Fréttablaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 36
Jóhannes Haukur hefur nýlok-ið æfingu í World Class þegar blaðamaður lítur til hans. Hann er nýkominn heim frá Prag þar sem hann var í tökum fyrir þáttaröðina
A Letter for the King, sem
verður sýnd á Netf lix. World
Class er nánast félagsmiðstöðin
hans Jóhannesar. „Við eigum heima
hér rétt hjá í Laugardalnum, það
er dásamlegt að eiga heima hér.
Við erum með alla þessa náttúru,
sundlaugina og garðana í bakgarð-
inum hjá okkur,“ segir Jóhannes
sem segist bíða eftir elstu dóttur
sinni sem æfir fótbolta með Þrótti.
Hann ætlar að fylgja henni á fót-
boltaleik. Hann er kvæntur Rósu
Björk Sveinsdóttur, hagfræðingi hjá
Seðlabanka Íslands, og þau eiga þrjú
börn, ellefu, sjö og þriggja ára.
„Ég er tvær mínútur að labba
hingað svo að það er engin góð
afsökun fyrir því að mæta ekki
í ræktina. Það er spa hér á neðri
hæðinni og ég ætti að skammast
mín fyrir það hvað ég er stundum
latur í lyftingasalnum, þá er ég fljótt
kominn í hvíta sloppinn og í spa-
ið. Ég þarf stundum að minna mig á
það að vera meira í æfingagallanum
en hvíta sloppnum.“
Nýtur þess að vera heima
Hann nýtur þess að vera heima og
vera með börnunum og sinna heim-
ilinu þegar hann er ekki að vinna.
„Foreldrahlutverkið breytist eftir
því sem maður eignast f leiri börn.
Maður er orðinn svo slakur á því.
Sú elsta fékk ekki að smakka ís eða
sælgæti að ég held fyrr en hún var
orðin fimm ára en sú yngsta fékk ís
bara ársgömul. Maður tekur ekki
alla slagina!“
Jóhannes Haukur og Rósa Björk
kynntust skömmu fyrir jól árið
2002. „Við sátum hvort í sínum
básnum á Dubliners og snerum
baki hvort í annað. Ég hóf samtalið
og það gekk svona glimrandi vel,
við erum núna búin að vera saman
í meira en sautján ár.“
Hlutverk Jóhannesar Hauks í
kvikmyndinni Svartur á leik varð
vendipunktur á ferli hans. Kvik-
myndin fór víða og varð til þess að
hann fékk umboðsmann í Los Ange-
les og ekki löngu seinna fékk hann
hlutverk í þáttaröðinni A.D. sem var
framleidd af NBC um Jesú og læri-
sveina hans. Jóhannes Haukur lék
lærisveinninn Tómas og lék hann
í tíu þáttum. Eftir þetta stóra verk-
efni fékk hann hlutverk í Game of
Thrones-þáttunum sem reyndist
enn meiri stökkpallur fyrir hann.
Hann fór síðan í kjölfarið með
hlutverk í kvikmyndinni Atomic
Blonde með Charlize Theron, John
Goodman og James McAvoy. Þá
fór hann með aðalhlutverk í Net-
flix-seríunni Innocents og hefur nú
nýlokið tökum á Letter to the King.
Jóhannes, er ferillinn á miklu
f lugi?
„Ég myndi segja að hann sé á
góðri siglingu frekar en flugi, það er
svona jarðtengdara. Svartur á leik
var stökkpallurinn en svo þegar
það eru komin stór verkefni eins
og Game of Thrones á ferilskrána
þá er horft aðeins betur á þig. Þú
ert ekki bara enn einn íslenski
leikarinn og prufurnar sem ég geri
fá meiri athygli. Ég búinn að vera í
þessu núna í fimm ár og hef ekkert
verið í leikhúsunum á meðan,“ segir
Jóhannes Haukur.
Hvert og eitt þeirra verkefna sem
Jóhannes Haukur hefur leikið í
tekur margar vikur og jafnvel mán-
uði. „Ef ég er að leika í sjónvarps-
þáttaröð þá tekur það oft um fimm
mánuði, svo þegar verkefninu er
lokið þá tekur við dauður tími þar
sem ég er í mesta lagi að gera prufur
fyrir næstu verkefni. En ég er alltaf
jafn ánægður þegar ég er búinn að
klára verkefni og er í þessum dauða
tíma. Nú er ég þar, í dauða tíman-
um, og veit ekki alveg hvað ég geri
næst. Ég er með boð um hlutverk
sem kannski verður af, þetta er oft
langt ferli þar sem ekkert er meitlað
í stein en ég hef lært að taka því með
jafnaðargeði.
Ég er rosalega ánægður með þann
góða og rúma tíma sem ég fæ inn á
milli með fjölskyldunni og þá er ég
heima, þvæ þvott og baka og sinni
börnunum. En svo er bara geggjað
að fá að fara út og vinna eftir heim-
ilisstörfin og gista á fimm stjörnu
hóteli,“ segir hann og skellir upp úr.
„Þegar ég er að vinna í langan tíma
úti þá koma Rósa og börnin mín til
mín. Þau komu til dæmis tvisvar
til mín til Suður-Afríku og dvöldu
í þrjár vikur í senn, hafa nokkrum
sinnum komið til London, Búda-
pest og voru hjá mér um páskana
í Prag, þetta er dýrmætt og gaman
fyrir þau. En börnin fá samt ekki að
fara til Tenerife og kvarta svolítið
yfir því.“
Launin góð
Og er hann á grænni grein?
