Litli Bergþór - jul. 2018, Síða 54
54 Litli-Bergþór
gamni og aðalfundur í mars 2018 eins og fram
hefur komið.
Og nú í júní skelltum við okkur í óvissuferð
til Reykjavíkur í rútu, með Bryndísi gjaldkera
undir stýri og héldum vorfund þessa árs
á Hallveigarstöðum við Túngötu, í húsi
Kvenréttindafélags Íslands, KÍ og fleiri
kvennasamtaka. En þar hafa kvenfélögin aðgang
að ókeypis fundaraðstöðu. Var gaman að koma
í húsið og fræðast nánar um þann stórhug sem
konur sýndu þegar þær byggðu þetta hús á sjöunda
áratugnum. Þar fengum við veitingar fyrir fundinn
og að fundi loknum var komið að óvissuþættinum.
Heimsókn í Krúser, sem er bílaklúbbur þeirra
sem eiga gamla eða flotta bíla. Þar tóku Guðfinnur
á Galtalæk og félagar á móti okkur með stæl. Því
miður var rigning svo ekki var farið á rúntinn,
en við mátuðum eðalbíla, skoðuðum gljáandi fín
húsakynnin sem voru þakin bílatöffaramyndum
og fylgihlutum og spiluðum pool.
Ekki síður forvitnilegt að kynnast svona klúbbi
þar sem karlar eru í miklum meirihluta og við
vorum sammála um að við værum ekki svo
duglegar að þrífa og bóna heima hjá okkur eins
og húsakynni þeirra og bílar báru vitni um! Á
heimleiðinni niður Kamba kom fram tillaga um
að lengja ferðina með stoppi í veitingahúsinu
Skyrgerðinni í Hveragerði til að borða. Var það
snarlega ákveðið og fengum við okkur kvöldsnarl
þar að afloknum frábærum degi.
Fyrir utan félagsfundina höfðum við „Gaman
saman“-kvöld í pakkhúsinu hjá Oddnýju í
júlí - og á bókasafninu í Bláskógaskóla í
Reykholti í desember, þar sem Ásta kennari
sýndi okkur hvernig nýju spjaldtölvurnar sem
við gáfum skólanum geta nýst í kennslu. Einnig
var farið í skógræktarreitinn okkar Ingu-lund
síðastliðið sumar, þar sem við gróðursettum með
skemmtilegum 10. bekkingum.
Kvenfélagið óskar lesendum Litla-Bergþórs
gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn.
Agnes Geirdal formaður.
Bryndís mátar eðalvagn.Geirþrúður afhendir, fyrir hönd Kvenfélagsins, Arite Fricke 20
svuntur fyrir myndlistastofu Bláskógaskóla.
Barinn í Krúser-klúbbnum.
Hressar konur í Skyrgerðinni á leið heim af vorfundi. Talið f.v:
Regína Rósa, Sirrý, Elinborg, Þrúða, Brynhildur, Sigurbjörg, Lára
(á móti henni h.megin), Inga Birna, Magga á Króki, Bryndís, Elín,
Dagný, Agnes, Maggý og Sigga Jóna fremst. Herdís tók myndina.