Litli Bergþór - jul. 2018, Síða 26

Litli Bergþór - jul. 2018, Síða 26
26 Litli-Bergþór Íslandsmet í afurðum eftir kind. Eiríkur Jónsson í Gýgjarhólskoti gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í sauðfjárafurðum, með 48,1 kg fallþunga eftir hverja kind árið 2017. Frjósemin var 2,02 lömb á kind. Eiríkur rekur blandað bú, með um 50 kýr, 100 geldneyti og 285 vetrar- fóðraðar ær. Nýr skólastjóri TÁ. Um áramótin tók Tungnakonan Helga Sighvatsdóttir frá Miðhúsum við sem skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga af Róbert A. Darling, sem hætti þá sem skólastjóri eftir 17 ára starf. Áður starfaði Helga sem aðstoðarskólastjóri við sama skóla. Þorrablót Tungnamanna var haldið að venju á bóndadaginn, 19. janúar, í Aratungu. Var það Torfastaðasókn sem sá um blótið í þetta sinn, og var það með hefðbundnu sniði: Heimatilbúin skemmtiatriði á kostnað sveitunganna, snæddur þorramatur úr trogum og ball á eftir. Til gamans má geta þess að það var veitinganefnd Kvenfélagsins sem ákvað það, þegar þegar Aratunga var tekin í notkun 1961, að á þorrablótum í Aratungu skyldi borðað úr trogum og að fólk kæmi með matinn með sér. Hefur sá siður haldist fram á þennan dag. Þar fór glerið. Þann 2. febrúar lenti stór flutningabíll með tengivagn út fyrir veg við Smalaskála, rétt ofan Spóastaða. Sem betur fer urðu ekki slys á fólki, en bíllinn stórskemmdist og einnig farmurinn sem hann flutti: gler í veitingasal nýju hótelbyggingarinnar við Geysi. Vegna þessa þurfti að útvega nýtt gler í bygginguna erlendis frá. En þrátt fyrir þetta slys og slæmt veður í vetur, er byggingin á áætlun að sögn Mábilar Másdóttur. Leiksýningar. Leikdeild Umf. Bisk. frumsýndi þ. 3. febrúar leikritið Sálir Jónanna ganga aftur, farsa eftir Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og Unni Guttormsdóttur, í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar. Alls urðu sýningar 12, en veður setti strik í reikninginn, svo fella þurfti niður tvær sýningar. Fyrsta skóflustunga að Brúarvirkjun. Sigurður Ingi Jóhannesson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að Brúarvirkjun 23. mars. Virkjunin er 9.9 MW rennslisvirkjun í efri hluta Tungufljóts og verður í eigu HS Orku. Náttúruverndarsamtök Suðurlands og Landvernd hafa kært framkvæmdaleyfið og krafist stöðvunar framkvæmda. Hvutta stolið. Lögreglan í Reykjavík auglýsti 31. mars á fésbókarsíðu sinni eftir eiganda hunds sem fannst við Litlu Kaffistofuna á Svínahrauni. Í ljós kom að um var að ræða Pöndu frá Brautarhóli og svo virðist sem að hún hafi með einhverjum hætti fengið far með ókunnugum úr Tungunum að Litlu Kaffistofunni. Auglýsingin skilaði sér og komst hún samdægurs til Bjarna og Oddnýjar. Gleym - mér - ei Í síðasta blaði var kynnt samkeppni um nafn á bókakofann í Slakka. Fjölmargar tillögur bárust en tillaga Katrínar Evu Árnadóttir bar sigur úr býtum og nú kallast kofinn GLEYM - MÉR - EI. Mannslát. Sá hörmulegi atburður varð á Gýgjarhóli laugardaginn fyrir páska, 31. mars, að Valur Lýðsson bóndi þar er talinn hafa orðið Ragnari bróður sínum að bana. Beðið er úrskurðar héraðssaksóknara um ákæru.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.