Litli Bergþór - jul. 2018, Síða 49

Litli Bergþór - jul. 2018, Síða 49
Litli-Bergþór 49 síðan Guðrúnu Magnúsdóttur í Austurhlíð, eftir að þau höfðu bæði misst fyrri maka sína og varð, við hlið hennar, mikill búhöldur á þessu höfuðbóli og máttarstólpi sveitarinnar. Þau eignuðust þrjú börn sem upp komust, Guðmund afa minn, Guðrúnu sem bjó í Austurhlíð, og Steinunni, sem bjó í Reykjavík. Guðmundur afi minn fór í kynnisferð til vesturheims skömmu fyrir aldamótin 1900. Hann kom heim aftur eftir skamma dvöl og kom ýmsu í verk á nokkrum árum, áður en hann hélt vestur um haf á ný. Honum varð það m.a. á að barna vinnukonu foreldra sinna í Austurhlíð, sem þótti víst ekki gott. Vinnukonan var rekin úr vistinni strax eftir barnsburðinn 1904 og Einar hálfbróðir mömmu, sem þarna kom í heiminn, var settur í fóstur til Tómasar og Margrétar í Brattholti daginn eftir að hann fæddist. Hann varð því uppeldisbróðir Sigríðar í Brattholti, jafnan kenndur við Brattholt og bjó þar til dauðadags. Afi giftist eftir það Sigrúnu Eiríksdóttur frá Miðbýli á Skeiðum. Þau bjuggu á ýmsum bæjum, hér í sveit og víðar, næstu árin, en festu hvergi rætur. Hann flutti aftur til Kanada árið 1914 með konu sína og þrjú elstu börnin. Tvö þau yngstu voru skilin eftir, hvort hjá sinni föðursysturinni. Mamma, á þriðja ári, fór til Guðrúnar Hjartardóttur í Austurhlíð og manns hennar, Magnúsar Sigurðssonar, ættaðs frá Kópsvatni. Og Hjörtur, þá á fyrsta ári, fór til Steinunnar og Brynjólfs H. Bjarnasonar, manns hennar, í Reykjavík. Þriðja barnið urðu þau að skilja eftir í jörðinni, dreng, sem dó á fyrsta ári. Eftir að þau settust að í Kanada eignuðust þau fjögur börn til viðbótar, svo afi eignaðist alls 11 börn og amma tíu. Afi kom aldrei aftur til Íslands, en ömmu auðnaðist að koma í heimsókn, þá gömul kona. Ég held að hún hafi borið sáran harm í brjósti alla tíð, þessi elska, enda ekki furða. Að þurfa að yfirgefa börnin sín svona ung og smá og alla sína ættingja og vini. Raunar held ég að mamma hafi líka saknað þess að fá ekki að alast upp með foreldrum sínum og systkinum, þótt hún hafi hlotið afskaplega gott atlæti í Austurhlíð og hún ætti þar góða og gleðiríka bernsku. Guðmundur (f. 1902, afi Magnúsar Kristinssonar í Austurhlíð) var henni sem besti bróðir alla ævi og henni þótti ákaflega vænt um fósturforeldrana og kallaði þau pabba og mömmu. Og þau voru afi og amma okkar systkinanna og mikill samgangur á milli bæjanna. Mömmu gafst þó tækifæri til að kynnast fjölskyldu sinni í Kanada. Hún fór þangað 18 ára gömul árið 1930 og dvaldi með þeim í tvö ár, gekk þar í skóla og lærði ensku upp á tíu. Við nutum þessarar kunnáttu hennar, meðal annars í því að hún var alla tíð áskrifandi að Reader´s Digest, heimsþekktu amerísku tímariti, sem kom út mánaðarlega og fjallaði um alþjóðleg málefni, s.s. stjórnmál, menningarmál, vísindi og tækni, að ógleymdum endalausum bröndurum. Mamma las þetta spjaldanna á milli og var ólöt að þýða og endursegja okkur krökkunum og pabba. Pabbi, Erlendur Gíslason fæddist í Laugarási árið 1907, en flutti með foreldrum sínum, Gísla Guðmundssyni og Sigríði Ingvarsdóttur að Úthlíð árið 1916, þegar þau tóku jörðina á leigu. Systir pabba, Jónína Gísladóttir bjó síðan alla sína búskapartíð í Úthlíð ásamt manni sínum Sigurði T. Jónssyni. Við Björn Sigurðsson í Úthlíð erum því systkinabörn. Gísli föðurafi minn var lausaleiksbarn héð- an úr Tungunum, hálfbróðir Bjarna á Bóli, Guðmundssynir báðir. Sigríður Ingvarsdóttir amma mín, var ættuð úr Laugardalnum, en Ingvar faðir hennar, kallaður „hangikét“, var bóndi á Apavatni. Hann varð síðar kaupmaður í Reykjavík og seldi afurðir bænda. Það er til ágæt saga um hann sem lýsir vel hvað hann var lunkinn sölumaður: Einhverju sinni kom kona til hans foxill og kvartaði yfir því að það væri rusl í smérinu sem hún hafði keypt af honum nokkru áður. Hann tók við smjörskökunni, bar hana upp að birtunni og skoðaði hana vel og vandlega. Loks rétti hann konunni skökuna aftur og sagði: “Nei, frú. Þetta er ekki rusl. Þetta er heystrá – hvanngræn, blessuð taða”. Foreldrar mínir þekktust auðvitað í uppvextinum, nágrannar, uppalin sitt hvoru megin við Andalækinn. Pabbi hafði búið í tvö ár á helmingi Úthlíðar þegar móðir mín kom heim frá Kanada. Þau giftu sig fljótlega, brugðu búi og fluttu til Grindavíkur, þar sem pabbi var við sjóróðra, enda búskapur erfiður í kreppunni. Í Grindavík var hann í forystu í verkalýðsmálum, var stofnandi Rúna og Lindi á yngri árum.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.