Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 28
28 Litli-Bergþór Afmælishátíð Jóa á Brekku. Jóhannes Helgason á Brekku hélt veglega upp á fimmtugsafmæli sitt þ. 4. maí í vélaskemmunni á Brekku. Þau hjón, Jóhannes og Helga María, sögðu tilefnið hafa verið að það þurfti að taka til í skemmunni og lakka gólfið. Og þá var rétt að nota tækifærið að halda upp á fimmtugsafmælið í leiðinni. Var það gert með dúkuðum veisluborðum og gómsætum veitingum frá Jóa í Múlakaffi undir veislustjórn Arnar Arnarsonar, skemmtiatriðum „Hunds í óskilum“ og fleiri og diskóteki Jóns Bjarnasonar á eftir fram á rauða nótt. Margmenni var og menn kátir. Styrkir til menningarstarfs. Uppbyggingar- sjóður Suðurlands hefur styrkt 3 menningar- verkefni Tungnafólks á undanförnu ári. Jón Bjarnason hlaut styrk að upphæð 700.000 vegna barokkvölda í Selfosskirkju og Skálholtskirkju. Aðstandendur brúarhátíðar, sem var haldin í desember, í tilefni af 60 ára afmæli Hvítárbrúar hjá Iðu hlutu kr. 300.000 og Páll M. Skúlason hlaut styrk vegna verkefnisins Laugarás - þorpið í skóginum, kr. 800.000. Hjartastuðtæki gefin af starfsfólki Friðheima. Þann 14. maí afhenti starfsfólk Friðheima Björgunarsveit Biskupstungna og Björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni, sitt hvort hjartastuðtækið að gjöf. Safnaði starfsfólkið saman þjórfé sem ánægðir viðskiptavinir höfðu skilið eftir og ákváðu að nýta upphæðina í anda verkefnisins Ábyrg ferðaþjónusta, sem hvetur fyrirtæki til að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna. Friðheimabjór - Skálholtsbjór. Það er ekki á hverjum degi sem kynntar eru nýjar bjórtegundir hér í Biskupstungum, en nú vill svo til að í vor hafa með stuttu millibili verið kynntar tvær bjórtegundir hér innansveitar. Annars vegar Friðheimabjórinn, sem kynntur var til sögunnar þ. 12. apríl, en þar er um að ræða hvítan, sumar- legan bjór, bruggaðan úr rauðum tómötum. Hins- vegar Skálholtsbjórinn, sem var kynntur þ. 5. maí í Skálholti, sjá nánar um það annarsstaðar í blaðinu. Kosningar. Kosið var til sveitarstjórnar þ. 26. maí 2018. Þrír listar voru í boði í Bláskógabyggð, N-listi Nýtt afl í Bláskógabyggð, T-listi tímamóta og Þ-listi. Niðurstaðan varð sú að T-listinn hlaut 61,8% atkvæða og 5 menn kjörna, Þ-listinn 26,7% atkvæða og 2 menn kjörna og N-listi 11,5% atkvæða og engan mann kjörinn. Í sveitarstjórn næsta kjörtímabil sitja því: Helgi Kjartansson (T), Valgerður Sævarsdóttir (T), Óttar Bragi Þráinsson (Þ), Kolbeinn Sveinbjörnsson (T), Guðrún S. Magnúsdóttir (T), Eyrún M. Stefánsdóttir (Þ) og Róbert Aron Pálmason (T). Kjörsókn var 83%. Ermin tæmd. Þorsteinn Þórarinsson, „Steini í Fellskoti“, sem hefur víða komið við undanfarin allmörg ár í hlutverki sínu sem „Steini í Bisk- verk“, hefur ákveðið að hefja samdrátt segla þeirrar skútu. Frá síðustu áramótum hefur starfsemi Bisk-verks verið breytt í samræmi við þá ákvörðun. Steini segist í bili vera að tæma ermina af gefnum loforðum, en síðan mun hann halda áfram að taka að sér verkefni, þó umsvifin verði minni. Skálholtsfélagið hið nýja. Fimmti aðalfundur Skálholtsfélagsins hins nýja var haldinn í Skálholti fimmtudaginn 7. júní 2018, en félagið var reist á grunni Skálholtsfélagsins gamla sem var stofnað fyrir 70 árum. Tilgangur félagsins er að vera bakhjarl, hollvinasamtök um Skálholt. Í félaginu eru nú 185 félagsmenn. Á liðnu ári hefur verið mikil starfsemi í félaginu, haldin málþing og stutt almennt við starfið í Skálholti. Haldnir voru 5 stjórnarfundir og sótti vígslubiskup alla fundi þar sem hann kynnti stjórnarmönnum stöðu mála í Skálholti. Jafnframt sótti Drífa Hjartardóttir, formaður stjórnar Skálholts flesta fundi. Verndarsjóðurinn, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, fyrrum formanni Skálholtsfélagsins, hefur staðið fyrir viðgerðum á gluggum Gerðar Helgadóttur sem eru í Skálholtskirkju. Það verk gengur mjög vel og eru líkur á að því ljúki í Friðheimabjórinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.