu til hinna voru þeir að pakka saman fyrir daginn, og himinlifandi að sjá að allt var í lagi með þá, en að vísu sögðu menn Leifs alla söguna og svo hélt smalamennskan áfram. Gunnar var farinn að hugsa að á morgun komist hann loksins í betri hús, hann var byrjaður að sakna mömmu og bústarfanna. Hann fór þó ekki að væla heldur hélt áfram. Þennan dag var Gunnar mestmegnis með rekstri alla leiðina. Hann var orðin þreyttur þegar tjöldin voru kominn upp og fór beint að sofa. Þetta kvöld var kalt úti og Gunnar áti erfitt með að sofna en hann komst loksins í draumalandið sitt eftir að hafa farið í 2 ullarnærbækur, 3 ullarpeysur og 1 par af ullarsokkum. Þennan dag vaknaði Gunnar hress og spenntur því í dag kemst hann loksins heim, en hann þurfti aftur að að vera á eftir rekstri, allan daginn. Gunnar var heldur fúll því það getur orðið dálítið leiðigjarnt að þurfa að vera á eftir reksti heilan dag, sérstaklega ef hann væri á eftir draghaltrandi rollu. Pabbi hans hefur sagt honum sögu um að eina fjallferðina þegar hann þurfti að elta sömu rolluna draghalta á eftir rekstri og hann sagðist hefði skorið hana á háls ef hann hefði þurft að gera þetta næsta dag líka og þá sagt að hún hafi drepist fyrir framan hann. En sem betur fer lenti Gunnar á mjög duglegu fé þannig að allt gekk smurt. Þegar þeir komu auga á réttirnar var Gunnar reyndar við það að sofna á hestinum en hann náði í réttirnar og fékk sér smá lúr á meðan hinir fjallmennirnir voru að syngja og tralla. Svo fóru allir heim til sín að hitta fjölskylduna. Gunnar sér loksins heim, eftir þessa erfiðu ferð komst hann þetta allt. Hann sá móður sína og hljóp til hennar og faðmaði hana. Hann sagði henni alla söguna og honum var orðið alveg sama um daginn sem honum fannst mikilvægastur allra, réttardaginn sjálfan. Hann fór samt næsta dag í réttirnar en dagarnir sem fóru í hönd lituðust af hugsunum um fjallferðina frá byrjun og til enda. Kvenfélag Biskupstungna sendir félögum sínum og Sunnlendingum öllum óskir um gott og gjöfult sumar.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.