Litli Bergþór - jul 2018, Qupperneq 25
Litli-Bergþór 25
Veðrið í vetur. Nóvember og fyrstu dagar
desember einkenndust af nokkru frosti og
éljagangi og síðar slydduéljum, sem hélst fram
undir jól. Á jóladag létti til með frosti og fallegu
gluggaveðri og áramótaveðrið var heiðskírt og
fagurt skoteldaveður, þar sem stirndi á svellalögin
undir fullu tungli.
Veðrið eftir áramót var nokkuð kaflaskipt.
Janúar var umhleypingasamur, skiptust á
heiðskírir frostdagar, þíða, slydduslabb, snjór
og rigning, þótt við slyppum oft betur hér í
Tungunum en annarsstaðar á landinu. Svellalög
töluverð í uppsveitum. Í febrúar tók þó steininn
úr. Mánuðurinn byrjaði með nokkurra daga hláku
þannig að upp tók snjó og nokkurn klaka. En síðan
kólnaði aftur og fór að snjóa með skafbyljum eða
slydduslagviðri og tilheyrandi hálku og ófærð á
fjallvegum. Tvisvar varð ófært á öllu Suðurlandi,
þ. 10. og 14. febrúar, þegar flestir vegir lokuðust.
Innansveitar fólk komst ekki til vinnu né á
Kviknaði í bíl. Litlu mátti muna að illa
færi þegar fólksbíll með fimm ungmennum
úr Menntaskólanum að Laugarvatni lenti út
af vegna hálku, við vegamót Reykjavegar og
Biskupstungnabrautar við Vegatungu, þann 8.
desember 2017. Stakkst bíllinn ofan í skurð
þar sem kviknaði í honum. Sluppu ungmennin
naumlega út áður en bíllinn varð alelda.
Sigríður Jónsdóttir frá Arnarholti fékk
námsstyrk úr Vísinda- og rannsóknarsjóði
Suðurlands þ. 11. janúar, 2018 að upphæð 750.000
kr. Styrkinn fékk hún til að vinna að MA verkefni
sínu, „Beittar uppgræðslur á hálendi Íslands, -
reynsla bænda, aðferðir og árangur“.
Íþróttamenn ársins í Bláskógabyggð. Þann 18.
janúar heiðraði Æskulýðsnefnd Bláskógabyggðar
íþróttafólkið okkar, sem skarað hafði fram úr
á árinu 2017. Það var gert í hófi, sem að þessu
sinni var haldið í íþróttahúsinu á Laugarvatni,
en Bláskógabyggð tók við rekstri hússins
á síðasta ári. Sérstaka viðurkenningu fékk
sameiginlegt lið Bláskógaskóla í Reykholti og á
Laugarvatni fyrir góðan árangur í Skólahreysti –
Suðurlandsriðli árið 2017, en liðið varð í 3. sæti.
Liðið var skipað þeim Anthony Karli Flores, Jónu
Kolbrúnu Helgadóttur, Sölva Frey Jónassyni og
Láru Björk Pétursdóttur.
Til íþróttamanns ársins voru tilnefndir
tveir knapar, þau Bjarni Bjarnason frá
Þóroddsstöðum úr hestamannafélaginu Trausta
og Rósa Kristín Jóhannesdóttir frá Brekku, úr
hestamannafélaginu Loga. Hlaut Bjarni titilinn í
ár, en það er í þriðja sinn sem hann hlýtur hann.
Hvað segirðu til?
Fréttir úr Tungunum frá janúar til júní 2018
þorrablót á Laugarvatni, nema á traktorum og
túristar komust ekki upp að Geysi og Gullfossi.
Mánuðurinn endaði á slagveðurs rigningu og
hláku.
Í mars skipti um gír með heiðskírum frostdögum
á auða jörð og hlýjum góðviðrisdögum á milli,
en úrkomulitlum. Kalt var einnig fyrstu daga í
apríl, en annars var hiti flesta daga yfir frostmarki
og tók upp snjó og klaka á rigningardögum.
Maí var hinsvegar afspyrnu leiðinlegur og lítið
vorlegur. Hiti rétt ofan við frostmark með éljum,
hagli, snjókomu, rigningu og roki og alvöru
hvítasunnuhreti í kringum 20. maí. Eftir það
skánaði þó veðrið aðeins svo hægt var að koma
út lambfé og þann 29. maí kom sumarið með
gróðrarveðrið. Júní heilsaði svo með blíðviðri og
6-12 stiga hita, en síðan tók að rigna..