Litli Bergþór - jul. 2018, Síða 53
Litli-Bergþór 53
Í Kvenfélagi Biskupstungna eru nú 58 konur og
þar er haldið uppi öflugu og skemmtilegu starfi.
Aðal verkefni félagsins hefur í gegnum tíðina
verið að afla fjár til þess að gefa til baka til verkefna
sem nýtast samfélaginu hér í Tungunum og víðar
og jafnframt að stuðla að því að konur kynnist
og geri eitthvað skemmtilegt og uppbyggjandi
saman.
Á aðalfundi Kvenfélags Biskupstungna 2018,
sem var haldinn í Bergholti þ. 14 mars s.l., voru
kosnar í stjórn Kvenfélagsins næsta starfsárið:
Agnes Geirdal formaður, Bryndís Malmo
Bjarnadóttir gjaldkeri, Geirþrúður Sighvatsdóttir
ritari og Herdís Friðriksdóttir og Oddný
Jósefsdóttir meðstjórnendur. Varakonur eru þær
Margrét Baldursdóttir og Margrét Sverrisdóttir,
skoðunarmenn reikninga Geirþrúður
Sighvatsdóttir og Guðrún Ólafsdóttir.
Í veitinganefnd eru Sigríður J. Sigurfinnsdóttir
formaður, Oddný Jósefsdóttir og Margrét
Sverrisdóttir. Varakonur eru Elín Siggeirsdóttir
og Mardita Andini.
Í skógræktarnefnd eru Bryndís Malmo
formaður, Agnes Geirdal og Herdís Friðriksdóttir.
Fjáröflun félagsins felst aðallega í því að sjá
um kaffiveitingar við ýmis tækifæri. Það væri ekki
hægt nema vegna þess hvað konurnar í félaginu
eru jákvæðar og duglegar að hjálpast að við þessi
verkefni, sem oft eru ansi stór, eins og t.d. þegar
hrista þarf fram úr erminni kaffi og meðlæti fyrir
600 manna erfidrykkju. Í þeim tilfellum hafa
utanfélagskonur oft hlaupið undir bagga og hjálp
þeirra verið þegin með þökkum. Þessi gleði og
samheldni er ómetanleg og gerir allt starfið og
samveruna svo miklu skemmtilegri.
Frá því síðasti pistill birtist í vorblaði Litla-
Bergþórs 2017 hafa helstu fjáröflunarverkefni
Kvenfélagsins verið þessi: Við unnum við
veitingar í Aratungu þegar forsetahjónin
heimsóttu Bláskógabyggð 9. júní 2017. Töfruðum
fram 17. júní kaffið í Aratungu nokkrum dögum
seinna, sáum um kaffiveitingar og markað á
sveitahátíðinni Tvær úr Tungunum í ágúst og eins
á jólamarkaðinum í lok nóvember. Auk þess sáum
við um kaffiveitingar í fjórum erfidrykkjum.
Fyrir ágóðann af fjáröfluninni gáfum við gjafir
til samfélagsins fyrir um 1,6 milljónir króna. Þar
má telja:
Öndunarmæli fyrir Heilsugæslustöðina í
Laugarási (137.000), - 10 spjaldtölvur fyrir
Bláskógaskóla í Reykholti (628.830), - styrk
til lýsingar og uppsetningar ljósa á Iðubrú
á Hvítá á 60 ára afmæli hennar (200.000),
- styrk til viðgerða á steindu gluggunum
í Skálholtskirkju (200.000), - styrk til 10.
bekkinga í Bláskógaskóla v. gróðursetningar
í Ingu-lund í landi Spóastaða (70.000), - fyrir
Aratungu keyptum við nýja dúka á borðin
og fjóra barnastóla (128.315), auk þess voru
keyptar tvær stórar kaffiuppáhellingarkönnur og
20 hitakönnur, sem eru í eigu Kvenfélagsins en
verða notaðar í Aratungu. - Við greiddum fyrir
leigu og flutning á hoppukastala á hátíðina
Tvær úr Tungunum (110.044), - styrktum
jólaballið í Bláskógaskóla (39.200) - og styrktum
17. júnínefndina um 50.000, auk fleiri smærri
styrkja. - Við buðum eldri borgurum í mat í ferð
eldri borgara austur í Rangárvallasýslu s.l. haust
(101.050) - og við höfum látið smíða stiga ofan
í sundlaugina í Reykholti, svo allir geti gengið
virðulega upp og niður úr lauginni! (282.720).
Það eru haldnir fjórir félagsfundir á ári.
Vorfundur Kvenfélagsins 2017 var haldinn í
Myrkholti og þar sagði Ásborg Arnþórsdóttir
ferðamálafulltrúi uppsveitanna okkur frá starfi
sínu.
Haustfundurinn var haldinn í Skálholtsskóla,
og þar var gestur okkar Dröfn Þorvaldsdóttir í
Laugarási, sem sagði okkur frá listsköpun sinni
og sýndi okkur skemmtilega muni og málverk.
Jólafundur var haldinn í Slakka með glensi og
Kvenfélagspistill
Afhending Öndunarmælis. Andri Kristinsson læknir blæs í tækið
með aðstoð Önnu Ipsen hjúkrunarfræðings og Agnesar Geirdal.
Geirþrúður og Oddný fylgjast með.