Fréttablaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 20
Selfoss - Haukar 26-27 Selfoss: Haukur Þrastarson 7, Nökkvi Dan Elliðason 5, Elvar Örn Jónsson 5, Árni Steinn Steinþórsson 4, Alexander Már Egan 2, Atli Ævar Ingólfsson 1, Guðni Ingvarsson 1, Her- geir Grímsson 1. Haukar: Orri Freyr Þorkelsson 8, Tjörvi Þorgeirsson 5, Daníel Þór Ingason 4, Adam Haukur Baumruk 3, Halldór Ingi Jónasson 3, Atli Már Báruson 2, Einar Pétur Pétursson 1, Heimir Óli Heimisson 1. Staðan í einvígi liðanna er jöfn 1-1 eftir þennan dramatíska sigur Haukaliðsins þar sem Daníel Þór Ingason tryggði liðinu sigur- inn með lokaskoti leiksins. Þriðji leikur liðanna fer svo fram í Schenker- höllinni að Ásvöllum annað kvöld. Nýjast Olís-deild karla Þróttur - Víkingur Ó. 1-2 0-1 Jacob Getachew Andersen (4.), 1-1 Birkir Þór Guðmundsson, 1-2 Harley Willard (77.). Keflavík - Afturelding 5-0 1-0 Adam Árni Róbertsson (8.), 2-0 Adam Árni (32.), 3-0 Adam Árni (45.), 4-0 Davíð Snær Jóhannsson (50.), 5-0 Rúnar Þór Sigur- geirsson (59.). Leiknir - Njarðvík 1-2 1-0 Toni Tipuric (32.), 0-2 Stefán Birgir Jó- hannesson (42.), 1-2 Sævar Atli Magnússon (89.). Þriðju umferð deildarinnar lýkur með leikjum Fjölnis og Magna og Þórs og Gróttu sem verða báðir leiknir í dag klukkan 16.00. Inkasso-deild karla Úrslitaeinvígi Það er algjörlega frábær tilfinning að meiðslin séu að baki og það er yndislegt að vera farin að leika handbolta af fullum krafti á nýjan leik. Rut Arnfjörð Jónsdóttir Mercedes Bens til sölu Mjög vel með farinn svartur Mercedes Bens CLS 350 Bluetec til sölu, árg. 2015, ekinn aðeins 44 þús. km. Bíllinn er í topp standi og hefur verið í reglulegu viðhaldi hjá Öskju. Svart leðuráklæði, topplúga rafm. & hiti í sætum, „self park“ og margt fl. Verð 7.490 þús. Áhugasamir hafið samband í síma 896-0747. Mercedes Bens til sölu Mjög vel með farinn svartur Mercedes Bens CLS 350 Bluetec til sölu, árg. 2015, ekinn aðeins 44 þús. km. Bíllinn er í topp standi og hefur verið í reglulegu viðhaldi hjá Öskju. Svart leðuráklæði, topplúga rafm. & hiti í sætum, „self park“ og margt fl. Verð 7.490 þús. Áhugasamir hafið samband í síma 896-0747. TIL SÖLU SUND Sundmaður inn Ant on Sveinn McKee hefur tryggt sér farseðilinn á heimsmeistaramótið sem fram fer í Gwangju í Suður-Kór eu í lok júní í 100 metra bring u sundi. Ant on hafnaði í fimmta sæti í undanúr slit um á TYR Pro Swim Series-mót inu í Bloom ingt on í Indi- ana í Banda ríkj un um í dag með því að synda á tímanum á 1:01,46 mín- útum og tryggði sér með þeim tíma sæti í úr slit um mótsins. Hann tryggði sér um leið sæti á heimsmeistaramótinu þar sem tím- inn var undir HM-lágmarki. Úrslit in í sund inu fóru fram í gærkvöldi. Ant on mun einnig synda 50 og 200 metra bring u sundi á mótinu og keppa svo seinna í þessum mánuði fyr ir Íslands hönd á Smáþjóðal eik- un um sem haldn ir verða í Svart- fjalla landi. – hó Anton mun synda á HM HANDBOLTI Rut Arnfjörð Jónsdóttir og liðsfélagar hennar hjá danska úrvalsdeildarliðinu Es bjerg hefja í dag úrslitarimmu sína á móti Herning um Danmerkurtitilinn í handbolta kvenna. Es bjerg hafnaði í öðru sæti deildarkeppninnar á tímabilinu og liðið laut nýverið lægra haldi fyrir ungverska liðinu Gyori í úrslitum EHF-bikarsins. Þar af leiðandi hefur Rut fengið tvö silfur um hálsinn á leiktíðinni og hún er áfjáð í að breyta litnum á verðlaunapeningnum og gullhúða hann með hagstæðum úrslitum í úrslitaeinvíginu gegn Herning. Tímabilið hófst raunar ekki hjá henni sjálfri fyrr en fyrir rúmum tveimur mánuðum þar sem hún gat ekki leikið með liðinu framan af vetri vegna ökklameiðsla. „Eftir að ég eignaðist barn í febrúar árið 2018 sneri ég aftur inn á handboltavöllinn nokkrum vikum síðar. Svo meiddist ég fljótlega eftir að ég byrjaði að spila aftur og hef verið að glíma við ökklameiðsli í þó nokkurn tíma. Þetta voru flókin meiðsli sem var erfitt að vinna bug á og ég spilaði ekkert fyrr en fyrir rúmum tveimur mánuðum. Þó svo að það sé auðvitað gaman að snúa aftur á þeim tímapunkti þar sem úrslitin ráðast í þeim keppnum sem við tökum þátt í þá hefði ég viljað komast fyrr inn á völlinn og gera gagn,“ segir Rut í samtali við Frétta- blaðið. „Það er algerlega frábær tilfinn- ing að meiðslin séu að baki og það er yndislegt að vera farin að leika handbolta af fullum krafti á nýjan leik. Það var hins vegar mjög svekkj- andi að ná ekki að vinna úrslitaleik EHF-bikarsins