„Launin eru býsna góð og miklu
betri en hér heima sem mér finnst
mjög öfugsnúið því hér kostar allt
meira. En svo er nú allur gangur á
því hvað er boðið og stundum þarf
maður að segja nei,“ segir Jóhannes
Haukur og nefnir dæmi um boð sem
hann gat alls ekki fallist á.
„Það versta sem ég man eftir
var fyrir nokkrum árum. Mér var
boðið að leika í bíómynd í eina viku
í Bruss el og með þekktum leikara.
Ég átti að vera í einhverju Franken-
stein-vampírugervi. En átti svo bara
að fá tuttugu þúsund krónur fyrir.
Þetta var nú bara algjört rugl og
viðkomandi hefur verið í fréttum
vegna miður fallegra hluta upp á
síðkastið. Ég sagði bara nei takk og
það var ekki erfitt. Ég sagði bara við
umboðsmanninn: Við erum ekkert
að fara að gera þetta, er það?“
Jóhannes Haukur hefur vakið
mikla athygli á samfélagsmiðlum
fyrir nýfenginn áhuga sinn á súr-
deigsbakstri. Hann hefur náð
miklum árangri og bakar alls kyns
bakkelsi úr súrdeigi. „Ég fékk áhuga
fyrir þessu um áramótin, ég þekki
Norðurlandameistara í bakstri,
hann Sigurð Elvar Baldursson.
Hann kennir bakstur í Danmörku
og mér líka, ég keypti mér bók
um súrdeigsbakstur og svo var ég
bara með hann á Facetime,“ segir
hann. „Nú ég ég að undir búa að
reyna að baka croissant úr súrdeigi
sem er mjög krefjandi. Mér finnst
þetta mjög slakandi og ég hef tíma
til að dunda við þetta þegar ég er
heima.“
Jóhannes Haukur var alinn upp af
einstæðri móður, Ingibjörgu Höllu
Guttesen. Hún er færeysk og þau
bjuggu í Færeyjum í þrjú ár þegar
hann var barn. Jóhannes Haukur
segir móður sína sinn albesta aðdá-
anda og hún hafi orðið afar spennt
þegar hún frétti að hann ætti að
vera kynnir á Eurovision.
„Mamma hringdi einmitt í mig og
hélt ég ætti að vera í hlutverki Gísla
Marteins, það var svolítið liðið á
símtalið þegar ég þurfti að leið-
rétta hana og segja henni að nei, það
væri nú Gísli Marteinn sem væri
enn í því hlutverki. Mamma, ég er
bara stigakynnir og það tekur bara
fimm sekúndur. Þá sagði hún: Ha?
Af hverju ekki þú? Og hún skildi í
alvörunni ekkert í því af hverju ég
sæi ekki um þetta frá A til Ö. Hún
er nefnilega minn einlægasti aðdá-
andi,“ segir Jóhannes Haukur.
Til Færeyja í sumar
„Ég varð einu sinni leiður eftir gagn-
rýni úr leikhúsinu. Þá hringdi hún í
mig og sagði: Nei, þetta er bara ekki
satt, Jóhannes Haukur, því ég var á
frumsýningunni. Henni finnst allt
geggjað sem ég geri og ég held að
hún meini það. Ég skil það núna sem
foreldri, mér finnst allt sem börnin
mín gera best og frábært.“
Hann segist ekki mikið hafa
haldið í færeyska siði en fjölskyldan
fer þó öll til Færeyja í sumar. „Við
förum öll til Færeyja í júlí og það
verður gaman fyrir börnin. Það
eru nú engir færeyskir siðir sem
ég held upp á. En mamma er sjúk í
skerpikjöt sem mér finnst líka gott
en maður kaupir það nú ekkert úti
í búð.“
Er hann mikill Eurovision-aðdá-
andi?
„Já, eins og f lestir Íslendingar þá
horfi ég og tek þátt þegar Ísland
er með í keppninni. Þegar Ísland
er ekki með þá minnkar nú áhug-
inn og ég nenni ekki að horfa. Mér
finnst Hatari frábært atriði, þetta
er f lott lag, sterkt konsept og mér
finnst við vera hugrökk. Ég man
ekki eftir viðlíka hugrekki síðan
Páll Óskar tók þátt. Evrópa var ekki
tilbúin þá! En kannski fyrir Hatara,
sjáum til.“
Ætlar hann að klæða sig upp í stíl
Hatara?
„Tja, ég hef fengið skýr fyrirmæli
frá börnunum mínum sem vilja að
ég sé aðeins „eðlilegri“. Kannski
sleppur jogginggallinn,“ segir hann.
Mamma
er langbesti
aðdáandinn
Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur
undanfarin ár leikið bitastæð hlutverk í
stórum þáttaröðum og kvikmyndum á
erlendri grund. Þrátt fyrir annríkið fylgir
velgengninni góður tími með fjölskyldunni
sem hefur fengið að heimsækja hann á
tökustaði vítt og breitt um heiminn.
Jóhannesi Hauki finnst slakandi og gaman að baka úr súrdeigi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
Með fjölskyldunni í Suður-Afríku.
1 8 . M A Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð