Litli Bergþór - jul. 2018, Side 35
Litli-Bergþór 35
Heyskapur, sauðburður, smalamennska, rúningur,
stinga út úr fjárhúsum, svo nokkuð sé nefnt.
Búskapurinn var að miklu leyti samtvinnaður
við búskap Steina. Það verður að segjast að það
samstarf var hávaðasamt. Rómurinn var oft mjög
hár og stór orð féllu gjarnan. Ekki var alltaf
auðvelt að umbera það. Engu að síður báru þeir
umhyggju hvor fyrir öðrum. Þar fóru ólíkir menn
í lund. Faðir minn hvatvís en Steini varfærinn,
íhugull og hægur í hreyfingum. ,,Einkennilegt
með þessa bræður mína“ sagði Eiríkur bróðir
þeirra einhvern tíma. ,,Þeir geta ekki saman verið,
en mega ekki hvor af öðrum sjá“
Bílstjórinn
Akstur vörubíla var atvinna Tómasar í Helludal
frá því um 1940 fram á áttunda áratuginn. Hann
tók bílpróf árið 1934, 18 ára gamall. Á þeim árum
var sjaldgæft að unglingar tækju bílpróf, en á
þeim aldri hefur hann verið tæknilega sinnaður.
Ég hygg að menn sem voru bílstjórar fyrir miðja
öldina hafi tilheyrt virðingarstétt. Það voru því
nálægt sjötíu ár sem hann hafði ökuréttindi. Hann
ók tjónlaus allan þann tíma. Enda var hann varkár
undir stýri og ók sjaldan hraðar en á sextíu til
sjötíu kílómetra hraða. Þeir höfðu sameiginlegan
boðskap í umferðinni, þjóðsagnapersónan Ólafur
Ketilsson og pabbi: Keyra hægt, keyra hægt
og keyra hægt og hleypa helst ekki þessum
glæpamönnum í umferðinni fram úr sér. Sem
sem höfðu þekkingu á því sviði. Í hans huga var
það beitilandið sem öllu skipti.
,,Það hefur ekkert að segja“ sagði hann
einhvern tíma um fengitíma, þegar við Steini,
sem var glöggur á fé, undruðumst að pabbi skyldi
skilja eftir hrút í hópi þar sem Steini greindi að
móðir hrútsins og systur tvær væru fyrir í krónni.
Ekkert bókhald yfir hvaða ær væri hvað, það var
bara mont að hans mati að vera með eitthvað
slíkt kjaftæði. Stöðugt var verið að berja lóminn
í búskapnum, enda afkoman ekki sver. Engu að
síður kom faðir minn vel fram við skepnur, hann
fóðraði ágætlega. En það fór mikið hey í súginn.
Hann hafði ekki þolinmæði til að bíða eftir að
heyið þornaði áður en það var hirt. Andstætt við
Steina, sem vildi þurrka heyið mikið. Gjarnan
sjóðhitnaði í, og gæðin urðu lítil. Það var bætt upp
með kjarnfóðurgjöf sem kostaði sitt. Um tíma áttu
foreldrar mínir um 300 varphænur. Móðir mín
hafði umsjón með þeim. Hún kvartaði eitthvert
kvöldið yfir að illa gengi með varp. Þá tók pabbi
sig til að slátraði öllum hænunum eitt kvöldið
og fjarlægði hræin, gleymdi að láta móður mína
vita af því. Ekki vissi hún hvað hafði skeð þegar
hún ætlaði að sinna um hænsnin morguninn eftir.
Pabbi farinn í burtu á vörubílnum. Hún hélt að
þau hefðu sloppið út og leitaði þeirra í góða stund.
Pabbi var alltaf að svo lengi sem heilsan leyfði,
fann sér endalaust verkefni, þörf og óþörf. En
stundum hefði verið betra að staldra við og hugsa
sinn gang. Í mínu búskaparbasli var talsvert
umleikis og þar munaði vel um handtök þess
gamla. ,,Gerum ekki tímann að engu“ sagði hann
oft. Gilti þá einu hvort var sunnudagur eða annar
dagur. Ein regla var þó í þessum efnum: að slátra
ekki skepnum á helgum dögum. Margt þurfti að
vinna með látum, fyrirgangi og mörgum orðum. Tómas 1946 við Nýjan Austin vörubíl sem hann keypti þá.