Litli Bergþór - Jul 2018, Page 39
Litli-Bergþór 39
Lionsklúbbi Skeiða-og Gnúpverjahrepps komu
með okkur í þessa heimsókn og gerðu góðan róm
að móttökum og allri framkvæmdinni.
Við þáðum síðan boð um heimsókn frá Búr-
fellsvirkjun 2, sem er á lokastigi og sem verður
tekin í notkun á þessu ári. Stórhuga framkvæmd,
sem á eftir að nýta mikið betur þá orku sem runnið
hefur óbeisluð fram hjá gömlu Búrfellsstöðinni.
Landsvirkjun lagði mikinn metnað í að sýna
okkur framkvæmdina, sem er að mestu byggð
neðanjarðar og þáðum við góðar veitingar á eftir.
Hefð er fyrir sérstökum jólafundi í Skálholti,
sem góður félagi, Kristján Valur hefur boðið til á
jólaföstunni. Fundurinn er orðinn fastur punktur í
jólaundirbúningi félagsmanna og endaði nú sem
oft áður með fögrum söng Margrétar Bóasdóttur
í Skálholtskirkju. Sannarlega vonumst við til að
geta viðhaldið þessum sið þrátt fyrir fyrirhuguð
húsbóndaskipti í Skálholti á vordögum. Á
fundinum afhenti klúbburinn framlög til
endurnýjunar á lýsingu Iðubrúar, annarsvegar, og
hinsvegar til gluggasjóðs Skálholtskirkju.
Villimannakvöldið tókst mjög vel að vanda.
Samúel Örn var veislustjóri og Ágúst Sigurðsson,
sveitarstjóri í Rangárþingi Ytra, var ræðumaður
kvöldsins. Félagar úr Karlakór Selfoss sungu
nokkur lög okkur til skemmtunar. Þetta kvöld
nýtur töluverðrar hylli innan hreyfingarinnar og
koma félagar langt að til að skemmta sér með
okkur.
Við heimsóttum Kiwanismenn á Selfossi á fund
þeirra í Tryggvaskála, þar sem Dísa í Skálanum
rakti fyrir okkur merkilega sögu Skálans og
hlutverk hans í samgöngusögu Sunnlendinga.
Skálinn var mjög illa farinn og stóð til að rífa hann
þegar áhugamannafélag, „Skálafélagið“, tók til
sinna ráða og réðist í myndarlega endurbyggingu
þessa þjóðþekkta húss.
Stórmerkileg saga sem sýnir hve samtakamáttur
nærsamfélagsins getur tekið fram fyrir hendurnar
á misvitrum stjórnmálamönnum og unnið glæsi-
legt verk.
Í mars skoðuðum við stórhuga uppbyggingu
í ferðaþjónustu á Einholtsmelum. Þar fer saman
glæsilegur stíll í anda íslenska burstabæjarins
og vandaður frágangur í einu og öllu. Sigurður
og Sjöfn í Dalsholti eru svo sannarlega að vinna
merkilegt uppbyggingarstarf á Einholtsmelum
sem okkur Tungnamönnum hafa ekki þótt í neitt
brúklegir annað en sem flugvöllur á fyrri tíð.
Í janúar fengum við góðan gest, Tómas Grétar
Gunnarsson, forstöðumann Rannsóknarseturs
Háskóla Íslands á Suðurlandi. Tómas er uppalinn
í Laugarási, mikill náttúru- og fuglaáhugamaður.
Hann var með áhugaverðan fyrirlestur um starf
sitt og áhugamál. Elís Kjartansson lögreglumaður
á Selfossi kom til okkar á fund með fræðandi og
áhugavert erindi um heimilis- og kynferðisofbeldi.
Eftirtektarvert var hve Elís átti auðvelt með að
setja erfiðan málaflokk í búning sem fundarmenn
áttu gott með að ræða og fræðast um. Sannarlega
reynslubolti sem unnið hefur þrekvirki í þessum
málaflokki á Suðurlandi og hefur brennandi áhuga
á þessum málum þó erfið séu.
Hreinn Þorkelsson, skólastjóri heimsótti okkur í
apríl og ræddi málefni grunnskólans.
Starfsári Lionsklúbbsins lýkur 1. júlí og tekur þá
ný stjórn við. Þá ætlum við að vera búnir að fara í
„vorhreingerningu“ í Fontana með félögum okkar
í Lionsklúbbi Laugardals. Skemmtilegir félagar,
Í vatnsverksmiðjunni Icelandic Glacial.
Stjórn að undirbúa fund í Skálholti. Sveinn A. Sæland, Jóhannes Helgason
og Þórarinn Þorfinnsson.
Jólafundurinn í Skálholti. Kristján Valur flytur okkur hugvekju.