Litli Bergþór - Jul 2018, Page 31

Litli Bergþór - Jul 2018, Page 31
Litli-Bergþór 31 einstaklingar, félög, fyrirtæki og stofnanir hafa lagt sitt af mörkum í smáu eða stóru. Hér eru einungis tilgreindir þeir aðilar sem gáfu hæstu upphæðirnar til verkefnisins, en það eru Uppbyggingarsjóður Suðurlands, Kvenfélag Biskupstungna, Bláskógabyggð, Lionsklúbburinn Geysir í Biskupstungum og Vegagerðin. Þakklæti okkar, sem að undirbúningnum höfum staðið, fyrir hönd allra þeirra sem munu njóta þessarar lýsingar á dimmasta tíma ársins næstu árin, til allra þeirra sem lögðu sitt til, er djúpt. Þarna er ekki eingöngu um að ræða að fólk fái notið fagurrar lýsingar í skammdeginu, heldur stóreykur lýsingin umferðaröryggi við og á þessari einbreiðu brú. Í lok athafnarinnar á brúnni hófu gestir kyndlana 32 á loft og héldu í blysför í Dýragarðinn í Slakka. Þar tóku húsráðendur á móti gestunum af einstökum höfðingsskap og velvild, eins og þeim er lagið. Fyrir utan heitt kakó, kaffi og smákökur sem Slakkafólkið bauð gestum, lögðu fjölmargir íbúar í Skálholtssókn og reyndar víðar að, allskyns góðgæti á borð í því sem kallast mun „Pálínuboð“. Í Slakka var myndasýning á tjaldi, þar sem sýndar voru gamlar myndir frá því fyrir daga brúarinnar og meðan á byggingu hennar stóð. Þá tóku einnig ýmsir til máls, þar á meðal Marinó Þ. Guðmundsson, sem vann við lokaáfanga brúarbyggingarinnar haustið 1957. Í kaffisamsætinu í Slakka afhentu systkinin frá Iðu, þau Jóhanna, Guðmundur, Hólmfríður og Loftur peningagjöf til minningar um foreldra sína þau Margréti Guðmundsdóttur og Ingólf Jóhannsson. Gjöfinni er ætlað að vera fyrsti vísirinn að gerð söguskiltis við Hvítárbrú. Það verður að segjast, að laugardagurinn 9. desember, var meðal þeirra mest gefandi, sem undirritaður hefur reynt. Ótal bros, gæsahúð, hlátur, jafnvel eitt og eitt tár, gleðitár, að sjálfsögðu. Fólki hefur farið hratt fjölgandi í Laugarási á síðustu árum, en það er stutt síðan börn úr „Þorpinu í skóginum“ voru að hverfa af sjónarsviðinu. Nú sækja þaðan, í leikskóla og grunnskóla, 17 börn og bjartsýni ríkir um framhaldið. PMS. Ásta Skúladóttir og Guðmundur Ingólfsson Mynd: Páll M Skúlason. Ljósin tendruð. Ásta Skúladóttir, Guðmundur Ingólfsson, Kristján Valur Ingólfsson, Unnur Malín Sigurðardóttir og Páll M. Skúlason. Mynd: Marinó Már Magnússon. Gestir á brúnni. Ásta Skúladóttir og Guðmundur Ingólfsson standa fremst. Mynd: Marinó Már Magnússon. Unnur Malín Sigurðardóttir og Kristján Valur Ingólfsson Mynd: Páll M Skúlason.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.