Litli Bergþór - jul. 2018, Síða 47
Litli-Bergþór 47
Ferjuðu líkflutningmennirnir líkið
yfir í snarhasti og lokaðist vökin
jafnskjótt og komið var austur yfir.
Runólfur var jarðsettur í Skál-
holtskirkjugarði í leiði sem nú ber
númerið A-27. Ekkja hans Guðrún
Markúsdóttir var síðar einnig
jarðsett þar.
Afdrif fjölskyldunnar
Runólfur og kona hans, Guðrún
Markúsdóttir (1873-1965) voru
bæði ættuð austan úr Meðallandi.
Höfðu Runólfur og mágur hans
flutt í Tungurnar úr Skaftafellssýslu
ásamt fjölskyldum sínum. „Ég
hef litið svo til Skaftfellinga, að
þeir séu þrautseigir, nægjusamir,
ráðvandir og góðsamir,“ sagði séra
Magnús á Torfastöðum. Runólfi
var lýst sem efnismanni, duglegum
og fylgnum sér, auk þess sem hann
ófædds sonar sem kom í heiminn sjö mánuðum
síðar, hlýtur maður að spyrja sig hvernig fjölskyldu
Runólfs reiddi af eftir fráfall hans. Sú saga er að
mörgu leyti merkileg og er viðfangsefni síðari
hluta greinarinnar.
„hafði á sér almenningsorð“. Hann var 37 ára að
aldri og lét eftir sig auk eiginkonunnar þrjú börn,
aldraðan föður og „uppgefna föðursystur.“
Þegar fyrirvinnan, til þess til að gera ungur
maður, fellur frá og eftir situr fjölskylda sem telur
eiginkonu, þrjú börn, föður og föðursystur, auk
Hjónin Runólfur Bjarnason og Guðrún Markúsdóttir hvíldu síðar hlið við hlið í Skálholtskirkju-
garði
Raflagnir - Viðgerðir
Jens Pétur Jóhannsson
LÖGGILTUR RAFVERKTAKI
Tökum að okkur nýlagnir, hönnun
raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu
ásamt tækjaviðgerðum.
Efnissala og varahlutaþjónusta.
Fljót og góð vinna.
Sumarbústaðaeigendur athugið
að við sækjum um öll leyfi fyrir
heimtaug að sumarhúsum
og lagningu raflagna.
Heimasími 486 8845
Verkstæði 486 8984
GSM 893 7101