þar sem mér fannst við vera betri liðið í leikjunum á móti Gyori ef eitthvað var. Við náðum hins vegar ekki að vinna ein- vígið samanlagt og það voru mikil vonbrigði. Það er hins vegar góð staða að mínu mati að vera komin á þann stað að vera fúl yfir að tapa úrslitaleikjum á móti jafn sterku liði og Gyori er,“ segir hún enn fremur. „Nú höfum við bara lagt þetta svekkelsi til hliðar og einbeittum okkur að því að koma okkur í úrslit í úrslitakeppni dönsku úrvals- deildarinnar og núna að tryggja okkur gullið. Við höfum spilað sex leiki við Herning á leiktíðinni og það hafa allt verið hörkuleikir og þetta verður jöfn viðureign þar sem bæði lið eiga jafnan mögu- leika á að tryggja sér sigurinn. Ég er ofsalega einbeitt og staðráðin í að tryggja mér gullið eftir vonbrigðin eftir seinni leikinn gegn Gyori og að hafa misst af EHF-bikarnum,“ segir landsliðskonan um næsta verkefni sitt með liðinu. Rut sem hefur ekki getað leikið með íslenska landsliðinu í tölu- verðan tíma var valin í æfingahóp landsliðsins sem mætir Spáni um næstu mánaðamót í umspili um laust sæti á HM í Japan 2020. Hún er mjög spennt fyrir endurkomu sinni í leikmannahóp landsliðsins og hlakkar mikið til að koma saman með landsliðshópnum. „Það er mjög gaman að vera komin aftur í landsliðshópinn. Þetta er reyndar ennþá bara 22 leik- manna hópur og ég veit ekki hvaða hlutverk ég mun fá eftir að æfingar hefjast. Mig langar auðvitað mjög að vera í hópnum sem mætir Spánverj- um en ég veit það vel að það er ekki víst að ég verði í lokahópnum. Það eru ennþá góðar vinkonur mínar í liðinu og svo eru að koma upp ungir og mjög spennandi leikmenn. Ég er mjög spennt fyrir því að snúa aftur með landsliðinu og langar mjög að taka þátt í þeim uppbyggingarfasa sem liðið er í,“ segir Rut um fram- haldið með landsliðinu. hjorvaro@frettabladid.is Þráir að enda tímabilið með því að fá gullið um hálsinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir í leik með Esbjerg á leiktíðinni. MYND/ESBJERG Rut Arnfjörð Jónsdóttir, landsliðskona í hand­ bolta, hefur hreppt tvenn silfurverðlaun með danska liðinu Es­ bjerg á leiktíðinni sem senn fer að ljúka. Rut og samherjar hennar leika til úrslita í dönsku úrvalsdeildinni í hand­ bolta kvenna og hún er staðráðin í að enda tímabilið með gulli. GOLF Ólafía Þór unn Krist ins dótt ir, atvinnukylfingur úr GR, lauk leik í dag á Sy metra Classic-mót inu en mótið er hluti af Symetra-móta- röðinni sem er sú næststerkasta á eftir LPGA-mótaröðinni. Ólafía Þórunn lék þriðja og síð- asta hring inn á mótinu á 75 högg- um eða þrem ur högg um yfir pari vallarins en það er sama skor og hún spilaði annan hringinn á mótinu í gær. Þetta var síðasta mót Ólafíu áður en hún tek ur þátt í Opna banda- ríska meist ara mót inu sem er eitt af risamótum ársins í lok mánaðar . Ólafía Þórunn lék hringina þrjá á mótinu á samtals átta höggum yfir pari vallarsins og endaði í í 58.-61. sæti. – hó Ólafía lék ágætis golf HANDBOLTI Læri svein ar Al freðs Gísla son ar hjá þýska liðinu Kiel og Bjarki Már Elísson hjá Fücshe Berlin mætast í úr slita leik EHF-bik ars ins í hand bolta karla. Kiel hafði betur 32-26 á móti Vigni Svavarssyni og liðsfélögum hans hjá danska liðinu Tvis Hol ste- bro. Vignir skoraði þrjú mörk fyrir Tvis Holstebro í leiknum en Gísli Þorgeir Kristjánsson var fjarri góðu gamni hjá Kiel vegna axlarmeiðsla sinna. Fücshe Berlin hafði hins vegar betur 24-20 í leik sínum við portú- galska liðið Porto en Bjarki Már skoraði þrjú mörk fyrir þýska liðið í leiknum. Úrslita leik ur inn fer fram á heimavelli Kiel í kvöld og hefst klukkan 18.45. Alfreð getur þar unnið sinn 18. titil sem þjálfari liðsins en Alfreð er á sínu síðasta ári við stjórnvöl- inn hjá Kiel. Hann tók við liðinu árið 2008 og mun hætta störfum sem þjálfari liðsins eftir að yfir- standandi leiktíð lýkur. Kiel varð bikarmeistari fyrr á þessu tímabili og Alfreð getur þar af leiðandi kvatt þýska liðið með því að hafa bætt tveimur bikurum í safn félagsins. Bjarki er sömuleiðis að kveðja sitt félag eftir að tímabilinu lýkur en hann yfirgefur þá herbúðir Fücshe Berlin og gengur til liðs við Lemgo. Hann freistar þess því einn- ig að kveðja sitt lið með titli. Bjarki og félagar hans unnu þessa keppni síðasta vor og þeir geta því varið titil sinn með sigri í leiknum í kvöld.– hó Alfreð og Bjarki mætast 1 8 . M A Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.