Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 54

Litli Bergþór - júl. 2018, Blaðsíða 54
54 Litli-Bergþór gamni og aðalfundur í mars 2018 eins og fram hefur komið. Og nú í júní skelltum við okkur í óvissuferð til Reykjavíkur í rútu, með Bryndísi gjaldkera undir stýri og héldum vorfund þessa árs á Hallveigarstöðum við Túngötu, í húsi Kvenréttindafélags Íslands, KÍ og fleiri kvennasamtaka. En þar hafa kvenfélögin aðgang að ókeypis fundaraðstöðu. Var gaman að koma í húsið og fræðast nánar um þann stórhug sem konur sýndu þegar þær byggðu þetta hús á sjöunda áratugnum. Þar fengum við veitingar fyrir fundinn og að fundi loknum var komið að óvissuþættinum. Heimsókn í Krúser, sem er bílaklúbbur þeirra sem eiga gamla eða flotta bíla. Þar tóku Guðfinnur á Galtalæk og félagar á móti okkur með stæl. Því miður var rigning svo ekki var farið á rúntinn, en við mátuðum eðalbíla, skoðuðum gljáandi fín húsakynnin sem voru þakin bílatöffaramyndum og fylgihlutum og spiluðum pool. Ekki síður forvitnilegt að kynnast svona klúbbi þar sem karlar eru í miklum meirihluta og við vorum sammála um að við værum ekki svo duglegar að þrífa og bóna heima hjá okkur eins og húsakynni þeirra og bílar báru vitni um! Á heimleiðinni niður Kamba kom fram tillaga um að lengja ferðina með stoppi í veitingahúsinu Skyrgerðinni í Hveragerði til að borða. Var það snarlega ákveðið og fengum við okkur kvöldsnarl þar að afloknum frábærum degi. Fyrir utan félagsfundina höfðum við „Gaman saman“-kvöld í pakkhúsinu hjá Oddnýju í júlí - og á bókasafninu í Bláskógaskóla í Reykholti í desember, þar sem Ásta kennari sýndi okkur hvernig nýju spjaldtölvurnar sem við gáfum skólanum geta nýst í kennslu. Einnig var farið í skógræktarreitinn okkar Ingu-lund síðastliðið sumar, þar sem við gróðursettum með skemmtilegum 10. bekkingum. Kvenfélagið óskar lesendum Litla-Bergþórs gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. Agnes Geirdal formaður. Bryndís mátar eðalvagn.Geirþrúður afhendir, fyrir hönd Kvenfélagsins, Arite Fricke 20 svuntur fyrir myndlistastofu Bláskógaskóla. Barinn í Krúser-klúbbnum. Hressar konur í Skyrgerðinni á leið heim af vorfundi. Talið f.v: Regína Rósa, Sirrý, Elinborg, Þrúða, Brynhildur, Sigurbjörg, Lára (á móti henni h.megin), Inga Birna, Magga á Króki, Bryndís, Elín, Dagný, Agnes, Maggý og Sigga Jóna fremst. Herdís tók myndina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.