Litli Bergþór - jul 2018, Qupperneq 17
Litli-Bergþór 17
„Hvar í ósköpunum varst þú? Ég var að deyja
úr áhyggjum“ sagði hún ákveðin og horfir í bláu
augun hans. „Viðja mín“sagði hann og knúsaði
hana „ég má nú alveg aðeins fara út án þess að
þú sért að deyja úr áhyggjum“. „Jú auðvitað, en
þú hefðir alveg mátt segja mér að þú værir að
fara“sagði hún. „Já en ég ætlaði bara að koma þér
á óvart“ sagði hann glottandi.
Hann tekur upp kápuna hennar sem hangir á
snaganum við hliðin á henni og byrjar að klæða
hana í. „Hvað ertu að gera?“ spyr hún hlægjandi.
Hann svarar henni ekki og rennir upp kápunni sem
var orðin þröng um magann. Hann tekur í hönd
hennar og leiðir hana út og í átt að bílnum. Kuldinn
tekur á móti þeim og hún heldur föstu taki um hönd
hans. Hún finnur hvítu stóru snjókornin festast í
dökka hárinu á henni og hún reynir að greiða þau
burtu með smágerðu puttunum sínum. Þau koma
að bílnum og hann hendir sér upp á pallinn. Hann
tekur upp svarta ruslapoka sem eru þaktir snjó.
Undir ruslapokunum var lítið perluhvítt barnarúm
með útskornum viðarfótum. Það sást að það væri
búið að gera við það því einn fóturinn var aðeins
örðuvísi. Viðja fyllist af hamingju þegar hún sér
það. Hún hugsar um mömmu sína og þegar pabbi
hennar sagði henni frá því þegar mamma hennar
lagði hana þar þegar hún var ungabarn. Hún sér
líka fyrir sér litla fallega ófædda krílið þeirra
Frosta liggja í þessu fallega barnarúmi.
„Lagaðirðu barnarúmið hennar mömmu?“ spyr
hún glöð og kát. „Já ég vildi koma þér á óvart“
svarar hann henni glaður á svip. „Æ, elskan, en
fórstu alla leið á Akranes til að ná í það og laga
það?“ spyr hún glöð. „Já það var það minnsta
sem ég gat gert til að gleðja þig“ sagði hann. Hún
hendist í fangið á honum og kyssir hann létt á
kinnina. Hann tekur laust um hana til að meiða
ekki ófædda barnið í maganum hennar og kyssir
hana á ennið.
Innbrotið
Höfundur: Karl Jóhann Einarsson
Gormur og Danni hoppuðu yfir girðinguna sem
umkringdi skólann. Þeir sáu að það voru ennþá
kennarar og húsverðir í skólanum, þeir ákváðu
að halda áfram þrátt fyrir það. Það var kvöld en
það átti eftir að rökkva. Gormur
var myrkfælinn og vildi hann þá að
þetta gengi hratt fyrir sig áður en
það yrði alltof dimmt. Þegar þeir
komu að skólanum sáu þeir að það
var einn gluggi á skólastofunni sem
þeir þurftu að komast inní opinn.
Danni fór fyrstur inn og Gormur
dreif sig strax á eftir því hann var
svo hræddur við að vera einn. Þegar
inn var komið sáu þeir í skápinn
og í efstu hillunni var það sem
þeir vour að sækjast eftir. Akkurat
þegar Gormur teigði sig í fenginn
labbaði kennarinn þeirra, Katrín
Guðmundsdóttir inn. Þeir stukku
undir borð á meðan Katrín var að ná í einhverja
pappíra. Það var ekki fyrr en hún fór út úr stofunni
að þeir gátu andað léttar. Þeir flýttu sér út og tróðu
sér út um gluggann eins hratt og þeir gátu með
fenginn undir hendinni.Þar sem Gormur er svo
myrkfælin þá fylgdi Danni honum heim og þar
skildu leiðir þeirra þetta örlagaríka kvöld.
Daginn eftir hittust þeir áður en skólinn byrjaði
og voru samferða í skólann. Þeir héldu að þetta
yrði bara hinn eðlilegasti skóladagur en það
átti fljótt eftir að breytast. Katrín og mjög svo
myndarleg lögreglukona tók á móti
þeim í andyrinu á skólanum og bað
þá að fylgja sér inní skólastofu.
Gormur og Danni byrjuðu strax að
svitna en voru þó ekki vissir um
hvort eða hvernig hefði komist upp
um þá. Úr andlitum þeirra mátti
lesa ótta. Lögreglukonan og Katrín
settust niður og spurðu samtímis
„Vitiði af hverju þið sitjið hérna“
Gormur lét einsog að hann hefði ekki
heyrt spurninguna, en Danni sagði
strax án þess að hika „nei“ Gormur
leit á hann eins og hann þekkti
hann ekki því Danni lýgur ekki og
hefur aldrei sagt ósatt. Katrín virtist
vonsvikin því hún vissi að bæði Danni og Gormur
væru frekar góðir og heiðarlegir strákar. Þær
útskýrðu afhverju þeir væru í þessum aðstæðum
og að upp hefði komist um þá . Katrín sagði „
Þegar vaktarstjórinn var að fara yfir myndbands
upptökur af skólalóðinni þá sá hann eitt skrýtið,
hann sagði að það hefðu verið tveir strákar sem