Fréttablaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 55
PK verk ehf. er öflugt vertakafyrirtæki sem á rætur sínar að rekja til
ársins 1973. Fyrirtækið annast ýmis verkefni í mannvirkjagerð, vegagerð,
veitulögnum og húsbyggingum fyrir opinbera aðila og einstaklinga.
Fjöldi starfsmanna yfir árið er breytilegur eftir verkefnastöðu en er
að meðaltali 30 manns.
Senda skal ferilskrár á pkverk@pkverk.is . Nánari upplýsingar veitir Pétur í síma 554-1111
www.pkverk.is
PK verk leitar að starfsfólki
Verkstjóri í jarðvinnu
PK verk ehf. óskar eftir að ráða verkstjóra
í jarðvinnuverkefni.
Starfið er fjölbreytt og að mestu leyti innan
höfuðborgarsvæðisins.
Framtíðarstarf.
Hæfniskröfur:
• Reynsla og þekking úr faginu nauðsynleg.
• Meirapróf og vinnuvélaréttindi
• Mjög góð hæfni í samskiptum
• Hæfni til að vinna sjálfstætt
• Frumkvæði í starfi
• Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
• Reglusemi og stundvísi
Vörubílstjórar og gröfumenn
PK verk ehf. óskar eftir að ráða vörubílstjóra
og gröfumenn til starfa.
Fyrirtækið hefur í eigu sinni vörubíla og gröfur af
ýmsum gerðum og stærðum.
Framtíðarstarf.
Hæfniskröfur:
• Meirapróf og vinnuvélaréttindi
• Mjög góð hæfni í samskiptum
• Frumkvæði í starfi
• Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
• Snyrtimennska
• Reglusemi og stundvísi.
BAADER-MANN vantar á
Ilivileq (áður Guðmundur í Nesi)
Arctic Prime Fisheries óskar eftir að ráða Baader-mann á
Ilivileq í næstu veiðiferð sem hefst þriðjudaginn 21. maí n.k.
Nánari upplýsingar gefa: Páll Þórir Rúnarsson skipstjóri
í síma 843-4275 Pálmi Hafþór Ingólfsson starfsmannastjóri
í síma 849-0261
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn leitar að kraftmiklum og jákvæðum einstaklingum í fjölbreytt störf.
Safnið er í forystu um öflun, varðveislu og miðlun upplýsinga og eflir þannig menningu, rannsóknir og nýsköpun.
Aðföng og skráning Þjónusta og miðlun Þjónusta og miðlun
Bókasafns- og upplýsingafræðingur
Helstu verkefni eru skráning, lyklun og flokkun í
Gegni, vinna við nafnmyndastjórnun og efnisorð,
samskipti og upplýsingamiðlun m.a. í gegnum
Handbók skrásetjara ásamt þátttöku í átaks- og
þróunarverkefnum með öðrum söfnum og Landskerfi
bókasafna. Um fullt starf er að ræða
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræði
eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking á RDA skráningarreglunum og
skráningarleyfi í Gegni er kostur
• Góð tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér
nýjungar í upplýsingatækni
• Sjálfstæði, frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og
lipurð í samskiptum
• Góð íslenskukunnátta
Bókasafns- og upplýsingafræðingur
Helstu verkefni eru notendafræðsla, kynningar og
kennsla, gerð fræðsluefnis og leiðbeininga, aðstoð
við upplýsinga- og heimildaleitir, vaktir í
upplýsingaþjónustuborði safnsins ástamt því að
starfsmaður tekur þátt í að móta og þróa
upplýsingaþjónustu safnsins . Um fullt starf er að
ræða
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræði
eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af notendafræðslu eða kennslu er kostur
• Áhugi á rafrænum upplýsingum og vilji til að
fylgjast með nýungum á því sviði
• Góð tölvufærni og tungumálakunnátta (íslenska,
enska)
• Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum
• Frumkvæði og metnaður
Bókaverðir
Helstu verkefni eru útlán og ýmis þjónusta við
notendur í þjónustuborðum safnsins , uppröðun bóka
á hæðum og í kjallara. Unnið er á vöktum en safnið er
opið fram á kvöld og um helgar frá ágústlokum og
fram í maí. Um er að ræða tvö störf í vaktavinnu,
annað er fullt starf, hitt 50% starf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Stúdentspróf
• Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum
• Góð tölvufærni og tungumálakunnátta
(íslenska, enska)
• Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Reynsla af starfi á bókasafni er kostur
• Þekking á bókasafnskerfinu Gegni er kostur
Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir
hæfni viðkomandi í starfið. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun safnsins. Öllum umsóknum verður svarað.
Sótt er um störfin rafrænt á Starfatorgi starfatorg.is til og með 3. júní.
Nánari upplýsingar veita Ragna Steinarsdóttir, sviðsstjóri Aðfangasviðs, ragnas@landsbokasafn.is og
Guðrún Tryggvadóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og miðlunarsviðs gudrunt@landsbokasafn.is
s t e t t a f e l a g i d . i s
s t e t t a f e l a g i d . i s
Smiður óskast í fullt starf
Óskum eftir reyndum smið í fullt framtíðarstarf. Fjölbreytt verkefni
í boði, og verkefnastaða næstu ára er mjög góð. Um er að ræða
uppsteypu og nýbyggingar, pallasmíði, leiktæki og búnaður á
skólalóðum ofl.. Samkeppnishæf kjör í boði.
Sveinspróf og íslenskukunnátta eru skilyrði.
Um er að ræða smíðadeild innan fyrirtækisins.
SUMARSTARF - hellulagnir,
jarðvinna og yfirborðsfrágangur
Óskum eftir sumarstarfsmönnum í fjölbreytt störf - s.s. hellulagnir,
gangstéttarsteypa, jarðvinna og yfirborðsfrágangur. Fjölbreytt
starf, og næg vinna í boði. Reynsla af lóðavinnu er kostur, en alls
ekki skilyrði.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Elvar í síma 866-8125.
Netfang: elvar@stettafelagid.is
ATVINNUAUGLÝSINGAR 11 L AU G A R DAG U R 1 8 . M A Í 2 0 1 9