Litli Bergþór - Jul 2018, Page 42
42 Litli-Bergþór
Inngangur
Árnar hér í uppsveitunum eru einkennandi
fyrir svæðið og þær hafa ávallt haft afgerandi
áhrif á ferðalög. Nýjasta dæmið er hvernig
nýja Hvítárbrúin gerbreytti ferðamynstri íbúa
í Bláskógabyggð og Hrunamannahreppi. Nú
er samgangur íbúa orðinn meiri og samnýting
þjónustu og samstarf félaga orðið meira, svo
dæmi séu tekin.
Samgöngur um þetta svæði voru ekki
hættulausar hér áður fyrr. Það er raunar sláandi
hve margir hafa látið lífið við árnar hérna í gegnum
tíðina. Fyrirsögn þessarar greinar vísar til texta úr
blaðagrein sem sagði frá drukknun ferjumannsins
Runólfs Bjarnasonar á Iðu við störf sín haustið
1903 og lýsir aðstæðum fjölskyldu sem missti
fyrirvinnu sína af slysförum. Eftir stóð ekkjan með
börnin, ólétt og tvo aldraða fjölskyldumeðlimi.
Þó nokkuð hefur verið ritað um þetta slys og
afleiðingar þess en á mismunandi máta og ég geri
hér tilraun til að draga saman þessar frásagnir og
bera þær saman. Það verður þó að benda á að þótt
ég rýni all ítarlega í lýsingar sjónarvottanna þá er
minni manna ákaflega ótraust heimild. Mikilvæg
atriði eiga það til að breytast og oft lýsa frásagnir
sjónarvotta fremur upplifun þeirra af atburðinum
byggða á fyrri reynslu fremur en hreinum
staðreyndum.
Þegar jafn hörmulegt slys verður og þegar maður
í blóma lífs síns fellur frá á jafn voveiflegan hátt
og Runólfur, þá hefur það mikil áhrif á fjölskyldu
hans. Það er von mín að geta gert lesendum ljósa
erfiðleikana sem blöstu við fjölskyldu Runólfs
eftir slysið.
Ferjuslysið
Árið 1903 vildi það óhapp til að Runólfur
Bjarnason (1866-1903), bóndi á Iðu 2 árin 1900 til
1903 og ferjumaður við Hvítá fórst við störf sín.
Orsök slyssins má rekja til þess að verið var að
breyta um ferjubúnað. Átti að leggja niður gamla
háttinn að ferja stöðugt með árabáti og settur
hafði verið upp strengur yfir ána til að nýta með
dragferju. Svo vildi til að Hannes Þorsteinsson
(1860-1935) frá Brú og sr. Ólafur Ólafsson
(1855-1937) urðu vitni að slysinu. Þeir áttu það
„Þrjú börn, aldraðan föður
og uppgefna föðursystur“
Skúli Sæland:
sameiginlegt að vera báðir ritstjórar auk þess að
vera þingmenn Árnesinga þetta árið. Mennirnir
skrifuðu um atburðinn í blöðum sínum auk þess
sem lýsing þriðja vitnisins hefur verið skrásett.
Ferjustaðurinn sjálfur var á þeim stað sem
brúin var síðar byggð 1958. Hún stendur á milli
klapparhóla, sá syðri heitir Iðuhamar en sá nyrðri
Skálholtshamar. Áin er um 110 metra breið á
þessum stað og út af syðri hamrinum myndast
straumkast og hringiða í ánni. Aðdjúpt er beggja
megin og gott sund fyrir hesta. Áin liggur
þannig að mikið léttara var að synda framyfir frá
Skálholtshamri. Ef þeir fóru rétt bar straumurinn
þá yfir á örskammri stund. Öðru máli gegndi er
hestar voru sundlagðir uppyfir frá Iðuhamri.
Straumkastið sem myndast af syðri hamrinum er
þrjá til fjóra metra frá landi, en straumröstin er
örmjó. Tækju hestar vel út í strenginn var sundið
uppyfir ekki erfitt, en ef útaf því bar sem oft kom
fyrir er um óvana hesta var að ræða vildu þeir
hrekjast undan straumi og gat sundið þá orðið
nokkuð langt. Ferjað var á Iðu á öllum tímum
árs, en vegna ísskriðs gat orðið ófært svo dögum
skipti.
Upp úr aldamótum fengu Tungnamenn áhuga
á að skipta út ferjunni við Iðu og setja upp
dragferju í staðinn og var sr. Magnús Helgason á
Torfastöðum mikill hvatamaður að því verki.
Um vorið 1903 var dragferjan sett upp og var
Páll Jónsson (1853-1939) vegaverkstjóri fenginn
til þess að stjórna verkinu. Páll þessi hafði mikla
Páll Jónsson vegaverkstjóri
(1853-1939) var afar
sérstakur maður.
Hann valdi dragferjunni
stað og setti hana upp.
Fannst svo hann bera
vissa ábyrgð á slysinu sem
varð og kom því ekkjunni
Guðrúnu Markúsdóttur og
börnum hennar til hjálpar.