Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 34

Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 34
34 Litli-Bergþór Kristófer Tómasson: Tómas Tómasson í Helludal 1916 - 2005 - síðbúin aldarminning - Gerum ekki tímann að engu Þegar maður er kominn á miðjan aldur leitar hug- urinn oftar til liðinna stunda og minningar um samferðamenn sem lokið hafa lífsgöngunni sækja á. Oftast koma þeir upp í hugann sem hafa staðið manni allra næst, en það voru þeir Tómas faðir minn og ekki síður Steinar föðurbróðir minn. Þeim síðarnefnda hef ég áður gert skil í Litla- Bergþór. Hér eru sett á blað orð um hann föður minn. Þó maður reyni að muna best það sem jákvæðast var, þá þarf oft að horfast í augu við það að enginn er gallalaus og ekki eru allar stundir gæðastundir. Æska og atgervi Æskan var ekki neinn rósadans hjá þeim systkin- unum í Helludal. Þau voru sjö sem komust upp. Í aldursröð: Helga sem bjó lengst af á Gýgjarhóli, Sæunn í Hafnarfirði, Bjarni í Hveragerði, Tómas sem hér er fjallað um, Steinar í Helludal, Magnús í Reykjavík og Eiríkur í Miðdalskoti. Tveir bræður létust 2-3ja ára úr barnaveiki. Pabbi lifði þeirra lengst. Fátæktin var mikil í uppvextinum, líklega enn meiri en almennt gerðist í þá tíð, enda harðbýlt í Helludal. Mikill harmur var að systkinunum og ömmu minni kveðinn þegar faðir þeirra féll frá með sviplegum hætti 1937. Þau voru þá á aldrinum 16-27 ára. Systkinin fengu orð fyrir að vera sérstök. Ég lít svo á að við, afkomendur þeirra, megum vera stolt af því, en sérkenni þeirra voru af þeim toga. Faðir minn var ekki síður sérkennilegur en systkini hans. Þó hann væri fæddur á síðustu öld þá var hann á margan hátt nítjándu aldar maður. Það átti við um fleiri úr systkinahópnum. Hann var vörpulegur á velli, hann faðir minn, og orðlagður fyrir mikla líkamlega krafta þegar hann var upp á sitt besta. En ekkert vildi hann við það kannast, fauk jafnvel í hann þegar gerðar voru tilraunir til að hrósa honum fyrir aflið. Kröftum hans heyrði ég fyrst af þegar ég fór að heiman til vinnu. Menn sem til þekktu áttu það til að bera mig saman við pabba hvað kraftana varðaði. Ég held að ég hafi komið illa út úr þeim samanburði. Um æskuna vildi hann lítið tala. Flest- ir minnast æskuára með jákvæðum huga. En það mátti greina einhverskonar fálæti þegar ég spurði pabba um æskuárin. ,,Það var oft ekkert til að éta, ekkert nema streð og ekki var verið að senda mann í skóla“ sagði hann nokkrum sinnum með vott af biturð í röddinni. Viðfangsefni ævinnar Faðir minn hafði að atvinnu fleira en tvennt um ævina. En fjölina sína fann hann að mínu mati aldrei. Mér virðist, þegar litið er til baka, að einhver ókyrrð hafi verið til staðar í sálinni. Hann fékkst við búskap í smáum stíl mestalla ævina. Ekki var lífvænleg afkoma af hokrinu. Hann stundaði vörubílaakstur lengi, fór til sjós á yngri árum og stundaði verkamannavinnu, svo sem fiskvinnslu, byggingavinnu og sláturhússtörf. Hann var frekar eftirsóttur til vinnu. Menn sem unnu með honum báru honum vel söguna fyrir dugnað og kappsemi við verk. Búskaparhættir Áhugi fyrir skepnum var ekki mikill, helst þó fyrir hundum og hrossum. Glöggur var hann ekki í þeim efnum. Ekki er beint hægt að segja að vel hafi farnast í búskapnum. Til marks um það fannst honum tómur óþarfi að hugsa um ræktun búfjár, gerði grín að starfi ráðunauta og annarra Tómas um áttrætt í Tungnaréttum. Tómas Tómasson um þrítugt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.