Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 32

Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 32
32 Litli-Bergþór Ágætu lesendur! Nú þegar er að síga á seinni hlutann á þessu fyrsta skólaári mínu í Reykholti, drep ég penna á blað í þessum merka miðli Ungmennafélags Biskupstungna, að segja ögn frá starfinu að beiðni ritnefndar. Skemmst er frá því að segja að vel hefur gengið í skólanum. Samstarf okkar Láru Bergljótar Jónsdóttur aðstoðarskólastjóra, sem líka hóf störf í haust, hefur verið ljómandi gott. Við höfum í aðalatriðum sömu stefnu og skoðun á starfinu og bætum hvort annað upp á margan hátt. Starfsfólkið í skólanum, sem er vel hæft og trútt sínum skyldum, hvert með sín sérkenni auðvitað, hefur og tekið okkur stjórnendum vel svo enga skugga hefur borið þar á. Það ber að þakka. Einnig höfum við átt gott samtal við starfsfólk skrifstofu Bláskógabyggðar, sveitarstjóra, oddvita og sveitarstjórnarmenn. Þegar vel árar er fallegt í sveitinni! Við trúum því að lesturinn og þjálfun hans sé lykilatriði fyrir nám og framtíð nemendanna og á hann ætlum við að leggja mikla áherslu. Það sama má segja um stærðfræði og náttúrugreinar. Mikilvægi þess að byggja upp og viðhalda góðri sjálfsmynd hvers og eins, ásamt þekkingu á sterku og veiku hliðunum, verður seint ofmetið og er leiðarstef í nýjustu aðalnámskrá. Þá stefnum við að því að spjaldvæða skólann og höfum þegar stigið ákveðin skref í þá átt. Í haust vonumst við eftir að getum tekið lokahnykkinn; að fá spjaldtölvur fyrir unglingastigið. Við horfum til nágrannanna í Flúðaskóla með fyrirkomulagið, en þar hefur nú í nokkur ár verið unnið með þessa tækni í skólastarfinu. Börnin fá afhenta spjaldtölvu til afnota í náminu, eins og hverja aðra námsbók í eigu skólans. Kvenfélag Biskupstungna hjálpaði okkur veglega undir jól við endurnýjun spjaldakosts á miðstigi, sem nýttist yngsta stiginu líka, þannig að þar er staðan viðunandi. Okkur í skólanum langar að freista þess að leita fanga víðar hjá félagasamtökum byggðarlagsins um hjálp við þetta átak. Kennarar hafa líka fengið spjaldtölvu og eru að prófa sig áfram og reyna kosti tækjanna. Endurmenntun þeirra mun taka mið af þessum nýju vinnubrögðum svo tækin nýtist sem skyldi. Enginn skyldi álykta sem svo að við, skólafólkið, teljum snjalltæknina svör við öllum Frá Bláskógaskóla Á skautasvellinu í Egilshöll eru frá vinstri: Guðný Helga E. Sæmundsen, Unnur Kjartansdóttir, Diljá Björg Matthíasdóttir, Guðrún Birna Þórarinsdóttir og Jóna Kolbrún Helgadóttir krjúpandi fyrir framan. Á þemadögum. Frá vinstri í fremri röð: Ásdís Erla Helgadóttir, Þórunn Ósk Alvinsdóttir, Metta Malín Briddé, Lilja Björk Sæland, Saga Natalía Óskarsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Kristín María Jóhannesdóttir, Jóna Kolbrún Helgadóttir, Dísa Ósk Grétarsdóttir, Lísa Katrín Káradóttir. Hreinn Þorkelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.