Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 44

Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 44
44 Litli-Bergþór út á ána, var róðurinn heldur linur á það borðið, sem vissi undan straumnum. Kastaði þá straumurinn bátnum á strenginn með hraðri ferð; gat Guðm. Ófeigsson haft hröð handtök og varpað strengnum yfir sig og þann, sem var með honum á það borðið. En svo lenti strengurinn á hinum tveim á hitt borðið; keyrði hann bátinn hálfan í kaf og sópaði út í hringiðuna tveim mönnunum, Runólfi og Dagbjarti. ... Runólfur og Dagbjartur, sem útbyrðis fóru, náðu báðir í stálstrenginn. Runólfur var fjær landi og að mestu í kafi, skaut aðeins upp endrum og sinnum; hann slitnaði líka vonum bráðara af strengnum án þess að tækist að bjarga honum, þótt reynt væri. Dagbjartur var nær landi og honum tókst með tilhjálp að komast eftir strengnum í land; en mjög var hann þjakaður og litlu munaði, að hann færi ekki í ána líka.“ Lýsing Hannesar í Þjóðólfi er með ofurlítið öðrum hætti. Greina má nokkurn mun á því hvernig þingmennirnir skynja slysfarirnar og Hannes virðist líka hafa þekkt betur til í sinni gömlu heimasveit: „Settu þeir bátinn á flot rétt fyrir ofan dragferjustrenginn, sem spenntur er yfir þvera ána, og liggur hann niðri í vatninu um miðjuna. Hafði opt áður verið róið fyrir ofan strenginn og báturinn annaðhvort farið undir hann (nálægt landi) eða yfir hann (í miðri ánni). En slíkt er mjög óvarlegt og gapalegt, enda varð það að slysi í þetta sinn, því að rétt þegar báturinn var að ýta frá landi, kastaði straumurinn í ánni, sem er afar harður þar við suðurlandið, bátnum á dragferjustrenginn, þar er verst gegndi, of langt frá landi til þess, að báturinn kæmist undir strenginn, en of skammt til þess, að hann gæti farið yfir hann. Afleiðingin var, að aðeins tveir mennirnir, Bjarni og Guðmundur gátu smeygt strengnum yfir sig, er þá féll í fang þeim Runólfi og Dagbjarti, svo að báturinn hvolfdi þeim úr sér aptur á bak ofan í ána. Gátu þeir þó báðir náð í strenginn, en Runólfur heit., er var fjær landi, þar sem strengurinn var slakari var nálega alltaf í kafi þá örstuttu stund, er hann hélt sér á strengnum, þangað til hann slitnaði af honum, en Dagbjartur, er var nær landi, var ekki jafnmikið í kafi, og gat hann með naumindum bjargazt á strengnum til lands þrekaður mjög og aðframkominn. Var rétt að því komið, að hann léti hugfallast og sleppti tökum, hafði hann meiðst nokkuð á höndum og fyrir brjóstinu. En vegna straumhörkunnar í ánni var svo erfitt að halda sér á vírstrengnum, er sveiflaðist fram og aptur, og þessvegna var heldur ekki unnt að komast að honum á bátskrifli litlu, er sett var út, þá er slysið bar að af þeim, sem á landi voru, enda ómögulegt að bjarga á þeirri kænu, þótt komizt hefði orðið að strengnum, auk þess, sem það skipti engum togum, að Runólfur heit. slitnaði af honum.“ Líkt og sjá má af frásögn Hannesar þá er hann nokkuð afdráttarlaus um tildrög slyssins og segir þau tilkomin vegna athugunarleysis og klaufaskapar ferjumannanna. Í raun telur hann að það hafi einungis verið tímaspursmál hvenær slys yrði við þessar aðstæður. Þriðji maðurinn sem ritað hefur um þennan atburð er Jón Guðmundsson frá Fjalli á Skeiðum og fjallaði hann vel um slysfarirnar í Árnesingi, söguriti Sögufélags Árnesinga, sem byggðist að hluta til á frásögn Hannesar en einnig munnlegri frásögn Baldvins Jónassonar ásamt fleiri heim- ildum. Samkvæmt Baldvini var Dagbjartur við það að missa takið af strengnum. En það hefði ráðið úrslitum að hann komst í land, hve sr. Ólafur talaði kjark í hann af mikilli einbeitni. Sem sjá má hrósar Baldvin sr. Ólafi mikið og telur hann hafa bjargað lífi Dagbjarts með hvatningarorðum sínum en sjálfur var sr. Ólafur hógvær og gerði lítið úr þætti sínum í blaðafregn sinni hér að ofan. Ólafur var þó sammála Baldvini með hættuna sem stafaði af því að menn kynnu ekki sundtökin og lét svo ummælt að „[l]öngum rætist hjá okkur Íslendingum, að „margur druknar nærri landi“. Hefði Runólfur sál. kunnað að synda, þá er ekki annað sýnilegt en að hann hefði auðveldlega getað bjargað lífi sínu þessa fáu faðma í land. Þessi sorglegi atburður getur min[n]t menn á, að varúðin er dýrmætur hlutur og að slysin liggja oft nær en vér ætlum, þegar hennar er miður gætt en skyldi.“ Hannes Þorsteinsson (1860-1935) frá Brú í Biskupstungahreppi var einnig þingmaður og ritstjóri. Hann gagnrýndi ferjumenn fyrir aðgæsluleysi eftir að hafa orðið vitni að slysinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.