Litli Bergþór - jul 2018, Qupperneq 55

Litli Bergþór - jul 2018, Qupperneq 55
Litli-Bergþór 55 Í vetur setti leikdeildin upp stykkið „Sálir Jónanna ganga aftur“ eftir Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og Unni Guttormsdóttur í leikstjórn Gunnars B. Guðmundssonar. Frumsýning var þann 2. febrúar eftir æfingar sem staðið höfðu yfir síðan í lok nóvember. Leikhópurinn þennan veturinn saman stóð af blönduðum hóp af nýliðum og reynsluboltum. Var það samróma álit þátttakenda að andinn í hópnum hafi verið sérlega góður. Sýningar tókust vel en veðurguðirnir hefðu mátt vera okkur hliðhollari þar sem aflýsa þurfti tveimur sýningum vegna veðurs. En þetta látum við ekki á okkur fá og mun leikdeildin snúa aftur á fjalir Aratungu veturinn 2019-2020. Leiklistin lifi! Fyrir hönd stjórnar, Kristinn Bjarnason. Starf leikdeildar Umf. Bisk. 2018 Hjalti Gunnarsson sem Kölski og Íris Blandon sem Móri að reyna að ná í sál Jóns 2 (Kristinn Bjarnason) og Kerling 2 (Hildur María Hilmarsdóttir) Unnur Malín - í hlutverki móður Jónanna, Jónarnir framliðnir í bakgrunni ásamt mökum. Þórarinn Valgeirsson sem Lykla-Pétur og Ragnhildur Ýr Gunnarsdóttir sem Kerling 1 við Gullna hliðið. Runólfur Einarsson sem Jón 4 og Halldór Bjarnason sem Karl, í fagnaðardansi þeirra félaganna.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.